Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 18
taekni@frettabladid.is
Kapphlaupið til tunglsins: Önnur umferð
Þarftu að breyta textaskjali í pdf-
skjal en átt ekki Adobe Acrobat?
Á vefsíðunni media-convert.com
má gera það á eins einfaldan hátt
og unnt er að ímynda sér. Þar er
enn fremur hægt að framkvæma
nær allar slíkar umbreytingar
sem hugurinn girnist.
Til að breyta einni tegund af
skjali í aðra á síðunni þarf lítið
annað en að smella á einn hnapp,
velja skjalið sem breyta á og svo
þá tegund af skjali sem breyta
skal í. Þetta er talsvert einfaldara
en gengur og gerist með forrit af
sama meiði, sem jafnan þarf að
greiða fyrir.
Á vefnum má meðal annars
breyta vídeóskjölum af DVD-
diskum í skjöl sem spila má í
venjulegum myndbandsspilara í
tölvu, þótt stærð skjalanna sem
breyta á sé takmörkuð við 150
megabæt. Einnig er til dæmis
hægt að breyta hljóðskjölum úr
einni tegund í aðra. Myndaskjöl-
um, þar á meðal vektorgrafík og
Photoshop-skjölum, má breyta í
hvaða annað myndform sem er.
Hægt er að slá inn vefslóð í stað
þess að velja skjal og fá út mynd
af vefsíðunni.
Þá býður síðan upp á einkenni-
legri möguleika, eins og að búa til
svokallað MIDI-skjal úr hvaða
hljóðskjali sem er, sem mætti þá
nýta sem hringitón í síma, og að
færa textaskjöl yfir á morskóða.
Þjónustan er ókeypis en vissu-
lega ekki fullkomin. Tilraun
blaðamanns til að búa til pdf-skjal
úr textaskjali skilaði því til dæmis
að textinn í pdf-skjalinu varð
brúnleitur en ekki svartur.
Apple kynnti splunkunýja
línu af iPod í fyrrakvöld.
Meðal þeirra er iPod Touch,
sem hefur snertiskjá og
getur tengst netinu, og glæ-
nýr iPod Nano sem hægt er
að nota til að horfa á mynd-
bönd. Samhliða var kynnt
mikil verðlækkun á iPhone,
sem hefur ekki selst eins
og vonir stóðu til eftir að
nýjabrumið fór af símanum.
„Hann er einn af sjö undrum
veraldar – hann er hreint ótrúlegur,“
sagði Steve Jobs, forstjóri Apple,
um hinn nýja iPod Touch á veglegum
blaðamannafundi sem blásið var til í
ráðstefnuhöll í San Francisco í
tilefni af útgáfunni.
Hinn nýi iPod er talsvert
frábrugðinn þeim sem hingað til
hafa verið á markaði. Hann hefur
raunar verið kallaður iPhone án
síma, vegna þess hversu mjög
honum svipar til símans fræga.
Meðal nýrra eiginleika er mögu-
leiki á að tengjast netinu í gegnum
spilarann. Safari-vafri Apple er inn-
byggður í hann og auk þess eru sér-
stakir hnappar á nýjum snertiskjá
sem leiða notendur beint á YouTube
eða Google- og Yahoo-leitarvélarnar.
Einnig verður notendum gert kleift
að kaupa tónlist beint af iTunes í
gegnum spilarann. Snertiskjárinn
er einnig stærri en iPod-notendur
eiga að venjast, eða 3,5 tommur.
Nýju eiginleikarnir vöktu að
vonum mikla athygli en einnig var
tekið eftir því hversu lítið geymslu-
pláss iPod Touch hafði að geyma.
Hann er einungis framleiddur í
tveimur útgáfum, með átta og
sextán gígabæta geymsluplássi, en
er þó nettur eftir því, einungis átta
millimetra þykkur.
Átta gígabæta útgáfan mun
kosta 299 dollara og sú sextán
gígabæta 399. Spilarinn ratar í
verslanir vestan hafs í lok
september.
Hinn nýi iPod Touch var aðalefni
kynningarinnar, en einnig var
kynntur til sögunnar nýr iPod Nano
sem spilað getur myndbönd. Útliti
spilarans hefur verið gjörbreytt og
svipar honum nú meira til hefð-
bundins iPod, þótt talsvert smærri
og léttari sé. Hann mun fást í
fjögurra og átta gígabæta útgáfum
og mun koma út nú í lok vikunnar.
Þá var kynntur nýr 160 gígabæta
sígildur iPod, tvöfalt stærri en sá
80 gígabæta sem áður var stærstur.
Einungis verða framleiddar 80 og
160 gígabæta útgáfur hér eftir.
Fundurinn var einnig nýttur til
að kynna mikla verðlækkun á
iPhone. Átta gígabæta útgáfan
lækkar úr 599 dollurum í 399. Jobs
sagði þetta vera gert til að auka
sölu á símanum fyrir jólin. Frétta-
skýrendur eru þó sammála um að
tiltölulega slakri sölu megi kenna
um – eða mögulega þakka –
verðlækkunina. Þá var tilkynnt að
hætta ætti sölu á fjögurra gíga-
bæta útgáfunni.
Nýr iPod með snertiskjá
kallaður iPhone án síma
Það skiptir máli að spara á réttum stað.
Vegmúla 2 – 108 Reykjavík – 550 1310 – verdbref@spron.is – www.spronverdbref.is
*Nafnávöxtun miðast við 31. ágúst 2006 til 31. áúgst 2007, skv. sjodir.is. Peningamarkaðssjóður SPRON er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa, www.spronverdbref.is.
Þú ert ekki hjá SPRON Verðbréfum
Peningamarkaðssjóður SPRON hefur gefið langhæstu ávöxtun allra
peningamarkaðssjóða á Íslandi síðustu 12 mánuði eða 15,4%*