Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 46

Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 46
 18. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið vinnuvélar Kraftvélar við Dalveg hafa tekið í notkun nýtt og hentugt húsnæði fyrir námu- og jarðgangatæki frá sænska fyrirtækinu Sandvik. „Það er mikið steypt í dag og þeir sem kaupa sand og möl gera kröfur um hágæðatæki til að brjóta og harpa efnið, hreinsa það og flokka. Því er nauðsynlegt að huga vel að þeirri tegund tækja og bjóða bara það besta. Það gerum við í Sandvíkurdeildinni okkar sem við erum nú að efla með auknu rými,“ segir Ólafur Ár- sælsson, sölustjóri námu- og jarðgangatækja hjá Kraftvélum. Um leið sýnir hann rúmgott og hentugt húsnæði sem Kraftvélar hafa ný- lega tekið í notkun undir malarhörpur, brjóta, jarðbora og fleyga sem koma frá sænska fyrirtækinu Sandvik. „Þessi deild er bjartasta vonin eins og er,“ segir hann glaðlega. Brjótarnir eru vandasöm smíði að sögn Ólafs og þá sérstaklega hersla á því stáli sem brýtur það grjót sem notað er í byggingar og vegaframkvæmdir. „Brjótarnir eru aðallega framleiddir í þremur gerðum. Kjálkabrjótar eru grófastir og notaðir sem forbrjótar. Síðan koma keilubrjótar sem taka við malarefninu úr kjálkabrjótnum og smækka það. Að síðustu eru innbyrðisbrjótar. Þeim má líkja við sterka tunnu sem þeytir efninu þannig að steinarnir rekast hver á annan, brotna og breyta um lögun,“ lýsir Ólafur. Ólafur hefur verið í vélabransanum í fjöru- tíu ár. Hann byrjaði hjá Heklu og var þar til 1980 er hann fór í Bílaborg, þar sem hann hóf að koma Komatsu-vinnuvélunum á markað. Síðan stofnaði hann fyrirtækið Merkúr með öðrum og rak það í 15-16 ár. Svo kom hann aftur í Komatsu-bransann sem Kraftvélar höfðu tekið að sér. Nú eru námu- og jarð- gangatækin hans ær og kýr. Hann lýkur lofs- orði á sænska fyrirtækið Sandvik, sem stofn- að var 1862, og þær vélar sem það hefur upp á að bjóða. „Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna eftir Sandvik-trésögunum og hömrunum sem þóttu bera af í gæðum og endingu. Nafnið Sandvik hljómar kunnuglega í eyrum þeirra,“ segir hann brosandi og bætir við að Sandvik hafi alls ekki dottið í dróma eða slen heldur ríki þar mikil gróska. „Sandvik- samsteypan hefur um 42.000 manns í vinnu og hefur komið sér upp umboðsmönnum í 130 löndum,“ lýsir hann. Ólafur segir malarhörpurnar og grjótbrjótana frá Sandvik til í mörgum stærð- um og útfærslum og til að auka breiddina hafi fyrirtækið nýlega keypt Fintec- og Extec- verksmiðjurnar, sem báðar séu rómaðar fyrir vandaða framleiðslu á hörpum og brjótum. „Sandvik á líka Tamrock- og Rammer-verk- smiðjurnar í Finnlandi sem framleiða jarð- bora og vökvafleyga. Borarnir sem eru notaðir í Héðinsfjarðargöngunum eru Tamrock-borar og Arnarfell er líka með þá á virkjanasvæð- inu fyrir austan. Þetta eru snilldargræjur,“ segir Ólafur, sem lýsir næst litlum klapparbor sem hann segir byltingarkenndan hvað varðar notagildi. Sá heitir Commando 120 RF. „Með bornum má komast á hina ólíklegustu staði þar sem plássið er lítið. Verktakar á Íslandi nota vökvafleygana alltof mikið. Með því að bora og sprengja meira væri hægt að spara bæði tíma og peninga.“ gun@frettabladid.is Hörpur og brjótar eru hágæðatæki Harpa af gerðinni Fintec 542 að vinna fyrir Ístak í Tungumelsnámum. Ólafur hjá Kraftvélum við klapparborinn netta, Commando 120. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NOTAÐAR DRÁTTARVÉLAR FRÁ DANMÖRKU Fyrstu dráttarvélarnar sem Jötunn Vélar flytja inn notaðar frá dóttur- fyrirtæki sínu Total Maskiner í Danmörku komu til Selfoss í vikunni. Um er að ræða vel með farnar Case MX 200 vélar árgerð 2000 sem Total Maskiner tók uppí nýjar Fendt dráttarvélar í sumar. Casarnir eru þegar seldir og munu verða afhentir nýjum eiganda á næstu dögum. Á næstunni er von á fleiri stórum notuðum dráttarvélum til lands- ins frá Danmörku. Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.