Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 52

Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 52
Tónlistarmaðurinn Kristján Kristj- ánsson, betur þekktur sem KK, heldur norður í land í vikunni og kemur fram á þrennum tónleikum í Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyj- arsýslu á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Fimmtudagstónleikarnir fara fram í Þorgeirskirkju. Hefjast þeir kl. 20.30 og verður andans tónlist á efnisskránni. Föstudagstónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Laugarborg og hefjast einnig kl. 20.30. Efnislega verða þessir tónleikar öllu blúsaðri en þeir fyrri. Guðmundur Péturs- son gítarleikari spilar með KK á báðum tónleikunum og er miðaverð á þá 2.000 kr. Á laugardag heldur KK námskeið í blústónlist fyrir nemendur við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Á sunnudag kl. 15 verða svo haldnir tónleikar í Laugar- borg þar sem nemendurnir koma fram ásamt KK til þess að sýna fram á afrakst- ur námskeiðsins. Aðgang- ur að sunnudagstónleik- unum er ókeypis. Blús fyrir norðan Ég hafði séð ófáar gamlar óperur á sviði þegar rann loksins upp fyrir mér hvað þetta var merkilegt leikhús. Reyndar ekki á sviðinu heldur í salnum: Háþróaður hópspuni sem gekk út á að láta eins og sviðsetningin væri áhrifamikil. Léki hver og einn áhorfandi sitt hlutverk samviskusamlega varð hún það í raun. Að vissu leyti. En æ færri virðast æfðir í þessum spuna. 1) Auðvitað hrífast menn líka í raun og veru: Af góðri tónlist, góðum söng og merkingarríkri sjónrænni umgjörð. En er það sviðslistræn upplifun? Hvað um textann, sem oftast er ekki inni í skynmyndinni? Eða líkamstjáning, hvað um hana? Og raunveruleg leikhvörf, coup de théatre, eru þau bönnuð? 2) Lítum á stöðu leikstjórans. Óperan er eiginlega eins og lágmynd á vegg og hann eins og málari sem á að lita hana. Ef hann gerist of djarfur er kvartað yfir að lágmyndin njóti sín ekki. Ætlast er til að hann vinni af hógværð og listfengi og fari ekki að hreyfa um of við undirlaginu. Hann á ekki að endursegja lágmyndina, bara lita. 3) Til að nálgast óperuna eins og lifandi leikhús þarf hann líklega að tempra lotningu sína fyrir upprunalegri mynd verksins, líta bara á tónlistina eins og hvern annan leiktexta: Breyta ef hann telur sig hafa nægar listrænar ástæður til. Sem er að vísu erfitt því tónlistin er sterkbyggð og frek. 4) Þá væri ágætt fyrir hann að minnast þess að óperan var ekki fundin upp af söngvurum og í raun ekki af tónskáldum heldur. Óperan þarf einfaldlega að brjótast út úr sjálfhverfum heimi sínum, úr gíslingu óperuunnenda þar sem söngvarar og tónskáld eru stundum eins og fangaverðir. 5) Allir innviðir hennar ættu að vera í þjónustu HUGMYNDAR. Enginn efast um þá kynngi sem felst í listrænum samruna texta, tónlistar og sviðs. Hana þarf stöðugt að enduruppgötva. 6) Áfram verður karpað um efnahagslegar forsendur óperuflutn- ings. En er verið að tala um lifandi sviðslist eða trúarbrögð? Kannski er vandi óperunnar ekki fjárhagslegur heldur fyrst og fremst listrænn. 7) Óperuleikhúsið þarf að gera upp hug sinn hvort það vill heldur bjóða áhorfandanum upp á fæðingu forms eða dauða þess. Hrópera ATH kl. 16.13 Í dag er Hlaupanótan á Rás 1 send út frá Salnum í Kópavogi. Fjallað verður um starfsárið fram undan og eru viðmælendur þau Vigdís Esradóttir forstöðumaður, Árni Harðarson skólastjóri og Robert Faulkner tónlistarfrömuður að norðan. Flytjendur eru Kristjana Stefánsdóttir ásamt Kjartani Valdemarssyni, Gunnari Hrafnssyni og Pétri Grétarssyni; hljómsveitin Ice Marimba frá Hafralækjarskóla í Aðaldal og tónlistar- menn úr röðum kennara í Tónlistarskóla Kópavogs sem öll koma fram í Salnum á næstu dögum. Verður opið hús fyrir áheyrendur í sal meðan á útsendingu stendur milli kl. 