Fréttablaðið - 11.10.2007, Side 70
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég er með dellu fyrir svona amer-
ískum ævintýradrekum,“ segir
söngvarinn Raggi Bjarna en hann
er kominn á glæsilegan, vínrauðan
Mercury Gran Marquis árgerð
2006. Mercury-merkið er reyndar
flutt til Kanada en engum dylst um
amerískan uppruna hans, enda
rúmgóður og leðurklæddur í bak
og fyrir að hætti bandarískra
glæsivagna. Og Ragnar viðurkenn-
ir að hann sé kannski ekki sá
eyðslugrennsti á markaðinum. „Ég
átti einn svona frá árinu 1998 og
keyrði hann út um allt. Er reyndar
að reyna að selja hann en hann er
keyrður 248 þúsund kílómetra
enda held ég að ég sé einn upptekn-
asti ellilífeyrisþegi landsins,“ segir
Raggi, hress að vanda og að sjálf-
sögðu úti að keyra á nýju drossí-
unni.
Ragnar segist hafa átt marga
bíla, helst ameríska þótt auðvitað
hafi það komið fyrir að hann hafi
svikið lit. „Ég var alltaf á svona
köggum þegar ég var í harkinu og
keyrði út um allt,“ segir söngvar-
inn og rifjar upp kaupin á fyrsta
bílnum sínum en hann var keyptur
hjá bílasölu Guðmundar á Klappar-
stígnum árið 1956. „Þetta var
Dodge ´55 árgerð og ég fékk lán
fyrir honum hjá Vátryggingarfé-
laginu. Ég rétt náði honum áður en
einhverjir náungar frá happdrætti
keyptu hann,“ segir Ragnar og
hlær en hann er á fullu að syngja á
söngskemmtun Hótel Sögu ásamt
Hara-systrum og Bjarna Ara.
Raggi á kanadískum kagga
„Við erum komin til að vera, það er ekki
spurning,“ segir fjölmiðlamaðurinn
Ingvi Hrafn Jónsson en á morgun hefur
sjónvarpsstöð hans, ÍNN, útsendingar að
nýju eftir sumarleyfi. Eins og Frétta-
blaðið hefur greint frá hóf Ingvi Hrafn
tilraunaútsendingar á stöðinni í vor en
þá byggðist dagskráin í kringum hans
eigin þátt, hið sívinsæla Hrafnaþing. Að
þessu sinni verður dagskráin bæði fjöl-
breyttari og öflugari, þó að Hrafnaþing
verði sem fyrr flaggskip stöðvarinnar.
„Ég verð með Hrafnaþing þrisvar í
viku, hálftímaþátt tvisvar sinnum og svo
klukkutíma á föstudögum. Annars verða
þarna með mér Katrín Jakobsdóttir og
Illugi Gunnarsson sem stjórna saman
þætti, Kiddi sleggja verður með þátt og
svo verða þau Magga Frímanns og Mörð-
ur Árnason hvort með sinn þáttinn,“
segir Ingvi Hrafn kokhraustur. En þar
með er dagskráin ekki upp talin því
Maríanna Friðjónsdóttir, sem jafnframt
er sjónvarpsstjóri ÍNN, og Ólína Þor-
varðardóttir skiptast á um að stjórna
vikulegum þætti þar sem fjórar konur
verða í aðalhlutverki hverju sinni. Ásdís
Olsen mun stjórna neytendaþættinum
Vertu ekki að plata mig og Guðjón Berg-
mann verður með eigin þátt.
„Svo má ekki gleyma þættinum hans
Randvers Þorlákssonar,“ segir Ingvi sem
útilokar ekki að Randver gleðji aðdáend-
ur sína með því að koma fram í kven-
mannsgervi á stöðinni. „Hann hefur
alveg frjálsar hendur, það gæti meira en
verið að Randólína láti sjá sig.“
Sjónvarpsstöðin ÍNN mun senda út frá
klukkan 20 til 22 á virkum dögum. Stöðin
verður áfram aðgengileg á Vísi.is en
sú breyting er nú orðin á að hægt er
að nálgast hana á rás 20 á Digital
Ísland. „Við eigum að nást á 90 þús-
und heimilum, alveg frá Vest-
mannaeyjum og austur að Egils-
stöðum.“
Meistari ljósvakans blæs til sóknar
„Fyrst drekk ég staðið vatn
með sítrónusafa og tek með
því nokkrar vítamíntöflur og
eina matskeið af hörfræolíu.
Síðan borða ég korngraut með
rúsínum, rjóma og kanil. Með
þessu drekk ég yfirleitt myntute
eða rauðrunnate. Að öllu þessu
loknu fæ ég mér kaffi.“
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta og
ætli ég haldi mig ekki bara við
aðstoðarmanna-söguna,“ segir fyr-
irsætan og sálfræðineminn Sólveig
Káradóttir. Sólveig, sem er dóttir
Kára Stefánssonar, forstjóra deC-
ODE, hefur þráfaldlega verið orðuð
við Dhani Harrison, son Bítilsins
George Harrison og Oliviu Harri-
son. Þær sögusagnir fengu byr
undir báða vængi þegar þau mættu
saman í móttöku borgarstjóra
Reykjavíkur í Hafnarhúsinu eftir að
hafa fylgst með ekkju Johns Lennon,
Yoko Ono, kveikja á Friðarsúlunni
úti í Viðey. Vísir greindi frá vinfengi
þeirra Sólveigar og Dhanis í sept-
ember en þá vildi Sólveig ekkert
kannast við að örvar Amors hefðu
hæft þau í hjartastað heldur að hann
væri „aðstoðarmaður hennar“, eins
og hún komst að orði þá.
Sólveig sagði í samtali við Frétta-
blaðið í gær að þau Dhani hefðu ekki
staldrað lengi við meðal þotuliðsins
í Hafnarhúsinu. Enda kunni hún
ekkert sérstaklega vel við sig í slík-
um hópi. Dhani fékk síðan far með
Ringo Starr á einkaþotunni og flaug
til London en Sólveig er á leið til
New York þar sem hún hyggst klára
BA-ritgerð sína í
sálfræði.
En sam-
band þeirra
Sólveigar
og Dhansi
er farið að
vekja
athygli og
Egill Helga-
son sá sig knúinn til að greina frá
því á bloggi sínu að hann hefði jafn-
vel séð vísi að sköpun næsta tengda-
sonar þjóðarinnar í hlaðborði borg-
arstjórans. „Dhani var í fylgd […]
með ljóshærðri íslenskri stúlku. Ég
sá ekki betur en að hann væri að
kyssa hana. Nýr tengdasonur fyrir
þjóðina?“ spyr Egill á bloggi sínu og
bætir því við að Dhani hafi verið sá
eini úr Bítlafamilíunni sem hann
hafi komist í tæri við og hann hafi
lýst yfir ánægju sinni með útgáfu
Dhanis og Jakobs Dylan, sonar Bobs
Dylan, á laginu Gimme Some Truth.
Sólveig er dóttir Kára Stefánsson-
ar, forstjóra deCODE, og hefur getið
sér gott orð fyrir fyrirsætustörf.
Dhani er hins vegar meðlimur í
electro-blues hljómsveitinni then-
ewno2.