Fréttablaðið - 11.10.2007, Side 27

Fréttablaðið - 11.10.2007, Side 27
Dularfullar Fortíð og framtíð mættust á tískuvikunni í París sem lauk um síðustu helgi. Á tískuvikunni var opinberað hvað verður heitast sumarið og vorið 2008 og kenndi þar margra grasa. Innan um glæsilegar gyðjur í síðkjólum mátti sjá blóðheitar senjórítur Gallianos og blóðþyrsta sjóræningja Gaultiers. Sumir hönnuðir notuðu sterka liti óspart en aðrir voru hógværari og hefðbundnari. Áhrifin voru úr ýmsum áttum og mættust óður til framtíðar og afturhvarf til fortíðar. Þessar dömur sem skörtuðu fallegum höttum í anda stríðsáranna voru fulltrúar Ninu Ricci. dív r

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.