Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 62
Hljómsveitin Sigur Rós hélt í ógleymanlega tónleikaferð um Ísland sumarið 2006. Samspil Sigur Rósar, náttúru Íslands og íslensku þjóðarinnar má finna í þessu ógleymanlegu meistarastykki Sigur Rósar, mynd sem engin má missa af! “H EIMA ER BEST” - MBL FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE KEMUR EIN SVAKALEGASTA MYND ÁRSINS! SLÓ Í GEGN Í BANDARÍKJUNUM OG FÓR BEINT Á TOPPINN. DÓMSDAGUR DJÖFULSINS! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI MÖGNUÐU HRYLLINGSMYND! HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10 3:10 TO YUMA kl. 5.30 - 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.10 SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 16 12 16 14 12 16 14 14 HALLOWEEN kl. 8 - 10.10 SUPERBAD kl. 6 - 8 CHUCK AND LARRY kl. 6 - 10.10* *Síðustu sýningar 16 12 14 16 14 HALLOWEEN kl.5.30 - 8 - 10.30 THE 11TH HOUR kl.6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 BROTHERSOM MAN kl. 6 - 8 -10 HALLOWEEN kl. 5.30 - 8 - 10.25 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SUPERBADLÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 10.10 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 KNOCKED UP kl. 10.20 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar -A.F.B. Blaðið - L.I.B., Topp5.is - I. Þ. Film.is - J. I. S. Film.is- D.Ö.J., Kvikmyndir.com “Skotheld skemmtun” - T.S.K., Blaðið “TOP 10 CONC EPT FILMS EVER ” - O BSERVER “ ALG JÖRLEGA EINSTÖK” - FBL “VÁ” - B LAÐIÐ “ME Ð GÆSA HÚÐ AF HRIFNIN GU” - DV “SI GUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q “SO BEAUTI FUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Dóri DNA - DV - bara lúxus Sími: 553 2075 STARDUST kl. 5.30 og 10.30 10 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.40, 8 og 10.20 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Góðar og vandaðar ævintýra- myndir hafa verið sjaldséðar síð- ustu ár, þótt framleiðsla slíkra mynda hafi ekki staðið á sér. Enda hafa of margir kvikmyndagerðar- menn ætlað að slá við þríleiknum um Hringadróttinssögu en ekki haft erindi sem erfiði. Stardust er ánægjuleg tilbreyting frá þeirri viðleitni og að vissu leyti aftur- hvarf til sígildra ævintýramynda á borð við Willow og The Princess Bride. Myndin segir af drengnum Tristan Thorne (Cox) sem reynir að vinna hug og hjarta stúlkunnar (Miller) sem hann elskar, með því að færa henni fallna stjörnu. Tekst hann á hendur hættuför í ævintýraríki einu til að hafa uppi á stjörnunni, sem reynist þegar á hólm- inn er komið vera hugguleg snót, og etur þar kappi við sjóræningja, illar nornir, blóðþyrsta prinsa og annan óaldarlýð. Myndin byggist á samnefndri sögu rit- höfundarins Neil Gaiman og ekki annað hægt að segja en að ágætlega hafi tekist að færa hana á hvíta tjaldið. Það er ekki síst öruggri leik- stjórn Matthew Vaughn að þakka, sem sýnir að honum er meira til lista lagt en að gera góða krimma. Valinkunnur leikari er í hverju hlutverki. Mark Strong túlkar vel vægðarlausa prinsinn Septimus sem ásælist krúnuna í konungs- ríkinu, á meðan afturgengnir bræður hans eru frekar ófyndnir og ofnotaðir. Robert De Niro á skemmtilegt innslag sem sjóræn- ingjaforinginn Shakespeare, sem á sér leyndarmál sem ekki má spyrjast út, þótt bandarískur hreimur stórleikarans stingi í stúf við breskan hreim annarra í mynd- inni. Charlie Cox er eilítið litlaus í hetjuhlutverkinu og held- ur varla í við mótleikkon- una Claire Danes, sem hefði þó mátt túlka stjörnuna af meiri dýpt. Raunveruleg stjarna myndarinn- ar er hins vegar Michelle Pfeiffer, sem stelur senunni í hlutverki herfi- legrar nornar sem ásælist hjarta stjörnunnar til að endurheimta æsku sína og fegurð. Umgjörð