Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 54

Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 54
 18. OKTÓBER 2007 FIMMTUDAGUR16 fréttablaðið vinnuvélar Samgöngusafnið á Skógum geymir nokkrar vinnuvélar sem leystu handverkfærin af hólmi og voru stórkostlegar tækninýjungar á sinni tíð. „Alltaf er eitthvað að bætast við en húsið er fullt þannig að við getum ekki bætt inn á sýning- una en skiptum út hlutum annað slagið,“ segir Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri Skógasafns. Hann tekur fram að ekki sé að- eins um hjóla- eða beltatæki að ræða á samgöngusafninu heldur séu þar líka munir sem tengjast pósti og síma og einnig rafvæð- ingu. Gaman er að staldra við á Skógum og líta yfir þetta fágæta safn sem greinilega er vel hlúð að. „Það er oft leitað til okkar með alls konar muni sem tengj- ast samgöngum. Sumum getum við tekið við og öðrum ekki, eins og gengur,“ segir Sverrir. „Við erum heppin að hafa notið trausts þannig að fólk vilji koma hlutum til okkar.“ - gun Gersemar í góðu skjóli Caterpillar 12 E veghefill af árgerð 1941. Hann var í eigu Vegagerðarinnar og var gerður upp á Akureyri 1991-96. Deutz, árgerð 56, Massey Harris Pony, árgerð 49, Farmall Cup, árgerð ´49 og Ferguson ´49. Hann er ekki stór þessi vörubíll miðað við búkollur nútímans því heildarþyngd hans er 13,5 tonn og vélin 150 hestöfl. Gerðin er Scania Vabis, árgerðin 1954 og skrásetn- ingarnúmerið X-24. Eigandi frá upphafi var Haraldur Georgsson, Haga í Gnúpverja- hreppi, en núverandi eigandi, Jóhanna Haraldsdóttir, lánaði bílinn á sýninguna í Skógum. Sverrir Magnússon er framkvæmdastjóri Skógasafns. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Caterpillar D4 DD beltaskófla árgerð 1945.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.