Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 54
Winston McKay hefur sett mark sitt á bóka- skreytingar í rúm- lega heila öld: Nemo in Slumberland var heilsíðu teiknimynda- saga um strákinn sem sofnar, lendir í ævin- týrum í draumheimum, og vaknar með kuðlaða sæng á gólfinu. Milton Glacer þræddi sömu slóð í sinni skemmtilegu sögu Where the Wild Things Are og í fyrra kom út Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Í þeirri sögu kallar strákur til sín ýmis skrímsli sem öll eru til í málinu: hrekkja- svínið, leiðindaskjóðan og fýlupok- inn, þau birtast okkur bæði sem brúður og síðan skuggamyndir á tjaldi. Félagi hans er bangsinn hugleysi en þeir eru einir heima því pabbi hefur brugðið sér frá til að sækja mömmu í vinnuna. Og nú er hún komin á svið í kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Það er harla erfitt að átta sig á fyrir hvaða aldurshóp þessi sýning er. Margt er fallega unnið í frá- gangi hennar: skuggamyndir á tjaldi með fígúrum á stöng, bún- ingar næturgestanna skelfilegir og flúðu yngstu áhorfendur úr fremstu sætaröðum á sýningunni sem ég sá, í sæluhrolli. Leikurinn er sléttur og felldur hjá þeim þre- menningum. En efnið er frekar lítið unnið. Til að koma kjöti á bein- in er skeytt inn í verkið söng- um við áheyrilega tónlist Sigurðar Bjólu en textar Davíð Þórs eru samdir fyrir fullorðna, merking þeirra er allt of flókin fyrir börn og reyndar má efast um að þau þekki ýmis þau heiti sem málið býr yfir þó að flestir fullorðnir geri það. Sýningin er þannig misvísandi, rétt eins og höfundar hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir við hverja átti að tala. Mínir menn á fimmta ári skemmtu sér samt vel og voru nokkuð hugsi yfir þessu þótt ekki hefðu þeir náð hugtökun- um sem þarna holdgervðust á svið- inu. En sýningar sem þessar verða að hafa skýrt erindi. Þessi saga er laus við móral, hún bendir ekki á eðli fýlupokans, leggur ekki út af breytni hans sem mátti þó útskýra auðveldlega fyrir bangsanum vit- granna. En sýningin er samt skemmtileg reynsla ungum áhorfendum og verandi nema rétt klukkustund ætti hún að laða að sér foreldra með börn. Kvöldgestir Ég ætla að hitta þig segir skáld- konan í upphafi bókar og þú ert allt í senn lesandinn, persóna sem ávörpuð er innan ljóðanna, og ljóðmælandinn (ég) sem þá stíg- ur út úr fyrstu persónunni og býður lesanda sínum dús (t.d. 17, 37). En þú ert fjarlæg(ur) og reik- ul(l) og týnist að endingu ein(n) í myrkrinu (53). Ljóðin hverfast um mig, ljóðmælandann, ég ætla 5, ég horfi 53, ég heyri 23, ég geymi 57, ég öfunda 49, mig dreymir 15, ég er (listamaður). Leiðarstefið er; ég í náttúrunni, andstæður náttúrunnar og sam- svörun þeirra í mér, hjartsláttur náttúrunnar og taktur hennar í mínu brjósti, listamaðurinn og sköpunin. Gamalkunn minni; flúx, hringrás, eilífð á undan- haldi, blekking, draumur, von, tíminn og gleymskan. Í ljóðunum birtist þrá listamannsins að mega töfra sig krafti náttúrunnar, eiga við hana andleg mök sem fæða nýja sköpun. Sígild viðfangsefni með sígildum táknum (fremur en „hlakkandi háð frumleikans“ 9); höfuðskepnurnar – loft, vatn (ís), eldur, jörð – togstreita þeirra og þanþol, mörk þeirra og samruni – andi/efni, kona/karl, straumur/ stöðnun. En afar litsterkt mynd- mál og víða mikill orðaflaumur. Náttúran (hitinn) „gælir við húð mína og hjarta sem slær takt- fast í eyra mér“ (15), forleikur, „brimið kallast á við hrynjandi í sjálfri mér, líkt og annar hjart- sláttur“ (23), andlegt samræði, „eins og þanin tromma tókstu við fótum mínum jörð, fannstu skjálftann í hjarta mínu“ (27). En eðli (lista)mannsins er yfirráð, ég er dómína og veiðimaður, hindrun er eggjandi (37), ég drekk í mig blóð þess sem frjóvg- ar mig, skrýði mig náttúru þess, ég