Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 1
blessuð börninFIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 Algjört leyndóLeynifélagið heldur leynifundi í allan vetur
BLS. 2
LL
I
Sögustund á
Sólbakka
20-50%
AFSLÁTTUR AF
NÝJUM VÖRUM
Fimmtudag til sunnudags
Opið til 21 í kvöld
Óður til framtíðar og
afturhvarf til fortíðar
Fortíð og framtíð mættust á tískuvikunni
í París sem lauk um síðustu helgi.Á tískuvikunni var opinberað hvað verður heitast
sumarið og vorið 2008 og kenndi þar margra grasa.
Innan um glæsilegar gyðjur í síðkjólum mátti sjá
blóðheitar senjórítur Gallianos og blóðþyrsta sjóræningja
Gaultiers. Sumir hönnuðir notuðu sterka liti óspart en
aðrir voru hógværari og hefðbundnari. Áhrifin voru úr
ýmsum áttum og mættust óður til framtíðar og afturhvarf
til fortíðar. Þessar dömur sem skörtuðu fallegum höttum
í anda stríðsáranna voru fulltrúar Ninu Ricci.
Óheimilt er að bjóða öllu
starfsfólki Orkuveitu Reykjavík-
ur að kaupa hlutafé í Reykjavík
Energy Invest nema nákvæm
skráningarlýsing liggi fyrir. Sam-
kvæmt lögum um verðbréfavið-
skipti myndast þessi skylda þegar
fleiri en hundrað einstaklingum
er boðið að kaupa verðbréf í
óskráðum félögum. Þetta stað-
festir Hlynur Jónsson, sviðsstjóri
verðbréfasviðs Fjármálaeftir-
litsins.
Tilkynnt var í gær að 569 starfs-
menn Orkuveitunnar hefðu skráð
sig fyrir kaupum á hlutafé í
Reykjavík Energy Invest fyrir
tæpar 170 milljónir króna. Hjör-
leifur B. Kvaran, forstjóri OR,
segir að hverjum starfsmanni hafi
verið heimilt að skrá sig fyrir að
hámarki 300 þúsund krónum á
genginu 1,28. Miðað við óskertan
hlut verður kaupverðið þá rúmar
383 þúsund krónur.
Aðspurður hvort ekki þurfi að
liggja fyrir skráningarlýsing áður
en bréfin eru seld starfsmönnum
segir Hjörleifur svo ekki vera.
Lögfræðingar Orkuveitunnar hafi
farið yfir þetta mál. Niðurstaðan
hafi verið sú að stofnað er sérstakt
félag í eigu starfsmannafélags
Orkuveitunnar sem kaupir saman-
lagðan hlut fyrir hönd starfs-
manna. Starfsmenn munu svo eiga
í því félagi. Hluthöfum muni því
ekki fjölga um 569 í REI heldur
einn, sem fer með eignarhlut
starfsmannanna.
Hlynur Jónsson segir að ef
reynt verði að komast í kringum
lögin muni Fjármálaeftirlitið taka
það til skoðunar. Þetta falli undir
eftirlitsskyldu þess. Hann vill ekki
svara því beint hvort aðferðir
stjórnenda Orkuveitunnar séu
ólöglegar. Það þurfi sérstaka skoð-
un. Almennt sé það þannig, að ef
reynt sé að mynda skel utan um
fjárfestingar til að komast hjá
gerð útboðslýsingar, beini Fjár-
málaeftirlitið þeim tilmælum til
viðkomandi að útboðslýsingar sé
þörf.
Samkvæmt lögum um verð-
bréfaviðskipti skal útboðslýsing
innihalda upplýsingar sem eru
fjárfestum nauðsynlegar til að
geta metið eignir og skuldir, fjár-
hagsstöðu, afkomu, framtíðar-
horfur og réttindi sem fylgja verð-
bréfunum.
Sala til starfsmanna
ekki í anda laganna
Orkuveitu Reykjavíkur ber að gera útboðslýsingu til að selja starfsmönnum
hlutafé í REI. Sé farið í kringum þær reglur ætlar FME að skoða málið.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða-
greiningar, er sagður einn af tíu áhrifamestu vís-
indamönnum á líftæknisviðinu í nýjasta hefti banda-
ríska tímaritsins Newsweek. Einnig er fjallað um
fyrirtækið annars staðar í blaðinu, í grein um stofn-
anir sem eru í lykilhlutverki í framþróun erfða-
fræðinnar.
Fyrri greinin ber yfirskriftina The ten hottest
nerds, eða Tíu flottustu nördarnir, en sjálfur segist
Kári ekki geta sagt til um hvort hann sé sérlega
flottur nörd. „Ég hef ekki enn séð greinina og veit
því ekki einu sinni hverjir hinir níu eru, en ef þetta
er góður félagsskapur þá er það allt í lagi.“
Hann segir ánægjulegt að fá svona hrós og voni
að fyrirtækið eigi það skilið. „Þegar maður er
skammaður er maður tilneyddur að segja að maður
eigi það ekki skilið, og það er svipuð tilfinning þegar
maður fær hrós.“
Meðal annarra á listanum eru George Church,
prófessor í erfðafræði við Harvard-háskólann og
Svante Paabo, forstöðumaður þróunarerfðatækni
við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi.
Guðmundur Haraldsson
rennismiður hefur unnið hjá
Málmsmiðju Ámunda Sigurðsson-
ar frá árinu 1947
en þar verður
íslenska pönnu-
kökupannan til.
Segja má að Guð-
mundur sé
hönnuður
pönnunnar þó
ekki hafi verið
mikið talað um
hönnun á þeim
tíma sem hún
varð til. „Það
vantaði pönnur
og ég bara
smíðaði mótið,“
segir hann.
Um þrjú
þúsund pönnu-
kökupönnur
seljast á hverju
ári. Hægt er að
steypa allt að sex hundruð á dag
hjá málmsmiðjunni en þá eru
mörg handtök eftir.
Hönnuð fyrir
um hálfri öld