myndarinnar, sem var tekin upp í skosku hálöndunum og að einhverju leyti á Íslandi, kemur ævintýrinu vel til skila. Á nokkr- um stöðum hefði þó mátt fínpússa betur tæknibrellurnar, einkum í bláskjásatriðunum. Sömuleiðis handrit Vaughn og Jane Goldman þar sem frásögnin er svolítið sundurlaus í byrjun, en réttir sig af þegar líða tekur á. Stardust er þó á heildina litið fín skemmtun sem rær á mið gamalla ævintýra, þar sem hetjan sigrar að lokum og óþokkarnir fá það óþvegið. Siglt á vit sígildra ævintýra Hljómsveitin Dúkkulísur heldur útgáfutónleika á Organ í kvöld í tilefni af útgáfu plötunnar Dúkku- lísur 25. Er hún gefin út í tilefni af 25 ára afmæli hljómsveitarinnar. „Það er rosalega fín stemning í bandinu og við hlökkum mikið til,“ segir slagverksleikarinn Adda María Jóhannsdóttir. „Það var búið að standa lengi til að gefa út þennan disk og núna er hann loks- ins kominn.“ Platan inniheldur lög frá sokka- bandsárum Dúkkulísnanna og ný lög sem hafa verið í vinnslu síð- astliðið ár. Eberg sá um upptökur og hljóðblöndu á nýju lögunum. Hljómsveitin Dúkkulísur var stofnuð á Egilsstöðum 10. október 1982 og er án efa elsta starfandi hljómsveit landsins sem eingöngu er skipuð konum. Sveitin vann Músíktilraunir haustið 1983 og ári síðar gaf hún út sína fyrstu plötu. Árið 1987 fóru Dúkkulísurnar í frí sem stóð yfir í tíu ár, eða þangað til þær spiluðu á fimmtíu ára afmælishátíð Egilsstaða. Fram undan hjá Dúkkulísunum eru tónleikar á Sauðárkróki annað kvöld og á Akureyri á laugardag- inn. Fagna nýrri plötu Hún afboðaði komu sína í fyrra á Airwaves en í ár fær hún annað tækifæri. Stein- þór Helgi Arnsteinsson spjallaði við Jenny Wilson, hina frábæru poppsöngkonu frá Svíþjóð. „Ég kom ekki síðast því ég átti barn stuttu fyrir hátíðina en ég hafði verið bókuð á hátíðina ein- mitt níu mánuðum fyrr,“ afsakar Jenny sig. Einmitt núna hefur Jenny hins vegar verið að semja haug af nýrri tónlist. „Ég vonast til þess að geta tekið eitthvað af nýju dóti á Íslandi en auðvitað í bland við lög af Love and Youth [fyrsta og eina breiðskífa Jenny- ar].“ Í stað Jennyar á Airwaves í fyrra kom Jens Lekman en þau tvö eru góður vinir. „Vegna þess hve Svíþjóð er lítið þurfa tónlist- armennirnir að vinna saman. Þú þarft einfaldlega að finna þér vini innan tónlistarsenunnar og það finnst mér frábært.“ Annað sem hefur einkennt sænsku senuna er mikill fjöldi kvenkyns sóló-lista- manna. Má í því samhengi nefna til dæmis Fridu Hyvönen, El Perro Del Mar, Brittu Persson og Sally Shapiro. Jenny segir að ein af ástæðunum sé sú að nú sé mun auðveldara en áður að taka upp tónlist, allir geti gert slíkt í tölv- unni heima hjá sér. Önnur ástæða fyrir þessari bylgju kvenkyns tónlistarmanna frá Svíþjóð sé að margir í landinu séu stoltir af því að vera femínist- ar, ólíkt til dæmis í Danmörku. „Ég talaði við blaðamann í Dan- mörku sem útskýrði fyrir mér að í Danmörku væri femínismi eitt- hvað sársaukafullt eða eitthvað sem þér líkar ekki við. Ég held að þetta hafi að gera með pólitík á einhvern hátt. Ef ég tala samt fyrir sjálfa mig þá eru textar mínir ekkert pólitískir. Ég er ekk- ert að syngja um að ég sé femín- isti en ég sanna samt ýmislegt með því að vera að skapa mína tónlist.“ Eftir heitar umræður um stöðu femínismans á Norðurlöndunum berst talið hins vegar að Íslandi en Jenny er að sjálfsögðu farin að hlakka gífurlega mikið til kom- unnar hingað. „Ég mun vera nokkra daga á landinu og verð bara þessi týpíski túristi,“ segir Jenny og hlær dátt. Segir hún jafn- framt að líklega muni hún leita til Jens Lekmans um hvað hún eigi að gera sér til dundurs. Jenny spilar svo í Hafnarhúsinu á fimmtudags- kvöldi Airwaves-hátíðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.