Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 13
Í fjölþættri dagskrá Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í Xian Yang-borg og Shaanxi-fylki í Kína á sunnudag, kom fram eindreginn vilji kín- verskra ráðamanna til að stórefla samvinnu við Ísland um jarðhita- nýtingu. Fyrsti áfangi hitaveitunn- ar í Xian Yang, sem reist er í sam- vinnu Glitnis, Orkuveitu Reykjavíkur og Enex við Sinopec, sem er þriðja stærsta orkufyrirtæki Kína, þykir benda til að raunhæft sé að hefjast nú þegar handa við undirbúning næstu áfanga. Kínversk stjórnvöld hafa valið borgina sem miðstöð jarðhitanýtingar í Kína. Á fundi Ólafs Ragnars með Hu Jintao, forseta Kína, fyrir nokkrum dögum lýsti forseti Kína eindregn- um stuðningi við þessa samvinnu enda væri hún veigamikið framlag til að breyta orkubúskap Kínverja í átt til hreinnar orku. Ólafur Ragnar skoðaði einnig nýja hitaveitu í Xian Yang en aðeins eru tvö ár liðin frá því undirritaðir voru samningar um það verkefni þegar forseti kom í opinbera heimsókn til Kína. Á sunnudagskvöld átti Ólafur Ragnar fund með ríkisstjóra Shaanxi-fylkis þar sem ítarlega var rætt um næstu áfanga í jarðhita- samvinnu Shaanxi og Íslands. For- seti lagði áherslu á að ítarleg úttekt yrði gerð á jarðhitamöguleikum fylkisins, að hitaveituframkvæmd- um yrði hraðað og samvinna vís- indamanna og sérfræðinga á þessu sviði yrði efld. Vilja efla samvinnu við Ísland Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði (UJH) hvetja bæjaryfirvöld og stjórn Strætó bs. til að fella niður strætófar- gjöld öryrkja og barna undir 18 ára. Það sé hin mesta kjarabót fyrir öryrkja og fjölskyldufólk og áhrifarík leið til þess að venja yngstu kynslóðina á notkun almenningssamgangna. Þá fagna UJH kjöri nýrrar stjórnar Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingar- innar. Frítt fyrir börn og öryrkja Óheppilegt var að kynna breytingar á upphæðum flutn- ingsstyrkja á sama tíma og mótvægisaðgerðir vegna samdráttar á þorskveiðum, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráð- herra á Alþingi á þriðjudag. Jóhanna svaraði fyrir- spurn Kristins H. Gunnarsson- ar, sem spurði hvort ætlunin væri að bera fé í fólk til að það flytti sig um set, í stað þess að ríkisstjórnin axlaði ábyrgð á atvinnuástandinu. Jóhanna sagði ákvæði um flutningsstyrki hafa verið í lögum í vel á þriðja áratug og á síðustu tíu árum hefðu átta styrkir verið veittir. Óheppilegt að tengja styrki þorskkvótanum Flokkur Viktors Jústsjenkó forseta og flokkur Júlíu Timosjenkó hafa samþykkt að bjóða flokki Viktori Janúkov- itsj forsætisráðherra aðild að nýrri ríkisstjórn. Evrópusinnuðu flokkarnir tveir fengu nægilega mörg atkvæði í þingkosningunum í lok september til að geta myndað stjórn með naumum meirihluta, en Jústsjenkó forseti lagði til að samið yrði við flokk forsætisráð- herrans, sem hlaut flest atkvæði í kosningunum og aðhyllist nánari tengsl við Rússland. Janúkóvitsj fær boð um aðild Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur gefið út reglugerð um loðnuveiðar á vetrarvertíð 2008, að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar. Heimilt verður að hefja loðnu- veiðar 1. nóvember. Bráðabirgðakvóti fyrir komandi vertíð hefur verið ákveðinn 205 þúsund lestir og koma þar af rúmar 120 þúsund lestir í hlut íslenskra loðnuskipa. Heildarkvóti komandi vertíðar er áætlaður 308 þúsund lestir og þá eykst heildarkvóti íslensku loðnuskipanna um 100 þúsund lestir. Kvótinn 205 þúsund tonn Samtök hjúkrunarfræð- inga í Danmörku hafa lýst yfir reiði sinni vegna nærfataauglýs- ingar þar sem hjúkrunarkona er sýnd í kynferðislegu ljósi. Áttunda hver hjúkrunarkona í Danmörku hefur verið kynferðis- lega áreitt í vinnunni samkvæmt könnun frá 2005. Áreitnin kemur frá sjúklingum, aðstandendum, samstarfsmönnum og yfirmönn- um en sjúklingarnir eru verstir. Og auglýsingin mun ekki bæta ástandið segir varaformaður samtakanna, Dorte Steenberg, við fréttavef Politiken. „Það er stórt vandamál fyrir okkur að vera kynferðislega hlutgerðar.“ Reiði yfir nær- fataauglýsingu Íslenskur raforkumarkaður Einkavæðing - skipulagsbreytingar - samkeppni Opinn morgunfundur Samtaka iðnaðarins þriðjudaginn 16. október á Grand Hótel Samtök iðnaðarins efna til morgunfundar um íslenskan raforkumarkað á Grand Hóteli þriðjudaginn 16. október næstkomandi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:15 og stendur til 10:30. Ræðumenn: Katrín Júlíusdóttir formaður iðnaðarnefndar Alþingis Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæ Bryndís Skúladóttir verkfræðingur hjá SI Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar Tómas Már Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls og stjórnarmaður í SI Fundarstjóri: Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri SI Fundurinn er öllum opinn Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að sækja fundinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.