Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 84

Fréttablaðið - 18.10.2007, Page 84
Glæsileg opnunarveisla Hilton Reykjavík Nordica- hótelsins var haldin í fyrradag. Yfir eitt þúsund manns var boðið í veisluna þar sem kokkar frá veit- ingastaðnum Vox stjönuðu við gesti og gangandi. Saga Film sá um að setja ævintýralegan blæ á veisluna þar sem eldfjöll, jöklar og hverir voru áber- andi. Hilton-hótelin um heim allan eru orðin tæplega fimm hundruð um heim allan og hefur Ísland nú loks- ins bæst í hópinn. George Lucas, leikstjóri hinna vinsælu Star Wars-mynda, er byrjaður að vinna að gerð leikinna sjónvarpsþátta sem verða byggðir á myndunum. Hvorki Luke Skyw- alker né Darth Vader verða á meðal persóna í þáttunum. „Geimgenglarnir eru ekki í þátt- unum. Þeir fjalla um persónurnar sem voru í smærri hlutverkum,“ sagði Lucas, sem bætti því við að vélmenni yrðu áberandi. Lucas er með aðra sjónvarpsþáttaröð í píp- unum sem kallast Star Wars: The Clone Wars og er hún tölvuteikn- uð. Tvö ár eru liðin síðan sjötta og síðasta Star Wars-myndin, The Revenge of the Sith, kom út. Star Wars í sjónvarp Söngkonan Madonna hefur undirritað risaplötusamning við tónleikafyrirtækið Live Nation. Hún er þar með fyrsta stórstjarnan sem gerir útgáfusamning við tónleikafyrirtæki í stað þess að semja við hefðbundið útgáfufyrirtæki. „Tónlistarheimurinn hefur breyst og sem listamaður og viðskiptakona verð ég að fylgja þeim breytingum,“ sagði Madonna. „Í fyrsta sinn á ferli mínum nær tónlist mín á ótakmarkaðan hátt til aðdáenda minna. Ég vil ekki takmarka hugsun mína og með þessum nýja samningi eru möguleikarnir endalausir.“ Þar með lýkur 25 ára veru Madonnu hjá Warner Music, þar sem hún hefur verið allan sinn feril og selt um tvö hundruð milljónir platna. Til að klára samninginn sinn þarf hún þó að gefa út eina plötu í viðbót undir merkjum Warner. Er hún væntanleg á næsta ári. Talið er að Madonna, sem er 49 ára, fái í sinn hlut um 7,2 milljarða króna á næstu tíu árum fyrir nýja samninginn. Auk þess eignast hún hlutabréf í Live Nation. „Madona er sannkölluð goðsögn og frumherji, bæði sem listamaður og í viðskiptum,“ sagði framkvæmdastjóri Live Nation. „Samstarf okkar er stórmerkilegt skref í tónlistarsögunni.“ Sérfræðingar segja að samningurinn beri vott um breyttar áherslur í tónlist- arheiminum vegna dvínandi plötusölu. Í framtíðinni verði lagt meira kapp á tónleika, minjagripasölu og þátttöku í sjónvarpsþáttum en áður. Madonna gerir risasamning Kevin Federline kom með- leikurum sínum og starfs- liði við tökur á One Tree Hill á óvart á dögunum. Endalausar maríjúana- reykingar voru ekki vel séðar. Kevin Federline hefur verið í hlut- verki góða mannsins undanfarið, á meðan fjölmiðlar hafa einbeitt sér að skandölum barnsmóður hans og fyrrum eiginkonu, stórstjörn- unnar Britney Spears. Federline var þó á árum áður þekktur fyrir partístand og óheflaða framkomu, og nú virðist hann stefna í sama farið. Federline varð sér úti um gesta- hlutverk í táningaþáttunum One Tree Hill, og hefur verið við tökur á þættinum síðustu daga. Þar hefur hann reykt hverja jónuna á fætur annarri, starfsfólki og öðrum leikurum til mikillar undr- unar. „Hann reykir maríjúana alls staðar á tökustað, eins og það sé bara hluti af líferni hans. Lyktin er svo sterk að það er augljóst að hann er ekki að reykja venjulegar sígarettur. Hann virðist ekki reyna að leyna því á neinn hátt,“ segir heimildarmaður New York Daily News. Federline hefur einnig látið taka eftir sér á börum bæjarins Wilm- ington í Norður-Karólínuríki, þar sem tökur fara fram. „Ég hef þjón- að honum nokkrum sinnum og hann hefur alltaf verið mjög örlát- ur. Einu sinni gaf hann mér 600 dollara í þjórfé fyrir bara tvo bjóra,“ segir einn barþjónanna í bænum. Federline ætti að hafa efni á því, en talið er að Britney greiði honum mánaðarlega ríflega eina milljón króna. Leiðir hjónanna fyrrverandi liggja næst saman í réttarsal 26. október næstkomandi. Glæsileg opnun- arveisla á Hilton Skiptum út nýjumhaustvörum fyrir nýrrihaustvörur afsláttur af völdum vörum og skóm 50% Smáralind s. 522 8383 Kringla s. 522 8393

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.