16 og 17 og eru allir velkomnir. Umsjónarmað- ur Hlaupanótunnar er Berglind María Tómasdóttir. Undanfarin fjögur ár hef- ur verið haldin í London feiknastór myndlistarmessa sem kallast Frieze Art Fair. Í ár er engin breyting þar á og hefst hátíðin á fimmtu- dag. Hátíðin leggur áherslu á sam- tímalist og býður upp á það áhugaverðasta sem er í gangi á þeim vettvangi hverju sinni. Í ár eigum við íslendingar okkar full- trúa á Frieze þar sem Elín Hans- dóttir myndlistarmaður var feng- in til þess að setja þar upp verk. „Maður að nafni Neville Wakefield hafði samband við mig í febrúar síðastliðnum, en hann hefur yfirumsjón með verkefn- inu Frieze Projects sem gengur út á að bjóða völdum listamönn- um að setja upp verk á hátíðinni. Ég er því ein af sex listamönnum sem setja upp verk hér undir for- merkjum þessa verkefnis,“ segir Elín. Hátíðin er í grunninn sölu- messa, en að sögn Elínar stendur verk hennar utan við kaupsýsl- una sem þarna á sér stað. „Stærst- ur hluti þessarar hátíðar er básar sem ýmis gallerí halda úti til að kynna sína listamenn og selja verk þeirra. Frieze Projects- verkefnið er aftur á móti frekar óháð þessum söluhluta. Verkin tilheyra ekki sölubásunum og eru þannig dálítið eins og sýning innan kaupmessunnar.“ Verk Elínar á messunni er bundið við áhorfandann. „Hátíðin fer fram í stóru tjaldi. Ég set upp verk í inngangi þess, en hann er 70 metra langur. Ég hef lýst inn- ganginn upp með rauðum, græn- um og bláum ljósum. Þessi ljós mynda hvíta birtu þegar þau lýsa upp tómt rými, en um leið og áhorfendur ganga þangað inn birtast skuggar þeirra á veggjun- um. Skuggarnir eru ekki svartir vegna þess að ljósin splundra þeim upp í litaskalann og því birt- ast á veggjunum marglitir skuggar. Verkið er háð nærveru áhorfandans, án hans gerist ekk- ert.“ Þetta er fimmta árið í röð sem Frieze-myndlistarhátíðin er haldin og hefur hróður hennar farið vaxandi ár frá ári. Það gefur því auga leið að þátttaka í henni skapar ýmsa möguleika. „Þetta er ómetanlegt tækifæri fyrir mig að koma mér á fram- færi. Í fyrra komu 60.000 manns á þessa hátíð. Það má gera ráð fyrir öðrum eins fjölda í ár og munu allir gestirnir sjá verkið mitt þar sem það er í inngangin- um. Þátttaka í svona stórum við- burðum er ekki á hverju strái, sérlega ekki fyrir ungan mynd- listarmann frá lítilli eyju í norðri.“ Hátíðinni lýkur á sunnudaginn en þrátt fyrir það verður áfram mikið um að vera hjá Elínu. „Ég tek þátt í samsýningu í New York í nóvember og er svo með sýn- ingu í Berlín í febrúar. Það er meira en nóg að gera hjá mér og ég kvarta ekki yfir því.“ Notkun og hlutverk enskrar tungu á Íslandi er meginviðfangsefni Málþings um enskukennslu á Íslandi: Til heiðurs Auði Torfa- dóttur sem fer fram á morgun í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, frá kl. 14-17. Þingið er haldið í tengslum við útkomu bókarinnar „Teaching and Learning English in Iceland. In honour of Auður Torfadóttir“ sem Stofnun Vigdísar Finnboga- dóttur gefur út. Bókin er safn greina um nýjar rannsóknir á enskunámi og enskukennslu á Íslandi. Hún er gefin út í tilefni af starfslokum Auðar Torfadóttur dósents við Kennaraháskóla Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem bók um þetta efni kemur út á Íslandi og þótt enskukennsla sé í brenni- depli á innihaldið einnig erindi til þeirra sem fást við tungumála- kennslu almennt og til áhugafólks um tungumál. Ritstjórar eru Birna Arnbjörnsdóttir dósent og Hafdís Ingvarsdóttir dósent sem báðar starfa við Háskóla Íslands. Á málþinginu verða flutt erindi sem byggjast á efni bókarinnar. Meðal annars verður fjallað um stöðu enskunnar á Íslandi og skyggnst verður inn í starf enskukennarans. Þingið er öllum opið. Málþing um enskukennslu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.