Fréttablaðið - 11.10.2007, Qupperneq 64
FH-ingar voru ekki lengi
að ganga frá þjálfaramálum
sínum því um leið og Ólafur
Jóhannesson tjáði þeim að hann
væri hættur settust þeir að samn-
ingaborðinu með Heimi Guðjóns-
syni og lokuðu málinu á stuttum
tíma. Heimir mun skrifa undir
tveggja ára samning við FH með
endurskoðunarákvæði í lok næsta
sumars.
„Ég lít á þetta verkefni sem
mikla áskorun fyrir mig. Ég er
búinn að vera hjá FH sem leik-
maður, fyrirliði og aðstoðarþjálf-
ari þannig að þetta er rökrétt
skref í framhaldi af því,“ sagði
Heimir við Fréttablaðið í gær en
óttast hann ekkert að þurfa að
feta í fótspor farsæls þjálfara á
borð við Ólaf? „Ég óttast það ekk-
ert en það er vissulega verðugt
verkefni að halda velgengninni
áfram enda hefur Óli gert alveg
frábæra hluti með FH-liðið.“
Heimir er lítið farinn að skoða
leikmanna- og aðstoðarþjálfara-
málin en hann segist ætla að taka
sér góðan tíma í að finna rétta
aðstoðarmanninn. Hann var lengi
orðaður við sitt gamla félag, KR,
og fer ekkert í grafgötur með að
hafa verið í viðræðum við KR.
„KR talaði við mig. Þeir vildu
fá mig til að koma að uppbygg-
ingu yngri flokka og hugsa um
akademíuna þeirra. Það var vissu-
lega freistandi líka en þegar í ljós
kom að Óli myndi hætta gat ég
ekki sleppt tækifærinu á að taka
við liðinu enda rökrétt framhald á
mínum ferli. Mér hefur liðið mjög
vel í FH og mun líða þar vel
áfram,“ sagði Heimir.
Verðugt verkefni að feta í fótspor Ólafs
Það urðu kaflaskil í knatt-
spyrnusögu FH í gær þegar Ólaf-
ur Jóhannesson tjáði stjórn knatt-
spyrnudeildar félagsins að hann
væri hættur að þjálfa karlalið
félagsins. Undir stjórn Ólafs varð
FH algjört yfirburðalið í íslenskri
knattspyrnu. FH varð Íslands-
meistari þrjú ár í röð og tók bikar-
inn í ár. Hin tvö árin sem Ólafur
stýrði FH varð liðið í öðru sæti
deildarinnar. Titlarnir voru þess
utan þeir fyrstu hjá FH í fótbolt-
anum.
„Þetta er búinn að vera fínn tími
hjá FH. Ég hef stýrt liðinu í fimm
ár og það er hæfilegur tími. Ég
held það sé kominn tími til að leyfa
einhverjum öðrum að prufa. Ég
skil mjög sáttur við félagið og mér
líður vel með ákvörðunina og að
hafa þorað þessu,“ sagði Ólafur
við Fréttablaðið í gær en menn
spyrja sig óhjákvæmilega að því
hvað hann ætli sér að gera fram-
haldinu.
„Ég veit ekkert hvað ég geri
næst. Ég tek á því þegar á þarf að
halda,“ sagði Ólafur en hann hefur
meðal annars verið orðaður við
KR síðustu daga. Hefði hann
áhuga á að þjálfa KR? „Ég er ekk-
ert farinn að leiða hugann að því
einu sinni. Ég ætla að skoða aðeins
hvað gerist hjá mér næstu daga.
Það kemur vel til greina að hætta.
Konan mín sagði mér að panta
utanlandsferð 15. júní næsta
sumar því þá væri hún búin að
kenna.“
Ólafur vildi heldur ekki tjá sig
um hvort hann hefði áhuga á lands-
liðsþjálfarastarfinu en samningur
Eyjólfs Sverrissonar við KSÍ renn-
ur bráðlega út. Ólafur segir það
ekki eintóman dans á rósum að
þjálfa í Landsbankadeildinni.
„Þetta er mjög skemmtileg
vinna en einnig mjög erfið. Því
lengur sem maður er hjá sama
félaginu þeim mun erfiðara verð-
ur starfið. Hættan er sú að maður
verði kærulaus og annað álíka,“
sagði Ólafur sem neitar því að
hafa verið orðinn saddur eftir að
hafa unnið allt með FH. „Það er
fullt af áskorunum hjá FH og það
var mjög gott að starfa þar.“
Ólafur Jóhannesson er hættur að þjálfa karlalið FH í knattspyrnu. Ólafur náði frábærum árangri og undir
hans stjórn unnust fyrstu titlar Fimleikafélagsins – þrír Íslandsmeistaratitlar og einn bikarmeistaratitill.
Framhaldið er óljóst hjá Ólafi. Hann útilokar þó ekkert, hvorki félagslið né landsliðið.
KR ekki á eftir Ólafi og Logi ráðinn fyrir helgi
Vinningar verða afhendir hjá BT Sm
áralind. Kópavogi.
M
eð því að taka þátt ertu kom
inn í SM
S klúbb. 99 kr/skeytið.
SMS
LEIKUR
9. HVER
VINNUR!
SENDU SMS JA GLF
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
Fru
ms
ýnd
12
. ok
tób
er