Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 18
fréttir og fróðleikur SÁÁ fagna 30 ára starfsaf- mæli um þessar mundir og af því tilefni stóðu samtökin fyrir þriggja daga ráð- stefnu um fíkn. Niðurstaðan er að hér sé stórt lýðheilsu- vandamál við að eiga. Það er kannski lýsandi fyrir breyt- ingar á íslensku samfélagi síðustu þrjá áratugi að þegar Samtök áhuga- fólks um áfengisvandann var stofn- að var það vegna óánægju með þá meðferð sem stóð áfengissjúku fólki til boða. Það var ekki fyrr en síðar að vímuefnavandanum var hnýtt aftan við upphaflegt nafn samtakanna. Áfengisbölið er vissu- lega enn hluti af lífi stórs hóps Íslendinga en eftir að hafa hlýtt á fjölmörg erindi fræðimanna og hagsmunaaðila þá þrjá daga sem ráðstefnan stóð þá er neysla ann- arra vímuefna jafnvel enn stærri vandi. Gamli túrakarlinn hefur gengið úr rúmi fyrir ungt fólk sem, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ, kemur hundruðum saman hálfsturlað í meðferð vegna neyslu örvandi vímuefna. Enn er það svo að áfengi er það vímuefni sem rekur flesta einstakl- inga í meðferð hjá SÁÁ. Á síðasta ári greindust átta af hverjum tíu sem komu á Vog með áfengis- vanda. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir SÁÁ, og Sigurður Gunnsteinsson ráðgjafi fluttu athyglisvert erindi um áfengissýki eldra fólks. Niður- staða þeirra er að áfengissýki fólks á seinni hluta ævinnar hefur aukist mikið hér á landi síðastliðinn ára- tug. Eldra fólk leitar sér aðstoðar hjá SÁÁ í síauknum mæli og neyslu- mynstur á áfengi hefur breyst í sjúklingahópi sjúkrahússins og ein- kennist nú meira af dagdrykkju en áður. Vandi þeirra sem eldri eru er oft flóknari og djúpstæðari en yngri sjúklinga sem leita sér aðstoðar. „Eldri einstaklingar koma til okkar með þennan vanda sem birt- ist í félagslegum erfiðleikum og ekki síst í samskiptum innan fjöl- skyldunnar,“ sagði Valgerður. „Áfengisneyslan kemur hart niður á líkamlegri og andlegri heilsu eldra fólks og félagsleg staða þess er oft bágborin.“ Sigurður Gunn- steinsson ráðgjafi fjallaði sérstak- lega um meðferð á fullorðnum ein- staklingum sem hefur skilað góðum árangri. Á ráðstefnunni kom fram ítrekað að á síðustu fjórum árum hefur neysla amfetamíns aukist gríðar- lega. Starf SÁÁ árið 2006 einkenn- ist ekki hvað síst af því að aldrei hafa komið eins margir einstakl- ingar til meðferðar sem eru stór- neytendur amfetamíns. Þórarinn Tyrfingsson setti í brennipunkt fyrir ráðstefnugesti hversu vand- inn er orðinn mikill. „Sennilega fara fjögur prósent af öllum piltum á aldrinum 20 til 25 ára inn í þessa fíkn á þessu aldursbili eins og stað- an er í dag. Af þeim sem greindust með þessa fíkn árið 1996 eru 30 þegar látnir og 20 af þeim náðu ekki 35 ára aldri.“ Stór hópur þeirra sem eiga við fíkn í örvandi vímuefni að stríða eru sprautufíklar. Í erindum Har- aldar Briem sóttvarnarlæknis og Sigurðar Ólafssonar, læknis á Landspítalanum, kom fram að margir sprautufíklar eru smitaðir af lifrarbólgu C en alnæmissmit innan þessa hóps er nær óþekkt. Mikil fjölgun tilfella af lifrarbólgu C er þó metin sem varúðarmerki um að stutt sé í að alnæmisfarald- ur geti herjað á þennan hóp. Rafn M. Jónsson, sviðsstjóri á Lýð- heilsustofnun, fjallaði um kannan- ir á neyslu grunnskólabarna á Íslandi og kom fram í máli hans að frá árinu 1995 er vel merkjanlegt að neysla áfengis og vímuefna auk tóbaks hefur minnkað innan þessa hóps. Jafnframt var sleginn sá var- nagli að ósennilegt væri að kann- anir af þessu tagi næðu til þeirra sem í mestu neyslunni eru. Þórar- inn Tyrfingsson sýndi fram á að tölfræði sjúkrahússins sanni að neyslutölur hafa ekki forspárgildi en sýni að gott forvarnastarf er unnið á grunnskólastiginu. Sagði hann gífurlegt magn gagna um neyslu ungmenna liggja fyrir en fjármagn skorti frá hinu opinbera til að greina þær upplýsingar markvisst. Ófeigur T. Þorgeirsson, yfirlæknir á slysa- og bráðadeild Landspítal- ans (SBD), hélt erindi um eina öfgafyllstu birtingarmynd þess vanda sem við er að glíma, ofbeldi. Kom fram í máli hans að einstakl- ingum sem koma á SBD með ofbeldisáverka hefur fjölgað um 35 prósent síðan 1998. Það segir þó ekki nema hálfa söguna því árin 2005 og 2006 skera sig úr þar sem fjölgunin er sláandi. Umræðan um áfengis- og vímu- efnavandann kristallast iðulega í umræðunni um „ástandið í mið- bænum“. Einföldunin er mikil og gerir jafnvel lítið úr þeim vanda sem við er að eiga. Á ráðstefnunni sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri í pallborðsumræðum að sér fyndist yfirvöld ekki hafa tekið á aukinni vímuefnaneyslu af nægilega mikilli festu. „Þrátt fyrir góðan vilja ríkis, sveitarfélaga og félagasamtaka til að láta gott af sér leiða þá virðist mér eins og menn viti ekki nákvæmlega hvað eigi að gera.“ Þórarinn Tyrfingsson vill að borgarstjóri taki að sér að kalla til þá sem hagsmuna hafa að gæta og segir hann lykilmann vegna pólit- ískrar stöðu sinnar. Hann geti kall- að til samstarfs yfirmenn heilbrigð- isstofnana, þá sem annast meðferð vegna áfengis- og vímuefnaneyslu og hagsmunaaðila eins og fulltrúa íbúa og fyrirtækja. Þórarinn telur samstarf þessara hópa og skilning yfirvalda á þörf á auknu fjármagni forsendu þess að snúa vörn í sókn. Fíkn er stórt lýðheilsuvandamál Rannsóknar- hagsmunir Heiður og upphefð Nóbelsverðlaunahafa TH E E DG E OF H EAVEN KVIKMYND E F T IR F A T IH AK IN BESTA HANDRITIÐ CANNES 2007 TILNEFND TIL GULLPÁLMANS CANNES 2007 „Dramatísk, falleg og bjartsýn þrátt fyrir grimma atburðarás...einkar ánægjulegt að sjá Schygullu, drottnandi líkt og á tímum Fassbinders ...ein athyglis- verðasta mynd hátíðarinnar.“ - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig FRUMSÝND 12 . OKTÓBER SÝND Í REGNBOGANUM HIN HLIÐIN | AUF DER ANDEREN SEITE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.