Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 40
 7. SEPTEMBER 2007 FÖSTUDAGUR4 fréttablaðið heilsa & hreyfing Húðsnyrtivörurnar frá Dr. Hauschka eru framleiddar úr lífrænum náttúruefnum. Fyrirtækið, sem hefur starfað í 40 ár, er ekki rekið í gróðaskyni. Stór hluti ágóðans rennur til góðgerðamála og kvikmyndastjörnur um allan heim elska Hauschka, enda margþættar ástæður til þess. Meðvituðum neytendum fjölgar á degi hverjum. Heyrst hefur að hlutabréfakaup í fyrirtækjum sem sérhæfa sig í lífrænni framleiðslu séu fjárfesting sem hægt sé að stóla á, enda er mótsvar við öllu: „Slow-food“ er svörun við „fast- food“ og lífrænar snyrtivörur svar við þeim sem, líkt og mörg matvæli, innihalda rotvarnar- og aukefni sem hugsanlega þjóna fremur hagsmunum seljanda en kaupanda. Þýska snyrtivörufyrirtækið Dr. Hauschka var stofnað árið 1967 af efnafræðingnum Dr. Rudolf Hauschka og snyrtifræðingnum Elisabeth Sigmund. Þjóðverjar hafa löngum verið framarlega í öllu sem viðkemur náttúruvernd, heildrænum meðferðum og vistvænni framleiðslu og því er óhætt að álykta að vörurnar frá Dr. Hauschka standi undir kröfum um þarlenda gæðastuðla. Hér á landi hefur um nokkurt skeið verið rekin snyrtistofa undir nafni Dr. Hauscka, en slíkar stofur eru reknar með sama sniði víða um heim og byggja á heildrænni meðferð fyrir líkama og sál. Það er Inga Louise Stefánsdóttir snyrtifræðingur sem er eigandi stofunnar á Skólavörðustíg 16, en um áratugaskeið hefur hún helgað starfskrafta sína heilsu- samlegu líferni og innri sem ytri fegurð. „Hugsunin á bak við meðferð að hætti Dr. Hauschka byggir á því að manneskjan sé öll ein heild og þess vegna er þetta meira en bara andlitsbað,“ segir hún. Það er hverju orði sannara því 120 mínútna meðferð hjá Ingu samanstendur meðal annars af nuddi, slökun, heitum og köldum bökstrum, örvun sogæðakerfis ásamt andlitshreinsun og meðferð með vörum frá Dr. Hauschka. Eftir slíka meðferð er sú sem hana hefur þegið endurnærð bæði á sál og líkama og húðin öðlast áberandi fallegan ljóma. Slíkri meðferð er því hiklaust hægt að mæla með fyrir konur sem af einhverjum ástæðum eru undir álagi eða þurfa á andlegri og líkamlegri næringu að halda. „Heimspeki Dr. Hauschka gengur meðal annars út á að heilbrigði skapi fegurð og því skipti aldur engu máli í þessu samhengi. Heilbrigð húð er falleg húð, sama hvað manneskjan er gömul. Á sama hátt stuðlar andleg vellíðan að fallegu útliti og að henni er einnig unnið í meðferðinni,“ segir hún. Fastir viðskiptavinir Ingu eru margir og hún segir hópinn fjölbreyttan. „Margar þeirra sem koma til mín eru leikkonur, lista- og fjölmiðlakonur sem búa hér í grenndinni en svo koma líka margir unglingar sem leita lausna við húðvandamálum og ná oftast mjög góðum árangri,“ segir Inga. Um leið sé virkni varanna frá Dr. Hauschka byggð á sama grunni og náttúrulækningar. „Það á að vinna með líkamanum en ekki á móti honum. Til dæmis er notuð olía á feita húð til að gefa henni skilaboð um að hætta að framleiða meiri húðfitu og mikil áhersla er lögð á að nota ekki næturkrem því það er þá sem húðin vinnur að því að endurnýja sjálfa sig og hvílast.“ Ásamt góðri viðskipta- samvisku býður Dr. Hauschka upp á vörur fyrir andlit, hár og allan líkamann. Snyrti- og nuddstofan er opin milli 9 og 18 en lokuð eftir hádegi á miðvikudögum því þá veitir Inga sérstaka ráðgjöf um vörurnar í versluninni Yggdrasil sem er í næsta húsi við stofuna. margret@frettabladid.is Hreinræktuð fegurð GÆÐI OG GÓÐ HRÁEFNI ERU Í HÁVEGUM HÖFÐ á veitingastaðnum Gló í Listhúsinu við Engjateig. Þar er leitast við að bjóða upp á lífrænan mat, jafnt kjöt, fisk og grænmetisrétti. Mundu bara að mæta tímanlega í hádeginu til að fá borð því vinsældir staðarins fara vaxandi með degi hverjum. Inga Louise Stefánsdóttir snyrtifræðingur fer mjúkum höndum um viðskiptavini sem mæta til hennar á Snyrti- og nuddstofu Dr. Hauschka en þar er aðeins unnið með snyrtivörur unnar úr lífrænum hráefnum og fyrirtækið ekki rekið í gróðaskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Samkvæmisdansar Barnadansar Hjónahópar Funk-Hip Hop Break Freestyle Salsa Keppnishópar Kennsla hefst laugardaginn 8. september Haukahrauni 1, Bjarkarhúsinu, 220 Hafnarfirði Innritun hefst miðvikudaginn 22. ágúst í síma 5654027 og 8616522 frá kl. 13-20 og á heimasíðu www.dih.is Opið hús sunnudaginn 9. september kl. 13-17, danssýningar, heitt á könnunni. Afslátt ur fyrir saumak lúbba fyrirtæ ki og lo kaða h ópa. Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.