Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 38
 7. SEPTEMBER 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið heilsa & hreyfing Akureyringurinn Örn Haraldsson, 17 ára, á sér allsérstakt áhugamál, jafnvel hættulegt myndu sumir segja. Þegar hann er ekki í skólanum prílar hann upp byggingar, hoppar yfir girðingar og tekur heljarstökk á milli húsþaka. „Franski herinn fann upp á þessari tækni, sem þótti á sínum tíma góð aðferð til að flýta sér á milli staða,“ útskýrir eldhuginn Örn og bætir við að hún sé líka notuð til að flýja og handsama glæpamenn. Tæknin sem Örn talar um flokkast undir jaðar- íþróttir og gengur undir ýmsum heitum úti í heimi, svo sem parkour eða free running, þótt um eina og sama hlutinn sé að ræða. Hún gengur meðal annars út á að hlaupa upp veggi og yfir girðingar, hoppa á milli bygginga og lenda án þess að verða fyrir hnjaski. Almennt var lítið vitað um þessa íþrótt þar til leik- stjórar frönsku kvikmyndarinnar Yamakasi – Les sam- ouraïs des temps modernes (2001) drógu hana fram í dagsljósið, en þar sjást iðkendur hennar sýna listir sínar. Hún hefur ekki átt marga fylgismenn hérlendis þótt þeim hafi fjölgað á síðustu árum og ekki langt síðan Örn og vinur hans, Oddur Páll Reyes Laxdal, fóru að stunda hana. Fífldirfska þeirra vakti reyndar í fyrstu hörð viðbrögð á Akureyri þar sem óttast var að yngri og óreyndari aðilar tækju að apa eftir þeim. Örn tekur fram að það hafi þó alls ekki verið ætlunin og til marks um það birtu þeir tilkynningu á heimasíðu sinni, www.blog.central.is/favorite-jump, þar sem varað var við að menn og sérstaklega börn færu að príla án þess að vera vel undirbúin. Sjálfur segist Örn hafa æft fimleika og man ekki eftir sér öðruvísi en spriklandi. Foreldrarnir séu búnir að sætta sig við áhugamálið, þótt þeim hafi ekki verið gefið um það í upphafi. En mætti ekki frekar líta á íþróttina sem heilsu- spillandi heldur en heilsusamlega? „Alls ekki,“ svarar Örn. „Ég hef aldrei slasast. Oddur slasaðist reyndar einu sinni, en þá var hann að sýna hvernig fram- kvæma ætti bragð. Hann handleggs- og nefbrotnaði.“ Sem sannar hversu nauðsynlegt er að ana ekki út í óvissuna. Félagarnir hafa stundað iðju sína um nokkurt skeið fyrir norðan og Örn viðurkennir að þeir séu farnir að horfa annað til að þróa kunnáttuna. Stefnan er sett á Reykjavík þar sem til stendur að leigja íþróttasal og svo er draumurinn að fara til Frakklands. Eftirvæntingin leynir sér ekki í þeim töluðu orðum. roald@frettabladid.is Málin geta endað með ósköpum ef ekki er farið varlega og það þarf að undirbúa sig vel. Örn segir alls ekki til þess mælst að börn api eftir sér. Lýsingar Arnars eru á köflum ótrúlegar en myndirnar tala sínu máli eins og hér sést þar sem Örn tekur kollhnís aftur fyrir sig og lendir á öðru þaki. Fer á heljarstökki milli húsþaka Staðið á höndum. Hér kemur kunnátta Arnar úr fimleikum að góðum notum. Parkour eða free running eru mismunandi heiti á jaðaríþrótt sem nýtur mikilla vinsælda úti í heimi og gengur meðal annars út á hopp milli húsþaka. HÆTT AÐ REYKJA Á NETINU Gagnvirka heimasíðan reyklaus.is var opnuð formlega á dögunum af heilbrigðisráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni. Heimasíðan er ný leið sem þeir geta nýtt sem vilja hætta að reykja en öll aðstoð á síðunni er ókeypis. Á síðunni eru upp- lýsingar um leiðir til að hætta að reykja og gefin tækifæri til að taka ýmis próf. Einnig er hægt að skrá sig á síðuna og fá þá sendan einstaklings- miðaðan stuðning í tölvupósti, aðgang að dagbók, gestabók og umræðuvettvang þar sem fólk getur deilt reynslu sinni og fengið stuðning frá öðrum sem eru í sömu aðstæðum. Göngum saman-hópurinn stendur fyrir göngu á sunnudaginn til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Gangan hefst klukkan 10.30 við Nesstofu á Seltjarnarnesi og genginn verður lítill hringur um nesið. Göngugjald er tvö þúsund krónur fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn. Eftir gönguna verður boðið upp á heita súpu og brauð og óskað er eftir því að þátttaka sé tilkynnt á gongumsaman@ gongumsaman.is. - eö Styrktarganga um Seltjarnarnesið Gangan hefst klukkan 10.30 við Nesstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.