Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 16

Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sveitafélagið Fjallabyggð sendi 16.000 íbúum höfuðborgarsvæðis- ins kynningarbækling, þar sem taldir eru upp helstu kostir byggð- arinnar. Markhópurinn var fólk á aldrin- um 25 til 45 ára og hvetur bæjar- stjóri Fjallabyggðar frumkvöðla til að flytjast norður. „Við viljum vekja athygli á okkur hérna nyrst á Tröllaskagan- um. Með tilkomu minnkunar kvóta verðum við að finna eitthvað annað að gera. Við viljum standa við bakið á frumkvöðlum og þeim sem vilja gera eitthvað annað heldur en vinna í fiskvinnslu,“ segir Þórir Kr. Þórisson. Rúmlega þrjátíu starfsmönnum í rækjuvinnslu Ramma á Siglu- firði var sagt upp störfum í sumar og taka uppsagnirnar gildi hinn 1. nóvember næstkomandi. Bæjar- stjórinn segir íbúa Fjallabyggðar þó ekki gefast auðveldlega upp. „Við héldum nýlega fjölmennan íbúafund þar sem komu fram gríð- arlega margar hugmyndir að nýrri atvinnustarfsemi. Um 350 manns mættu og áreiðanlega jafnmörg- um hugmyndum var skilað inn. Hugmyndirnar eru mikið í áttina að ferðaþjónustu, útivist og heil- brigðisstarfsemi.“ Borgarbúar boðnir velkomnir Hættur og farinn Ekki gott í fótbolta Finnur störf fyrir eldri borgara Hægt að stjórna sölunni Pólskur læknir vinnur nú við afleysingar á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands. Mik- ill skortur er á kvensjúk- dómalæknum á svæðinu og var brugðið á það ráð að auglýsa í pólsku læknablaði. Fjölmargar pólskar konur hafa leitað til hans. „Þetta er alveg ný reynsla og allt öðruvísi kerfi heldur en í Póllandi. Það er mjög gaman að kynnast því,“ segir Robert W. Gardocki, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir frá Varsjá, sem starfar sem afleys- ingalæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í tvær vikur. Hann hyggst koma aftur til Íslands og dvelja þá lengur í hvert sinn. „Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að koma aftur til Íslands er að ég fékk svo marga sjúk- linga,“ segir hann og hlær. „Það er alveg greinilegt að það vantar kvensjúkdómalækna því sjúkling- um mínum fjölgar með degi hverj- um. Um helmingur sjúklinganna eru pólskar konur sem búa hér í nágrenninu. Þær eru mjög fegnar að geta talað móðurmál sitt við lækni. Það er því kannski ákveðið jafnrétti fólgið þessu líka.“ Spurður um muninn á því að vinna á pólsku sjúkrahúsi í tveggja milljóna borg og á Selfossi segir hann muninn gríðarlegan. „Það sem ég hef helst tekið eftir er að á Íslandi er mjög heilbrigt samfélag og hér eru ekki eins margir sjúkdómar og í Póllandi. Ég held að sú staðreynd að fiskur er oft á borðum sé eitt lykilatriði, en líka lífsstíllinn og umhverfið. Fólk vinnur ekki eins mikið og við gerum í Póllandi, ekki eins margar klukkustundir á dag.“ Nokkur munur er á pólskum sjúklingum Roberts eftir því hversu lengi þeir hafa búið á Íslandi. Þeir sem hafa búið lengi eru svipaðir Íslendingum, en þeir sem hafa dvalið stutt í landinu eiga við svipuð heilbrigðisvandamál að stríða og þekkjast í Póllandi. „Ég sé mun á barnshafandi konum. Í Evrópu eru fleiri fylgi- kvillar á meðgöngu. Þær sem hafa dvalið stutt á Íslandi hafa til dæmis sömu streitueinkenni og eru algeng í Evrópu. Lífsstíll skiptir sköpum og hefur mikil áhrif á með- gönguna.“ Sú staðreynd hlýtur að vekja spurningar um hvort íslenskir læknar séu færir um að meðhöndla fólk af erlendum uppruna sem nýkomið er til landsins. „Allir íslensku læknarnir sem ég hef hitt fóru í sérnám til Evrópu eða Bandaríkjanna. Þeir ættu því að þekkja vel til og búa yfir þeirri reynslu sem þarf.“ Roberti þykir lífið á Selfossi afslappandi og gott. Hann hefur þegar hafið íslenskunám og vonast til þess að fjölskylda hans komist með í næstu ferð til Íslands. Sjúklingum fjölgar dag frá degi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.