Fréttablaðið - 11.10.2007, Side 60

Fréttablaðið - 11.10.2007, Side 60
Breska tískuráðið, the Brit- ish Fashion Council, hefur tilkynnt hvaða hönnuðir eru tilnefndir til verðlaunanna í ár. Þrír eru tilnefndir sem tískuhönnuðir ársins, en svo skemmtilega vill til að þar eru eingöngu konur á ferð- inni: þær Anya Hindmarch, Luella Bartley og Stella McCartney. Christopher Kane, Gareth Pugh og Marios Schwab slást hins vegar um upphefðina sem fylgir því að vera valinn nýgræðingur ársins í tískuheiminum. Verð- launahafar í öllum flokkunum tíu verða tilkynntir við hátíðlega athöfn 27. nóvember næstkom- andi. Tónlistarmaðurinn Mugison hefur lokið við nýjustu plötu sína og er hún væntanleg í búðir sautjánda október. Platan nefnist Mugiboogie og er tölu- vert rokkaðari en Mugimama is this Monkeymusic? sem kom út fyrir þrem- ur árum. „Þetta gæti eiginlega verið plata með Elvis Presley, svona Elvis á síð- ustu metrunum í Vegas orðinn alltof feitur,“ segir Mugison, sem fékk góða aðstoð við gerð plötunnar. Meðal þeirra sem voru honum til halds og trausts voru Pétur Ben, Davíð Þór Jónsson og gítarleikarinn Björgvin Gíslason. Að sögn Mugisons varð ekkert úr því að hann færi til Memphis, heimaborg- ar Elvis, til að taka upp plötuna. Þess í stað ætlaði hann að taka upp lagið Jesus is a Good Name to Moan í Brixt- on í London en það datt líka upp fyrir. „Ég hætti við hálftíma áður en ég átti að fara í flugið. Ég fílaði ekki útgáfuna af laginu þannig að við skelltum okkur í „live take“ á laginu. Ég fílaði hana og hún endaði á plötunni. Það vantaði gredduna í hina útgáfuna.“ Mugison spilar næst laugardaginn 20. október á Nasa á Iceland Airwaves- hátíðinni þar sem lög af nýju plötunni fá væntanlega að hljóma í bland við eldri slagara. Mugiboogie tilbúin Hljómsveitin Radiohead ætlar ekki að gefa upp hversu margir hafa pantað nýjustu plötu þeirra, In Rain- bows, á netinu. Sveitin ætlar heldur ekki að segja frá því hversu mikið aðdáendur hafa borgað fyrir plöt- una, sem var fyrst hægt að hlaða niður af heimasíðu hennar í gær. Aðdáendur geta ráðið því hversu mikið þeir borga fyrir plötuna og ef þeir vilja geta þeir sótt hana án endurgjalds. Ekki er talið að platan komist á vinsældalista í Bretlandi á meðan sölutölunum er haldið leynd- um. Stærri útgáfa af plötunni, með aukadisk og textabók, verður fáan- leg frá og með 3. desember. Sölutölur eru leyndarmál Dagskráin byrjar á tískusýningu kl. 18.30 á móti KAREN MILLEN í Kringlunni Sigga Lund kynnir Sigga Beinteins syngur lög af nýrri plötu sem kemur út í haust Make up store kynnir nýjustu línuna Allir viðskiptavinir eiga möguleika á að vinna 25-30 þús. kr. Inneignir K AREN MILLEN AL L S A INTS WAREHOUSE FIMMTUDAGINN 11.OKTÓBER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.