Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.08.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 03.08.2007, Qupperneq 64
Þegar ég var þrettán upphófst hryðjuverkafaraldur í skólan- um mínum, flugeldar voru sprengdir í klósettum og ruslaföt- um. Skólastjórinn gekk í bekki með sundurtætta ruslatunnu undir hendinni og einkennisklæddan lögregluþjón undir hinni, sem sagði að allir yrðu að ,,æxla ábyrgð á eigin gjörðum“. reynsla af lífinu í gettóinu kom mér loks til góða á Heathrow- flugvelli um daginn. Í millilend- ingunni þvældist ég um flugvöll- inn þveran og endilangan með fullan poka af matarleifum í leit að ruslafötu. Það reyndist ekki vera ein einasta ruslafata á Heath- row. Ég lagði strax saman tvo og tvo: það er jú hægt að setja sprengjur í ruslatunnur. Besta ráðið er auðvitað að fjarlægja ruslatunnurnar. ráðið er að taka enga sénsa með þjóðaröryggið. Sem draup vissulega af hverju strái. Fólki skrikaði fótur í þjóðarörygg- inu þar sem það gekk lúpulegt á sokkaleistunum í gegnum vopna- leitarhliðið, enda má koma fyrir heilu vopnabúri í góðum ítölskum blankskóm. Ungbarnamæður roðnuðu af þjóðaröryggi þegar þær sleiktu brjóstamjólk af hand- arbakinu undir vökulum augum tollvarða, smá sýni úr pelanum. Traustvekjandi útverðir þjóðar- öryggisins voru glerkassar fullir af tappatogurum, tannkremstúp- um, naglaklippum, naglaskærum og naglaþjölum – handsnyrting utan veggja baðherbergisins er að sjálfsögðu ógn við þjóðaröryggið. er það eins og að stökkva vatni á geit að spyrja á Íslandi hvers vegna ekki sé gripið til svipaðra öryggisráðstafana þegar maður fer um borð í önnur almenningsfarartæki, sem í öðrum löndum eru fullt eins vænleg skot- mörk. Neðanjarðarlestum er víst ekki að dreifa og enginn myndi græða á því að sprengja upp íslenskan strætisvagn. (Myndi hryðjuverkamaður einu sinni nenna að bíða eftir næsta strætó, eins og tímataflan er orðin? Eða tíma að borga sig inn?) er nú samt ástæða til þess að spyrja. Af því að það eru svo fáir sem virðast sjá nokkuð athuga- vert við að geta ekki stigið upp í flugvél án þess að taka þátt í þess- um sirkus til varnar þjóðarörygg- inu, sem virðist allur ganga út á minnkandi öryggiskennd almenn- ings samfara auknu raunverulegu öryggi. Við lútum bara höfði, förum úr skónum, látum hirða af okkur djúsið og naglaþjölina og eltum hælana á næsta manni í gegnum hliðið. Í gettóinu Þegar þú notar kreditkortið þitt færðu Aukakrónur. Ef þú notar kortið hjá samstarfsaðilum okkar færðu enn fleiri Aukakrónur. Svo getur þú notað Aukakrónurnar til að kaupa það sem þig langar í hjá öllum samstarfsaðilum. Þannig geta kaup þín á hjónarúmi í Betra Baki lagt þér til Aukakrónur fyrir enska boltanum á Sýn2. Aukakrónur eru fríðindasöfnun Landsbankans. Við viljum umbuna fólki fyrir góð viðskipti á einfaldan og gagnsæjan hátt. Skráðu þig á aukakronur.is, hringdu í síma 410 4000 eða komdu við í næsta útibúi Landsbankans. Vertu með. Það er einfalt. Aukakrónur: þær koma bara. ÍS LE N SK A S IA .IS /L B I 3 84 33 0 8/ 07 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.