Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 62
Ath. 23.00 Hinn langlífi þáttur Jónasar Jónassonar, Kvöldgestir á Rás 1 Ríkisútvarpsins, skartar í kvöld þeim Jóni Baldvini Hannibalssyni og gestgjafanum, sem hefur á langri útvarpsævi skapað sér samtalsform sem margir þykjast geta líkt eftir en enginn getur náð til fulls. Spennandi menn mætast. Þýski markaðurinn hefur reynst norrænum krimmahöfundum gull- kista. Þar hafa þeir Mankell og Arn- aldur náð fótfestu og nú skeiðar hinn svokallaði krónprins íslensku glæpasögunnar þar í lund. Bókaút- gáfan List í dag gaf út glæpasöguna Krosstré. Þar í landi fer stórt upp- lag til bókabúða til kynningar og var svo vel tekið að 20 þúsund eintök seldust upp. Því er nú prentað meira. Dómar eru teknir að birtast og eru jákvæðir. Sömu sögu var raunar að segja í Noregi þar sem sagan kom út í sumar. Krosstré er væntanleg í útgáfu í fleiri löndum Evrópu á næstu missserum. Lesendur hér heima bíða spenntir eftir næsta leik „krónprinsins“ en krónprinsar eru alltaf í mikilli hættu að einhver annar geri kröfur til krúnunnar, jafnvel drepi mann fyrir sætið. Jón Hallur á þýsku Í kvöld opnar sýning í Listasafni Reykjavíkur sem spannar allan feril Eggerts Péturssonar list- málara frá því hann tók að birta verk sín opinberlega og til þessa dags. Sýning- unni fylgir vandað rit sem rekur ferilinn með fjölda mynda af hinum nosturs- legu málverkum þessa vinsæla listamanns. Það er Ólöf K. Sigurðardóttir sem er sýningarstjóri og hefur hún unnið náið með listamannin- um að undirbúningi sýningar- innar. Mikill fjöldi verka úr eigu einstaklinga og stofnana mun prýða sýninguna en málverk Eggerts eru eftirsótt enda fágæt. Hann hefur sagt að hann komist ekki yfir að mála nema örfá verk á ári, enda sér hver maður sem skoðar handbragð Eggerts á striganum að það krefst langrar yfirlegu og mikillar nákvæmnis- vinnu. Mörg verkanna á sýningunni hafa ekki komið áður fyrir augu almennings. Mikil eftirsókn er eftir málverkum Eggerts og er biðlisti af þeim sem vilja komast yfir verk hans. Eggert tók að mála smágerðar myndir af íslenskum blómum fyrir yfirlitsrit eftir Ágúst H. Bjarnason um íslenska flóru. Í þann tíma snemma á níunda ára- tugnum hafði Eggert verið í hópi þeirra sem heilluðust af minimal- ismanum og hópuðust í kringum Suðurgötu 7, þann tilraunasal sem átti sér nokkurra ára tilvist sem slíkur. Náin kynni Eggerts af smá- gerðu litskini íslenskra blóma leiddu hann til nánast smásjár- skoðunar á blómastæðum og blómabeðum í harðgerðri íslenskri náttúru. Verkin skáru sig út úr öllu sem aðrir voru að fást við í þann tíma þegar expressjóníska málverki stökk fram. Hamsleysið og pönkið sem í því bjó var í algerri andstöðu við hina kyrru en marglitu heima íslenskra barða og móa sem Egg- ert kannaði af ákefð og natni. Eggert hélt sína fyrstu einka- sýningu árið 1980 og hefur síðan haldið fjölda einka- og samsýn- inga hérlendis og erlendis. Á sýningunni eru nokkur verk frá upphafsárum listamannsins en flest spanna þau síðustu tvo áratugi þar sem íslenskar jurtir og blóm hafa verið meginefni- viðurinn. Eggert hlaut önnur verðlaun Carnegie Art Award sjóðsins árið 2006. Nú getur almenningur áttað sig á hinu stóra samhengi í list hans og hvernig strokur og litir hafa þróast í rannsókn hans á huldum heimum í ríki litarins á landi. Sýningin mun standa til 4. nóvember. Einn fremsti samtímaljósmyndari Jap- ans, Takashi Homma, opnar ljósmynda- sýninguna TOKYO/REYKJAVÍK á laugardaginn í 101 Gallery, Hverfis- götu 18a, bak við Alþjóðahúsið. Takashi Homma fæddist í Tókíó árið 1962. Hann lærði ljósmyndun í Tókíó á árunum 1981-84 og bjó í London á árunum 1990-92 þar sem hann vann sem tískuljósmyndari fyrir hið fræga blað I-D og önnur tískublöð af svipuð- um toga. Myndir hans hafa birst á sýn- ingum víða og í tímaritum um tísku og arkitektúr en Homma hefur einnig verið stórtækur í bókaútgáfu. Hann hefur einbeitt sér að því að mynda borgarlandslag og þá helst úthverfi en hann er alinn upp í einu slíku í úthverfi Tókíó. Hann hefur myndað úthverfi víðs vegar um heiminn en hann segist hafa áhuga á þeim þar sem þau líti eins út hvarvetna. Fyrir mörgum vekja úthverfamynd- irnar stemningu einangrunar og ónátt- úru og vangaveltur um andleysi í arki- tektúr. Takashi Homma sýnir hér afrakstur heimsóknar sinnar til Íslands ásamt myndum úr bókunum Tokyo suburbia og Tokyo and my daughter. Sýningarstjóri er Ragn- heiður Pálsdóttir. Japanskt borgarlandslag Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.