Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 80
TÍU ÞÚSUND GLITNISPUNKTAR FYRIR NÁMSMENN Tilboðið gildir til 21. september og er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Það ættu allir námsmenn að safna Glitnispunktum. Þeir breytast í alls kyns gagnlega hluti, eins og t.d. peninga sem geta óneitanlega komið sér vel. Kynntu þér málið á glitnir.is Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmynd- ina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrj- aldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengi- legt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkj- um á borð við Pepsi Max yrði útrýmt. Þetta er eiginlega það eina í heiminum sem truflar mig að ein- hverju ráði. Með öðrum orðum hugsa ég ekki sérlega stórt. afleiðingar lítilfjörlegra pælinga eru skortur á ástríðu – kolunum sem kynda hugsjónirnar – og birtist aðallega í tómlæti gagn- vart „stóru málunum“. Ég hef líklega sterkari skoðanir á hvítu gallabuxunum sem ég sá Egil Ólafs- son einu sinni í á Laugaveginum en á hlýnun jarðar. Við þetta ástand verður vitaskuld ekki lengur unað. Það er ekki lengur töff að vera töff og standa á sama um allt og alla. Það eina sem blífur nú til dags er að láta málin sig varða, fá nóg af þessu öllu saman og steyta hnefa í mótskæla- skyni, helst gegn einhverju merki- legra en Pepsi Max. er sem sagt í leit að ástríðu – hugsjón til að helga mig og berjast fyrir. Sem er heilmikil skuldbinding og ekkert til að flana að. Byrja kannski á að taka þátt í vitundar- vakningu eða þjóðarátaki, til dæmis skógrækt, og vinn mig smátt og smátt upp í froðufellandi grænmetis- ætu sem slettir lífrænu skyri á alþingismenn. Umhverfismál eru heppilegur upphafspunktur, víð- feðmur málaflokkur sem er mikið í umræðunni og auðvelt að flétta við aðra þætti daglegs lífs, til dæmis samgöngur, sem eru í brennidepli þessa dagana. hef nokkuð skýra afstöðu gagn- vart bæði umferðarteppu og slysum: ég er á móti þeim. Ég hef því ákveðið að leggja mitt af mörkum í þágu umferðaröryggis og umhverfis- verndar og fengið mér reiðhjól. Með þessu móti ek ég ekki á neinn og bjarga ábyggilega lífi fjölda leikskólabarna sem að öðrum kosti myndu tærast upp í svifryki. Ég ætla reyndar ekki að losa mig við bílinn alveg strax. Ég lofa aftur á móti að nota hann bara í ítrustu neyð og ætla alltaf að hjóla í vinnuna. Nema auðvitað þegar það er rigning og mótvindur. Mitt framlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.