Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 58
Rakel Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Safnaráðs, hefur í mörg horn að líta. Ítölsk matargerð er í miklu uppáhaldi á heimili hennar. Rakel og maður hennar, Arnar Bjarnason, eiga saman fyrirtækið Vín og matur, sem flytur inn upp- áhaldsvín þeirra og mat frá land- inu. „Við bjuggum á Ítalíu, svo ítölsk matargerð er í miklu upp- áhaldi hjá okkur,“ sagði Rakel, sem deilir hér með lesendum Fréttablaðsins uppskrift að ein- földum en ljúffengum pastarétti. „Þessi réttur er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni og er reglulega á borðum hjá okkur, líklega einu sinni í viku meira að segja,“ sagði Rakel. „Hann er fljótlegur í mat- reiðslu sem ég kann vel að meta, enda þriggja barna móðir í fullu starfi, þótt ég sé í fæðingarorlofi núna,“ bætti hún við. Þar fyrir utan er rétturinn mein- hollur, að sögn Rakelar. „Olían heldur öllum sínum góðu, hreins- andi og uppbyggjandi eiginleikum þar sem hún er ekki hituð, hrár hvítlaukur hreinsar æðarnar og vinnur gegn bakteríum og tómat- arnir og basilíkan eru líka full af vítamínum og bætiefnum,“ sagði hún. Með matnum mælir hún með ítalska hvítvíninu Casal di Serra frá Umani Ronchi. „Fyrir börnin er það svo Rynkeby-trönuberja- safi til hálfs á móti sódavatni, með skvettu af límónu eða sítrónu. Út í set ég frosin ber sem kæla og skreyta og skreyti glasið með ávaxtasneið eða öðru. Börn kunna að meta þegar það er stjanað svo- lítið við þau,“ sagði Rakel. Eftirrétturinn ætti að hennar mati að samanstanda af netlutei með hunangi og sítrónu, eða góðu kaffi. „Með því má svo gæða sér á góðu, dökku súkkulaði, eins og því frá Amedei,“ benti hún á. Í eldhúsum veitingastaða gengur ýmislegt á. Þeir sem hafa atvinnu af matreiðslu vita því hvað er mik- ilvægast til að vinnan gangi hratt og vel fyrir sig og svo að árangurinn verði sem bestur. Matreiðslumað- urinn Björn Bragi Bragason deilir með lesendum þremur þeirra atriða sem honum þykja hvað mikil- vægust í vinnu sinni. „Mér finnst skipta miklu máli að vera með rétt og góð verkfæri og hugsa vel um þau,“ nefnir Björn Bragi. „Það er til dæmis betra að eiga færri hnífa og hafa þá vandaða. Ekki setja þá í uppþvottavél eða þvo þá með of heitu vatni, bara með volgu sápuvatni. Svo er gott að stála þá reglulega með fínu stáli, þá haldast þeir alltaf góðir og það verður skemmtilegra að vinna með þeim,“ sagði hann. Hráefnið er einnig aðalatriði í starfi hans, sem og eldamennsku heima við. „Það borgar sig að velja allt- af ferskt og gott hráefni og hafa hlutina bara ein- falda,“ sagði Björn Bragi. „Ekki sýna allt sem þú kannt í sama matarboðinu, geymdu frekar eitt eða tvö tromp þangað til næst,“ bætti hann við og kímdi. „Það sem skiptir hins vegar langmestu máli að muna er að ef maturinn er ekki góður, er það vegna þess að félagsskapurinn var slæmur. Það er aldrei kokkurinn,“ sagði Björn Bragi og hló við. Ábendingar atvinnumanns Prófaðu... ...að búa til þitt eigið kryddsmjör. Hrærðu kryddjurtum að eigin vali út í mjúkt smjör, rúllaðu inn í bökunar- pappír og snúðu endunum til að loka. Kældu í klukkutíma og smjörið er klárt í næstum hvaða slag Eggjakökur eru ágæt- is kostur þegar skammdegið fer að gera vart við sig. Þær má gera upp á gamla mát- ann, en svo má jafnframt þreifa sig áfram með aðrar tegundir. Ítölsk eggjakaka, sem oftar en ekki er kölluð frittata, er tilvalin tilbreyting. Eins og með aðrar eggjakökur veltur grænmetisinnihaldið helst á smekk kokksins. Grunnurinn er þó alltaf nokkur egg, sem eru písk- uð saman við örlitlu af salti og pipar og jafnvel parmesanosti. Grænmetið, eða annað innihald, er því næst steikt á pönnu í smjör- klípu. Þá er eggjahrærunni bætt á pönnuna og hún elduð þangað til hún fer að þykkna að ofan. Þá eru tvær aðferðir til að klára eldamennsk- una. Annars vegar er hægt að skella pönnunni inn í heitan ofn í 3 til 4 mínútur, þangað til kakan er orðin gullinbrún að ofan. Frittata þýðir hins vegar steikt, svo þeir sem vilja vera alvöru snúa kökunni við í pönnunni svo að efri hluti hennar steikist líka. Eggjakökuna má svo borða heita eða kalda, með salati eða öðru meðlæti sem hugurinn girnist. Ítölsk eggjakaka Veitingastaðurinn Domo í Reykjavík og veitingastaðurinn Room Restaurant í Liverpool munu innleiða samstarf í tilefni af menningarhátíðinni Ice 2007. Hátíðin, sem fram fer í Liver- pool, er haldin í tilefni af 800 ára afmæli borgarinnar. Hún mun standa yfir frá 29. nóvember til 2. desember næstkomandi, og einkennist af ýmiss konar uppákomum undir íslenskum formerkjum. Ragnar Ómarsson, yfirmatreiðslumaður á Domo, mun skapa matseðil undir heitinu „Taste of Iceland“ í samvinnu við yfirmatreiðslumann Room í Liverpool. Veitingastaðurinn er staðsettur í hjarta borgarinnar, og hluti af þriggja staða keðju. Room-veitingastaðir fyrirfinnast einnig í Leeds og Manchester. Liverpool-búar fá bragð af Íslandi Hafragrautur og hrossakjöt heilla ekki Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17 1620 Kaupmannahöfn. Á leið til Skandinavíu? Við hjá Come2 Scandinavia aðstoðum þig að finna bestu verðin á flugi, gistingu, bílaleigubíl og annarri afþreyingu. Erum með tvær stórar og rúmgóðar íbúðir á Vesterbrogade til leigu. Frábær lausn fyrir hópa og fjölskyldur. www.come-2scandinavia.dk - info@come2scandinavia.com - +45 33 25 64 25 COME2 SCANDINAVIA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.