Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 29

Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 29
Tískuviku í París lauk á sunnudag og að vanda var margt að sjá. Hönn- uðir lofa litríku sumri í kventísku en eru langt frá því að vera einslitir í stíl. Allt frá fáguðum Hollywood-stíl áranna 1930-40 að pönkuðu rokk og róli Vivienne Westwood, inni á milli arkitektúrískur stíll Cristobals Balenciaga sem Nicolas Ghesquiere endurvinnur í sterkari litum og skarpara sniði. Einn af áhugaverðari nýjum hönnuðum sem sýndu í þetta skiptið í París er indverskur, Manish Arora að nafni. Hann er ættaður frá Nýju- Delí og hefur í tíu ár hannað í föðurlandi sínu þar sem hann er stjarna og hannar meðal annars fyrir hinar frægu Bollywood-myndir en dreymdi eins og marga um að sýna í París. Arora tekur ýmis inversk tákn og vinnur með nýstárlegum hætti og er því trúr uppruna sínum. Fyrsta sýningin til að vekja umtal var hjá Pierre Balmain en þar hefur Christophe Decarnin yngt stílinn upp hjá hinu gamla tískuhúsi og hefur tekist á nokkrum mánuðum að gjörbreyta ímynd þess og skreytir sig nú með stjörnuviðskiptavinum sem vilja ólmir ganga í hönnun hans. John Galliano ætlar lengi að nota sér 60 ára afmæli tískuhússins til að endurvinna hugmyndir meistara „New-look“ Christians Dior. Sýn- ing Dior-tískuhússins var mjög mótuð af hönnun Dior frá um 1940 í anda Hollywood-stjarna eins og Marlene Dietrich, Gretu Garbo og svo seinna Audrey Hepburn (í Breakfast at Tiffany´s er allt sem Hepburn klæðist frá Dior). En það er svo merkilegt með John Galliano eins og hann getur verið „extravaganskur“ þá reyndist hann frekar þægur í þetta skiptið og fatnaðurinn óvenju nothæfur. Mikið unnið með þunnt silki, litirnir fölir pastellitir, bleikt, myntugrænt og parme. Annað- hvort síðir kjólar eða örstuttir sem minna á klæðnað í gleðihúsum snemma á tuttugustu öld. Galliano þarf hins vegar að fara að endur- nýja sig. Jean-Paul Gaultier var með frumlega sýningu í anda sjóræn- ingjanna úr Karíbahafinu og korselettinu hans fræga. Litirnir sterkir, rautt, hvítt, svart og röndótt og alls kyns höfuðföt og klútar að hætti sígauna. En Gaultier segir sjónræningjana sem ferðuðust og stálu hér og hvar minna á fatahönnuði sem eru alltaf að leita að hugmyndum og stela hver frá öðrum. Að vanda blandar hann saman kvenlegu og karl- mannlegu og af því að Gaultier þarf alltaf að vera öðruvísi en aðrir þá dugði ekkert minna en fimmtán brúðir í lok sýningarinnar. Engin ein lína lýsir kventísku næsta sumars, hún er sambland af ýmsum stílum, straumum og litum, sumt er í fölum pastellitum en annað er í hressandi litum sem gleðja augað. Fæst í heilsubúðum, apótekum, og heilsuhornum verslana Einnig sjampó, hárnæring o.fl. DREIFING: BLÓM Í EGGI: SÍMI: 552 6500 • 100% náttúrulegir jurtalitir • Engin skaðleg aukaefni • Ekkert ammóníak • Laust við festiefni (Resorcinol) • Þægilegt og fljótlegt í notkun • 30 litir (Hægt að blanda fleiri) Nýjar vörur Nýjar vöru ýjar v Nýjar vörur Nýjar vöru Ný jar vö ru r örur Nýtt kortatímabil Sendum í póstkröfu Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.