Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 66

Fréttablaðið - 11.10.2007, Page 66
 Júlíus Jónasson, þjálf- ari A-landsliðs kvenna, hefur valið 16 manna hóp fyrir æfingamót sem fram fer í Hollandi dagana 17.-21. október. Í hópnum eru tveir nýliðar; Framararnir Sara Sigurð- ardóttir og Þórey Rósa Stefáns- dóttir, en eins eru í liðinu fleiri ungir leikmenn sem eiga ekki marga leiki að baki. Fram á líka flesta leikmenn í liðinu en liðið er einmitt óvænt á toppnum í N1- deildinni. „Framstelpurnar hafa verið að standa sig vel og stóðu sig líka vel í fyrra þar sem það var mikill stíg- andi hjá þeim. Þær eru að upp- skera fyrir það. Ég hef verið að taka jafnt og þétt yngri leikmenn inn í hópinn og mun halda mig við það að taka þær inn við hlið eldri stuðbolta,“ segir Júlíus en mótið í Hollandi er fyrsta verkefni lands- liðsins síðan í vor. „Þetta er árlegt mót og við höfum verið með í nokkur ár. Þetta er æfingamót fyrir undankeppni EM í Litháen í næsta mánuði. Þetta er mjög flott mót, vel skipulagt og það mætir mikið af áhorfendum. Það er vel staðið að öllu,“ segir Júlíus en íslenska liðið er í riðli með Hollandi, Japan og Spáni á mótinu í Hollandi. „Þýskaland er sterkast í hinum riðlinum og Holland er sterkast í okkar riðli,“ segir Júlíus en íslenska landsliðið spilaði tvo æfingaleiki við bæði þessi lönd í vor. „Það verða allir leikir erfiðir fyrir okkur. Ég er með nokkuð breytt lið miðað við oft áður. Það eru forföll, bæði vegna óléttu og annarra ástæðna,“ segir Júlíus. Hrafnhildur og Drífa Skúladætur eru báðar í barnsburðarfríi alveg eins og Ágústa Edda Björnsdóttir. Guðbjörg Guðmannsdóttir fær frí vegna persónulegra ástæðna og Stjörnustúlkurnar Elísabet Gunn- arsdóttir (meidd) og Sólveig Lára Kjærnested (nám) eru heldur ekki með. „Við vorum með æfingar í vor þar sem við fórum til Hollands og spiluðum leiki við Þýskaland. Síðan þá hafa stelpurnar bara verið með sínum félagsliðum. Þegar maður valdi þennan hóp þá tók maður bæði inn í þennan árangur sem leikmenn hafa verið að ná í haust en einnig hvernig þær stóðu sig í vor því það eru svo fáir leikir búnir,“ segir Júlíus, sem ætlar að nýta mótið vel til þess að slípa liðið fyrir undankeppnina þar sem Ísland er í riðli með Hvíta- Rússlandi, Litháen, Bosníu, Grikk- landi og Ísrael. Framstúlkur fjölmennastar í landsliðinu Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins og Gautaborgar, hefur vakið mikla athygli fyrir góðan leik í ár og samkvæmt sænskum fjölmiðl- um er stórlið Roma á eftir honum. „Ég reyni nú að hugsa ekki mikið um það á meðan félagsskipta- glugginn er lokaður og það yrði enginn heimsendir ef ég yrði áfram hjá Gautaborg. En auðvitað eru svona fréttir mikið hrós og jafnframt spark í rassinn til þess að leggja sig meira fram,“ sagði Ragnar ákveðinn. Er orðaður við stórlið Roma

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.