Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 48

Fréttablaðið - 18.10.2007, Side 48
 18. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið vinnuvélar Hlynur Aðalsteinsson og Þorvaldur Þórisson. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR Bílstjórar flutningabifreiða verja drjúgum hluta lífs síns á þjóðveg- um landsins. Nokkrir þeirra voru spurðir hver væri besti og versti vegarkaflinn á þeirra föstu leið. Hlynur Aðalsteinsson og Þorvaldur Þórisson, Reykjavík - Akureyri. „Versti vegarkaflinn er frá Reykjavík upp í Kollafjörð. Allur í hringtorgum,“ segir Þorvaldur. „Besti kaflinn núna er Norðurár- dalur í Skagafirði. Nýi vegurinn þar er mesta samgöngubót fyrir okkur í mörg, mörg ár.“ Hlynur tekur undir það. „Svo er Norðurárdalurinn í Borgar- firði líka að lagast. Þar er verið að taka út nokkra hlykki,“ segir hann og bætir við. „Hlykkir eru aldrei góðir fyrir stóra bíla. Ég er inni- lega sammála Þorvaldi um versta kaflann. Hringtorgin eru hlykkir og þau eru svo þröng. Gatnamót- in út úr bænum eru stórhættuleg. Það er búið að þrengja þau svo að þegar við erum með stóru vagn- ana náum við ekki orðið beygjun- um öðruvísi en að skera akreinina við hliðina og það er ekki gott.“ BESTI OG VERSTI VEGARKAFLINN Hringtorgin verst Ýmis orð og hugtök eru vinnu- vélanotendum töm en óinnvígð- um torræð. Eitt þeirra er hið fjörlega orð hlaupaköttur. Hér kemur útskýring á því fyrir- bæri, tekin upp úr reglum um öryggisbúnað krana og lyftibún- aðar frá félagsmálaráðuneyt- inu dagsett 10. september 1999. Eins og fram kemur hleypur þessi köttur ekki frjáls um víðan völl. Þar stendur: „Hlaupaköttur er lyftibún- aður á braut sem getur lyft byrði, slakað henni og flutt hana fram og til baka.“ Í reglunum stendur líka að hlaupaköttur með 1.000 kg lyftigetu eða meira skuli vera með yfir- átaksvörn. Hvað þýðir það? „Yfirátaksvörn er öryggis- búnaður sem annaðhvort tekur völd af stjórnanda krana þannig að hann getur ekki framkvæmt neinar aðgerðir sem auka átak á kranann eða gefur honum ljós- eða hljóðmerki um að ekki megi auka átak á hann.“ Þá vitum við það. - gun HVAÐ ER? Hlaupaköttur VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • velfang@velfang.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.