Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 22
nám, fróðleikur og vísindi Nýr tungumálaskóli á netinu sem mun bjóða upp á námskeið í ýmsum tungumálum hefur nú verið opnaður. Tungumálaskólinn er íslenskt fyrirtæki og meðal tungumála sem í boði verða eru íslenska, spænska og ítalska. Menntamálaráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir því að niður- greiða nám hjá Tungumálaskólan- um í íslensku fyrir nema sem búa á Íslandi. Námið í Tungumálaskólanum byggist á því að lesa, hlusta, skrifa og tala tungumálið í gegnum þá tækni sem netið býður upp á. Helsta nýjungin sem Tungumála- skólinn býður upp á eru taltímar sem fara fram í gegnum símafor- ritið Skype sem hægt er að sækja sér af netinu endurgjaldslaust. Einnig verður unnið að ákveðn- um „samtalsþætti“ á samskipta- forritinu MSN sem hefur gefist vel í kennslu hjá kennurum Tungu- málaskólans. Þá verða í hverju námskeiði spjallþræðir þar sem nemendur geta kynnst. Nemendur Tungumálaskólans munu hafa aðgang að afþreyingar- vef á því tungumáli sem þeir eru að læra þar sem hægt verður að vinna leikjatengt efni. Skráning hófst í gær og munu námskeið hefjast 1. nóvember. Nýr tungumálaskóli á netinu Menningarfræðileg þekking verði arðbær Á leikskólanum Dverga- steini í Vesturbæ Reykja- víkur er fengist við ýmis verkefni er snúa að íslensku máli og málörvun. Til þess eru notaðar þjóðsögur með gamaldags og stundum skrítnu orðalagi. „Verkefnið heitir Ótrúleg eru ævin- týrin og er eftir hana Sigríði J. Þórisdóttur. Við vinnum stöðugt með mál og málörvun hér og vinn- um með eina þjóðsögu hvern vetur,“ segir Jóhanna Ragnarsdóttir leik- skólakennari. „Þetta var upphaf- lega sérkennsluefni en var síðar sett upp fyrir bæði leik- og grunn- skóla,“ heldur hún áfram. „Við erum þau einu sem vinnum með þetta sem þema hússins,“ bætir Elín Mjöll Jónasdóttir, leik- skólastjóri á Dvergasteini, við. „Við leituðum í fjölmarga kenninga- smiði og vinnum í máli og verki og nýtum marga möguleika. Við lesum ekki bara söguna heldur látum við börnin tjá sig í gegnum mörg form.“ „Við fléttum alla þætti námsins inn í þetta verkefni og þannig sinn- um við okkar skyldum gagnvart námskránni. Við leggjum inn sög- una, lesum hana nákvæmlega og vinnum síðan með einstök orð og tengjum þau nútímanum. Mörg orð eru erfið en fljótlega eru börnin farin að nota þau. Sem dæmi þegar við lásum Gilitrutt þá sagði ein- hver: Ef ég hefði nú verið duglaus og dáðlaus, þá væri ég nú ekki búin að gera þetta!“ segir Jóhanna og hlær dátt. Börnin á Dvergasteini kynnast þjóðsögunum á margvíslegan hátt og leikur myndmennt stórt hlut- verk, þar sem leikskólinn er í sam- starfi við Myndlistaskóla Reykja- víkur. Þá er einnig notuð hreyfing og dans, tónlist og stærðfræði. Börnunum er einnig boðið upp á fjölbreytilegan efnivið. Þau sauma svuntur, búa til kæfu, kryfja fiska og þæfa ull svo dæmi séu tekin. „Við byrjum á því að ákveða sjálfar hvað við ætlum að gera en ef það koma upp hugmyndir frá börnum á leiðinni þá reynum við að framkvæma þær. Við ráðum ekkert ferlinu, heldur stýra börn- in því. Þannig verður þetta frum- leg og frjó vinna og allir taka þátt í henni. Eldhúsið og foreldrarnir líka. Sagan er alltaf í huga okkar hvað sem við erum að gera,“ segir Jóhanna og þær Elín sammælast um að fjölbreytileiki og flæði hugmyndafræðinnar sé einstakt. Ævintýralega skemmti- legt á Dvergasteini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.