Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 47

Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 47
ÍFréttablaðinu 9. okt-óber skrifar Jón Kaldal um merkan atburð, sem er tendrun á friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Jón gerir þessu framtaki góð skil og augljóst er að hann hrífst af hugmynd- inni. Það geri ég líka. Hann getur þess þó að friðarsúlan sé ekki óumdeild. Ekkert er eðlilegra en fólk hafi á þessu mismunandi skoðanir eins og hverjum öðrum mannanna verkum sem við þurfum að hafa fyrir augum, en í þessari annars ágætu grein Jóns fellur hann í þá gryfju að gera lítið úr skoðunum ann- arra og talar um fyrir- sjáanlegt taut gegn því sem þegar hefur verið ákveðið og honum finnst flott. Í því sambandi tekur hann dæmi og nefn- ir þekktar byggingar í höfuðborginni, Perluna, Ráðhús Reykjavíkur og Hallgrímskirkju. Gegn þessum byggingum hafi verið höfð uppi hörð mótmæli og gerir Jón með orðavali lítið úr þeim tilburðum og segir erfitt að hugsa sér borgina án þessara merku bygginga í dag. Þessi orð Jóns eru í góðu samræmi við ummæli Davíðs Oddsonar þegar hann kvartaði yfir því að fólk hefði skoðanir en allir yrðu ánægðir og stoltir þegar Ráðhúsið væri risið. Við dramb af þessu tagi verðum við Íslendingar að búa ef við leyfum okkur að hafa uppi aðrar skoðanir en valdhafar hverju sinni, og á það ekki síst við um skoðanir gegn vilja Sjálfstæð- isflokksins sem birtist oft sem eitthvert óskilgreint afl sem vill ekki kenna sig við pólitík. Þar á bæ virðist oft litið á pólitískar skoðanir sem eitthvað vont og óþægilegt. Mér finnst Perlan flott (reyndar engan hitt sem finnst það ekki, deilan stóð um annað þar), mér finnst hús Hæstaréttar (sem var umdeilt) fara vel á sínum litla byggingarreit, mér finnnst Hall- grímskirkja of stór, enda teiknaði Guðjón hana í öðru umhverfi þar sem hún átti að standa á torgi umkringd hærri bygggingum. Mér finnst Ráðhúsið skandall á þessu stað. Það er of lítið til að gegna hlutverki sínu, samt of stórt og fellur ekki inn í umhverfið. Ég sá miklu flottari útfærslu af Tjarnarhorninu, að mig minnir í Þjóðviljanum á sínum tíma, teikn- ing eftir Sigrúnu Eldjárn. Það ákveður enginn fyrir mig hvað mér finnst, þannig er nú það. Nú ætla ég rétt að vona að metnaðar- fullar og snjallar hugmyndir um skipulag Kvosarinnar í Reykjavík sem nýlega voru verðlaunaðar verði að veruleika í stað þess að fallið verði fyrir peningalegum hagsmunum sem við eigum svo sorgleg dæmi um. Borgarstjórn og stjórnarand- staða virðast nokkuð sammmála um þessa hugmynd. Þar hefur Margrét Sverrisdóttir, borgarfull- trúi og varaformaður Íslands- hreyfingarinnar, tjáð sig mjög ákveðið fylgjandi hugmyndinni. Hún hefur einnig fylgt eftir ákveðnum skoðunum sínum og Ólafs Magnússonar gegn niðurrifi merkra húsa. Sumt hefur borið árangur en annað ekki. Fagur- fræðilegt og vistvænt umhverfi skiptir máli. Svona raddir þurfa að heyrast. Þær eru ekki fyrirsjá- anlegt taut. Höfundur er lögreglufulltrúi. Fyrirsjáanlegt taut Föstu-daginn 5. október síðastlið- inn birtist í Frétta- blaðinu grein eftir sr. Hjört Magna Jóhanns- son prest Fríkirkj- unnar í Reykjavík undir yfirskriftinni Eru húmanistar óvinir Krists? Til- efnið er margrædd guðlaus brúð- kaupsgleði í Fríkirkjunni sem full- trúi Siðmenntar annaðist. Umræðan um þessa athöfn var mikil og ætla ég engu að bæta við hana nema því að það kom mér nett á óvart að Fríkirkjuprestur- inn skuli hafa verið tilbúinn að annast athöfnina sjálfur hefði hann ekki haft öðrum hnöppum að hneppa, eins og kom fram í umræddri grein. Svo tekur Hjörtur Magni upp hanskann fyrir húmanista og hrósar þeim fyrir gagnrýni þeirra á boðskap kirkjunnar um erfðasyndina og syndugt eðli mannsins. Orð Hjartar Magna eru sett fram á þann hátt að ekki verður annað séð en að hann telji að hin eina rétta leið mannanna til frelsis sé leið húmanismans og því best að hafna kirkjunni, sem brýtur sjálfsmynd mannsins niður og vinnur þannig beinlínis gegn boðun Jesú Krists. En er Fríkirkjupresturinn ekki að gleyma einhverju? Kristur kom til að kalla syndara, ekki réttláta (Mt. 9.13, Mk. 2.17, Lk. 5.32). Í guðspjöllunum kemur orðið synd 47 sinnum fram í beinni ræðu Jesú. Hvergi sér þess stað að hann segi að syndin sé ekki til. Nægir að minna á dæmisögu hans um faríseann og tollheimtumann- inn. Hvor þeirra var það sem sneri heim úr helgidóminum réttlættur? Hjörtur hrósar húmanistum einnig fyrir að „byggja ekki lífsskoðun sína á bókstafslegri tilvísun í yfirnáttúruleg furðu- verk“. Um hvað er Hjörtur Magni að tala? Kraftaverk Jesú? Upprisuna? Ég velti fyrir mér hvaðan Hirti Magna kemur mynd sín af Jesú Kristi, því að ekki er hún fengin úr Nýja testamentinu. Getur hugsast að Hjörtur Magni rugli sjálfum sér saman við Jesú Krist? Höfundur er sóknarprestur í Lindasókn í Kópavogi. Er Kristur guðlaus, siðrænn húmanisti?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.