Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 60
Þegar ég var í Mennta- skólanum á Akureyri var algengt að við vistarkrakkarnir röltum í Súper á kvöldin. Súper var kjörbúðin í hverfinu og þangað sóttum við mat og drykk eftir efnahag og þörfum. Viðurnefnið hafði búðin fengið meðal nemenda nokkrum árum áður þegar málað hafði verið utan á hana með stórum stöfum Super- market. Enn í dag gengur búðin undir þessu nafni í nemendahópnum þótt fáir aðrir viti hvað um er rætt þegar menntskælingar segjast ætla í Súper. Nú er ég aftur fluttur í þetta hverfi og auðvitað kom það flatt upp á meðleigjanda minn þegar ég stakk upp á því um daginn að við röltuðum í Súper að kaupa okkur í matinn. Hann þekkir búð- ina sem Strax á meðan enn aðrir kalla hana Byggðavegsbúðina. Svipaða sögu er að segja af fjallinu Bakranga sem stendur á móts við Húsavík, hinum megin Skjálfandaflóans. Það fjall tilheyrir Kinnarfjöllum og notaði Halldór Laxness það sem dæmi í Íslands- klukkunni þegar Arnas Arnæus segir Snæfríði Íslandssól og Jórunni, biskupsfrú í Skálholti, frá því hvernig sannleikurinn getur verið breytilegur. Bakrangi á nefni- lega mörg nöfn og fer það allt eftir því hvaðan á hann er horft hvaða nafn á við. Frá einu sjónarhorni er fjallið þekkt sem Galti og annar staðar frá er það þekkt sem Ógöngu- fjall, vegna þess hve bratt það er að sjá þaðan. Frá þessu hafði mamma mín sagt mér, mörgum árum áður en ég las Íslandsklukkuna sem skyldulesn- ingu í grunnskóla. Og þessi frásögn hefur oft vakið mig til umhugsun- ar. Hlutir geta virst augljósir við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð kemur í ljós að það eru margar hlið- ar á þeim. Þetta er líka gott að hafa í huga ef maður lendir í deilu við einhvern. Það er ekki víst að maður sjái hlutina í sama ljósi og aðrir gera. Það sem er rétt fyrir mér getur nefnilega verið órafjarri sann- leikanum eins og aðrir sjá hann. Námskeið fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur og lengra komna Verð frá 1100 kr.- á tíman Frönskunámskeið hefjast 17. september Innritun 3.-14. september Tryggvagötu 8 101 Reykjavík Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Upplýsingar í síma 552 3870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.