Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 6
Gunnar Steinn Pálsson, eigandi GSP-samskipta, segir tölvukerfið sem nýtt var í kosningabaráttu Alcan hafa verið notað í stjórnmálastarfi árum saman án þess að nokkur hafi gert við það athugasemd. „Nú er komið í ljós að Persónuvernd sá sérstaka ástæðu til þess að kanna Alcan í þessari baráttu á grundvelli sömu aðferða og hafa verið notaðar árum saman í stjórnmálastarfi. Það eitt og sér finnst mér mjög merkilegt.“ Samkvæmt úrskurði Persónuverndar framdi Alcan á Íslandi hf. lögbrot þegar félagið safnaði saman persónuupplýsingum um íbúa Hafnar- fjarðar er fyrirtækið undirbjó sig fyrir íbúakosningu um deiliskipulagstillögu bæjar- yfirvalda sem fól í sér stækkun álvers fyrirtæk- isins í Straumsvík. Í úrskurði Persónuverndar segir að Alcan hafi ekki sinnt lögboðinni fræðsluskyldu þegar könnun var gerð á vegum fyrirtækisins á skoðunum Hafnfirðinga á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík, dagana 10.-15. mars. Er það mat Persónuverndar að Alcan hefði átt að tilkynna að upplýsingunum væri safnað á vegum fyrirtækisins. Í úrskurði Persónuvernd- ar segir jafnframt að starfsmenn Alcan hafi hringt til Persónuverndar og tilkynnt að þeir hefðu fengið tilmæli um að safna upplýsingum um tíu vini sína eða nágranna. Enginn vildi segja til nafns af ótta við uppsögn, að því er fram kemur í úrskurðinum. Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Alcan, segist ekki hafa trú á að starfsmenn Alcan hafi látið Persónuvernd vita. „Okkur finnst ólíklegt að starfsmenn Alcan hafi hringt og höldum að þeir sem börðust gegn okkur í kosningabaráttunni hafi gert það. Annars réðum við almannatengslafyrirtæki, GSP-samskipti, til þess að aðstoða okkur í þessu og það kom með þetta tiltekna tölvukerfi sem notað var til þess að safna saman upplýsingum.“ Auglýsingasími – Mest lesið „Í Ameríku trúa menn því ekki að jarðhiti geti séð heimil- unum fyrir orku. Látum þau koma til Reykjavíkur,“ sagði Brian Keane, forseti samtakanna Smart- Power, sem berjast fyrir notkun vistvænna orkugjafa. Keane var ásamt listakonunni Yoko Ono á ráðstefnu í gær í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Þar var til umræðu vinnsla raforku úr jarð- varma og tilraunir með bindingu koltvísýrings í jörðu. Á fundinum gerði Yoko Ono að umræðuefni mikilvægi þess að bregðast við hlýnun jarðarinnar. „Okkur er sagt að vera ekki svart- sýn en auðvitað erum við svartsýn. Og ef við erum svartsýn, þess held- ur þurfum við að sigrast á þeirri stöðu svo við náum að þeim punkti að skapa okkur fallegan heim,“ sagði listakonan. Keane sagðist vilja flytja kunn- áttu Íslendinga í vinnslu jarðvarma til Bandaríkjanna. „Það er gott að þið sýnið okkur og heiminum öllum að þetta er hægt. Hrein orka er raunveruleg, hún er hér og hún virkar,“ sagði Keane og bætti því við að fyrir þetta væri Friðarsúla Yoko í Viðey frábær tákngerving- ur. Á fundinum kynnti Hólmfríður Sigurðardóttir, stjórnandi koltví- sýringsverkefnis Orkuveitunnar, tilraunir sem nú eru undirbúnar og miða að því að binda koltvísýring í jarðlögum. Útskýrði Hólmfríður að til slíks væri basalt afar heppi- legt og að um 90 prósent Íslands væru úr basalti. Benti Hólmfríður á nokkra staði víðs vegar um heim- inn þar sem basalt er ríkjandi berg- tegund. Er það meðal annars á Ind- landsskaga, í Síberíu og á Havaí. Vakti erindi Hólmfríðar mikla hrifningu erlendu gestanna sem fylgdust með af athygli. Sagði Yoko Ono þetta verkefni vera undra- vert. „Systir mín, sem er hér með mér, minntist á það að hér væri ekkert ryk í gluggasyllunum. Það er frá- bært. Ég bý í New York og þar þarf alltaf að þrífa ryk úr gluggasyllun- um. Þetta er munurinn,“ sagði Yoko sem kvaðst afar hamingjusöm með samvinnuna við Orkuveitu Reykja- víkur og lofaði að leggja áfram sitt af mörkum fyrir hreina orku. „Ég skal vinna að þessu andlega og þið sjáið um ykkar,“ sagði Yoko og uppskar hlátur ráðstefnugesta. Þið sýnið heiminum að hrein orka virkar Forseti bandarísku samtakanna Smart Power segir almenning í Bandaríkjunum ekki trúa að jarðvarmi geti séð heimilum þeirra fyrir orku en að Íslendingar hafi sýnt fram á annað. Yoko Ono segir að jarðarbúar þurfi að sigrast á svartsýni. Vilt þú fá nýjan borgarstjóra? Ætlar þú að sjá heimildarmynd Sigur Rósar, Heima? H im in n o g h af / S ÍA - 9 0 7 1 1 7 3 Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Frosin læsing? Náðu þér í lása„sprey“ með afmæliskorti Olís
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.