á það sem ég kemst yfir; „nú ert þú hjá mér steinn, stirnað hjarta elds ... hnöttótt og kalt ... minning um logandi rautt frels- ið“ (33). Nú ert þú hjá mér, nú er ég skaparinn. Listin nærist á náttúrunni og lofsyngur hana, „ómælanlegur léttleiki ber mig yfir land mitt“ (54), en reynir jafnframt að sigra hana og fjötra, er með uppsteyt, heimtar og drottnar, tælir hana til samræðis, „mótar uppkast að manneskju“ (9), afskræmir hana og afhjúpar, „ekkert skjól fyrir augum“ (41). Skapari sem beitir valdi sínu – og skáldskapur sem hrópar upp yfir sig eins og hlýð- inn meðhjálpari í eigin útför. (Lista)maðurinn rænir náttúr- unni en rænir hana þó engu, ekki til frambúðar, berháttar sig sig- urviss í skauti hennar og reynir að afmá eigin útlínur í framburði hennar og skriði en týnist í sudd- anum, sekkur í fenið, verður úti, er bara „stöðugur sláttur tímans í steinrunninni bið“ (39), hverfult frosið andartak, jafnvel tilbún- ingur eins og nátttröll í þoku, bið eftir því að eilíf hringrás náttúr- unnar „breiði loðmjúkan feld yfir allar misfellur“ á ný (31), má sín einskis gagnvart vilja náttúrunn- ar þegar upp er staðið og að end- ingu „stefnt til himins“ í von um betri byr (57). Við „hnoðum“ eigin tilfinningar og „bindum í orð“ (25) en temjum ekki höfuð- skepnurnar, lútum ljúfsáru ægi- valdi náttúrunnar jafnvel þegar hún er undirlægjan og krúnkar til (lista)mannsins í „ástsjúku“ „tilhugalífi“ hans (35,17). Myndir sem fanga augað en ófullvaxinn skáldskapur sem ein- kennist af oftrú skáldsins (málar- ans) á málæði orðsins. Oftrú á málæði orðsins Í vikunni kom út í Dan- mörku þýðing á sænsk- um krimma, sem er ekki í frásögur færandi. Glæpasagan „Luft- kastellet der blev sprængt“ er þriðja og síðasta bókin í þríleik sænska blaðamannsins Stieg Larsson. Eftir- vænting var svo mikil hjá dönskum aðdáend- um hans að biðraðir voru við búðir, 110 þús- und eintök voru prentuð í fyrsta umgangi og bókin er ekk- ert þunnildi: 671 síða. Af upplag- inu voru 80 þúsund eintök seld áður en sagan kom út. Þessi viðbrögð eru svo sem ekkert nýtt: Larsson fékk Glerlykilinn 2004 fyrir Menn sem hata konur, en í Danmörku seldist sú saga í 175 þús- und eintökum. Næsta bók, Stúlkan sem lék með eld, seldist þar í 100 þús- und eintökum. Í heima- landi sínu hefur Larsson selt 1,9 milljónir eintaka, lokabindið í þríleiknum seldist þar í 430 þúsund eintökum. Larsson lést úr hjartaslagi fimmtugur að aldri árið 2004 og var þá búinn með þessar þrjár samtengdu sögur, en aðeins ein þeirra komin út. Hann var blaða- maður og ritstjóri Expo og aflaði sér í starfi sínu sérþekkingar á störfum leynilögreglunnar sænsku og starfsemi pólitískra öfgahópa í Svíþjóð og víðar og var talinn einn helsti sérfræðing- ur í heimi á því sviði. Umhverfi þríleiksins er blaðamennska og efnið snýst um uppgjör kringum aldamótin síðustu. Hefur þegar verið afráðið að kvikmynda þrí- leikinn og danski leikstjórinn Niels Arden Oplev við stjórnvöl- inn. Ari-útgáfa hefur tryggt sér rétt á sögum Larssons og eru þær væntanlegar í íslenskri þýðingu á næstu mánuðum og misserum. Þríleikur Stieg Larsson selst vel KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. FRUMSÝND 12 . OKTÓBER SÝND Í REGNBOGANUM 4months 3weeks& 2days BESTA MYNDIN GULLPÁLMINN CANNES 2007 4 MÁNUÐIR, 3 VIKUR & 2 DAGAR | 4 LUNI, 3 SAPTAMANI SI 2 ZILE www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig „Ekki eintóna hrollvekja heldur rómmikill lofsöngur til dýrðar hugrekki og vináttu, listarinnar að komast af við ómennskar aðstæður...vann Gullpálmann á Cannes í vor og er vel að honum kominn, myndin er enn ein rós í hnappagat rúmenskrar kvikmyndar- gerðar sem hefur eflst með ólíkindum síðustu árin.“ - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.