Fréttablaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 8
HANDVERKFÆRI
Við bjóðum mikið úrval af gæða handverkfærum.
Einnig eigum við úrval af rafmagns- og loftverkfærum.
WWW.N1.ISN1 VERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 · SÍMI 440 1200
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Í bili er þetta bara spurn-
ing um að tala saman og
reyna að finna flöt á því að þetta
valdi ekki hættu.
Átta rússneskar
sprengjuþotur flugu upp að
lofthelgi Noregs og Bretlands í
gær. Norðmenn fylgdust grannt
með flugi þeirra og sendu tvær
herþotur á móti þeim. Þegar
rússnesku þoturnar nálguðust
síðan bresku lofthelgina tóku
Bretar við og sendu tvær
herþotur til að fylgjast með
þessum óboðnu gestum.
Þetta er í annað sinn á innan
við mánuði sem Rússar senda
herþotur þessa leið. Síðast flugu
þrjár rússneskar herþotur um
þessar slóðir hinn 17. ágúst síðast-
liðinn. Rússneskar herþotur
höfðu þá varla sést á þessum
slóðum síðan á tímum kalda
stríðsins.
„Ég mun biðja sendiherra Rúss-
lands í Reykjavík að útskýra
þetta fyrir mér,“ segir Grétar
Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri
í utanríkisráðuneytinu. „Það sem
við höfum mestar áhyggjur af er
að þær tilkynna sig ekki, og þá er
það flugöryggi fyrst og fremst
sem þarf að hafa í huga.“
Sendiherra Rússlands var
reyndar krafinn skýringa eftir að
rússnesku þoturnar þrjár sáust í
ágúst, en enn hafa engin svör
borist ráðuneytinu. Önnur við-
brögð af hálfu íslenskra stjórn-
valda eru þó ekki í bígerð.
„Í bili er þetta bara spurning
um að tala saman og reyna að
finna flöt á því að þetta valdi ekki
hættu,“ segir Grétar Már.
Að sögn Grétars Más komu
þessar þotur hvergi nálægt
íslenskri lofthelgi. Það næsta
sem þær fóru var 120 sjómílur
suðaustur af Höfn í Hornafirði.
„Þetta voru átta vélar, svo-
kallaðar Tupolev 95 vélar, stundum
kallaðar Björninn,“ segir Grétar
Már. „Þetta eru langdrægar
sprengjuflugvélar og þær flugu
suðsuðvestur af Íslandi og þaðan
til Færeyja. Þetta er sama flugleið
og tvær af þessum þremur vélum
sem komu í sumar fóru. Svo fóru
þær sömu leið til baka.“
Grétar Már segir óvenjulegt að
svo margar vélar hafi verið á
ferð. Einnig komi nokkuð á óvart
hve fluggeta þeirra sé mikil.
„Þetta eru ekki nýjar vélar en
þær virðast vera í ágætu flug-
hæfu ástandi. Sumar þeirra eru
sennilega framleiddar upp úr
1950. Ætli þeir séu ekki að sýna
að þótt þessar vélar séu gamlar
hafi þeim verið ágætlega
viðhaldið.“
Hann segir þó eitt jákvætt við
þetta atvik, en það er að eftirlit
grannríkja okkar og samskipti
við þau hafi reynst vel.
„Við höfum notið góðs af þessu
nágrannasamstarfi. Þetta er
vaktað bæði af Norðmönnum og
Bretum þannig að við fylgjumst
vel með. Það er það mikilvæga í
þessu.“
Rússar sýna
fluggetu sína
Átta rússneskar þotur flugu suðsuðvestur af Íslandi
í gær. Íslensk stjórnvöld ætlast til að Rússar tilkynni
slíkt fyrir fram svo tryggja megi almennt flugöryggi.
Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, og Omar al-Bashir
Súdansforseti skýrðu frá því í gær
að nýjar friðarviðræður hæfust 27.
október, þar sem reynt yrði að
finna lausn á átökunum í Darfúr-
héraði.
Ban Ki-moon er í heimsókn í
Súdan og sagðist finna fyrir „áfalli
og auðmýkt“ eftir að hann hafði
heimsótt flóttamannabúðir í gær,
þar sem þúsundir flóttamanna frá
Darfúr fögnuðu ákaft þegar hann
sagðist ætla að efla friðarviðleitni
á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Átökin í Darfúr síðastliðin fjögur
ár hafa kostað meira en 200 þúsund
manns lífið og 2,5 milljónir manna
eru á flótta.