Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 60

Fréttablaðið - 07.09.2007, Side 60
Þegar ég var í Mennta- skólanum á Akureyri var algengt að við vistarkrakkarnir röltum í Súper á kvöldin. Súper var kjörbúðin í hverfinu og þangað sóttum við mat og drykk eftir efnahag og þörfum. Viðurnefnið hafði búðin fengið meðal nemenda nokkrum árum áður þegar málað hafði verið utan á hana með stórum stöfum Super- market. Enn í dag gengur búðin undir þessu nafni í nemendahópnum þótt fáir aðrir viti hvað um er rætt þegar menntskælingar segjast ætla í Súper. Nú er ég aftur fluttur í þetta hverfi og auðvitað kom það flatt upp á meðleigjanda minn þegar ég stakk upp á því um daginn að við röltuðum í Súper að kaupa okkur í matinn. Hann þekkir búð- ina sem Strax á meðan enn aðrir kalla hana Byggðavegsbúðina. Svipaða sögu er að segja af fjallinu Bakranga sem stendur á móts við Húsavík, hinum megin Skjálfandaflóans. Það fjall tilheyrir Kinnarfjöllum og notaði Halldór Laxness það sem dæmi í Íslands- klukkunni þegar Arnas Arnæus segir Snæfríði Íslandssól og Jórunni, biskupsfrú í Skálholti, frá því hvernig sannleikurinn getur verið breytilegur. Bakrangi á nefni- lega mörg nöfn og fer það allt eftir því hvaðan á hann er horft hvaða nafn á við. Frá einu sjónarhorni er fjallið þekkt sem Galti og annar staðar frá er það þekkt sem Ógöngu- fjall, vegna þess hve bratt það er að sjá þaðan. Frá þessu hafði mamma mín sagt mér, mörgum árum áður en ég las Íslandsklukkuna sem skyldulesn- ingu í grunnskóla. Og þessi frásögn hefur oft vakið mig til umhugsun- ar. Hlutir geta virst augljósir við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð kemur í ljós að það eru margar hlið- ar á þeim. Þetta er líka gott að hafa í huga ef maður lendir í deilu við einhvern. Það er ekki víst að maður sjái hlutina í sama ljósi og aðrir gera. Það sem er rétt fyrir mér getur nefnilega verið órafjarri sann- leikanum eins og aðrir sjá hann. Námskeið fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur og lengra komna Verð frá 1100 kr.- á tíman Frönskunámskeið hefjast 17. september Innritun 3.-14. september Tryggvagötu 8 101 Reykjavík Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Upplýsingar í síma 552 3870

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.