Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 86

Fréttablaðið - 18.10.2007, Síða 86
TOPPMYNDIN ÁÍ SLANDI! Sofðu einu sinni hjá Chuck og næsti maður sem þú hittir er ást lífs þíns. Brjálæðislega fyndin mynd! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 14 16 12 16 14 16 14 14 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 THE KINGDOM kl. 8 - 10 HALLOWEEN kl. 6* SUPERBAD kl. 6* *Síðustu sýningar 14 16 16 12 12 12 14 16 14 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 - 10.15 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 - 10.20 ALEXANDRA ENSKUR TEXTI kl.6 - 10.15 HALLOWEEN kl. 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HALLOWEEN kl. 8 - 10.25 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 10.20 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - I. Þ. Film.is - J. I. S. Film.is “Skotheld skemmtun” - T.S.K., Blaðið “H EIMA ER BEST” - MBL “ ALG JÖRLEGA EINSTÖK” - FBL “VÁ” - B LAÐIÐ “ME Ð GÆSA HÚÐ AF HRIFNIN GU” - DV “SI GUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q “SO BEAUTI FUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE Dóri DNA - DV ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Í Bölvun eða blessun? GOOD LUCK CHUCK kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE KINGDOM kl. 5.40 - 8 - 10.20 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 10.20 - L.I.B. Topp5.is STARDUST ER MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR. ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF www.SAMbio.is 575 8900i i AKUREYRI ÁLFABAKKA THE BRAVE ONE kl. 5:30 - 8D - 10:30D 16 THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 STARDUST kl. 5:30D - 8 - 10:30 10 NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:30 L SUPER BAD kl. 8 - 10:30 12 CHUCK AND LARRY kl. 8 12 MR. BROOKS kl. 10:30 16 BRATZ kl. 5:30 L ASTRÓPÍÁ kl. 6 L RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:20 16 STARDUST kl. 8 -10:20 10 SELFOSSI HAIRSPRAY kl. 8 L BRATZ kl. 8 L 3:10 TO YUMA kl. 10:20 16 CHUCK AND LARRY kl. 10:20 12 KEFLAVÍK GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 L HAIRSPRAY kl. 10:20 L STARDUST kl. 8 7 Leiðin að hjartanu er í gegnum ljúfengan mat! KRINGLUNNI THE KINGDOM kl. 5:40 - 8 - 10:20 10 THE BRAVE ONE 5:40D - 8D-10:20D 16 STARDUST kl. 5:30D 10 NO RESERVATIONS kl. 10 L ASTRÓPÍÁ kl. 8 L JIS - FILM.IS - bara lúxus Sími: 553 2075 THE KINGDOM kl. 5.45, 8 og 10.20 16 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.45 og 10.20 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Hljómsveitin Thundercats og bandaríski tónlistarmað- urinn Khonnor spila saman á Iceland Airwaves-hátíð- inni annað kvöld. Sveitin komst í kynni við Khonnor í gegnum netið og hitti hann síðan nokkrum mánuðum síðar á Íslandi. Khonnor vakti fyrir nokkrum árum athygli fyrir plötu sína Handwriting, sem fékk mjög góða dóma gagnrýnenda, og bera meðlimir Thundercats honum vel söguna. „Þetta er „brilliant“ náungi. Hann er með öflugri listamönnum sem maður hefur uppgötvað síðustu ár,“ segir Þrumuköttur- inn emMelLessS. „Tón- listin er svo einlæg og þetta er bara alvöru- náungi.“ Thundercats gerði nýverið útgáfusamn- ing við þýska indí-fyrirtækið Nordic Notes og kemur fyrsta plata sveitarinnar, New Wave, út í Þýskalandi, Austurríki og Sviss, auk Íslands. Hefur platan að geyma tilraunaskotið popp/rokk með forrituðum trommuleik og kemur tónlistarkonan Jara við sögu í fjórum lögum. Auk þess að spila með Thundercats á Organ annað kvöld klukkan 00.30 verður Khonnor á sama stað í kvöld með eigin tónleika. Þrumukettirnir sjálfir, sem hafa skartað forláta grímum á tónleikum sínum, ætla hugs- anlega að afhjúpa leyndarmál sitt og fella þær niður á Organ. Geta þá aðdáendur sveitarinnar svalað forvitni sinni í eitt skipti fyrir öll. Spila með Khonnor á Airwaves Breska hljómsveitin Slow Club kemur fram á Airwaves-hátíðinni í kvöld. Sveitin spilar á Moshi Moshi-kvöldinu svokallaða á Nasa en það ágæta plötufyrirtæki hefur um árin fært Íslendingum nokkur frábær atriði á Airwaves, til dæmis Hot Chip, Architecture in Helsinki og Klaxons. Slow Club skipa þau Rebecca og Rebecca en hún syngur og spilar á trommur og hann spilar á gítar og syngur. Það sem er kannski skemmtilegast við sveitina er sú staðreynd að Rebecca trommar standandi. „Mér finnst einfald- lega ekki gaman að tromma sitj- andi. Ég gerði því bara mína eigin útgáfur af furðulegu trommusetti sem mér finnst fjörugt. Það gerir mér líka auðveldara um vik að syngja,“ útskýrir Rebecca þegar blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af henni þar sem hún sat í strætó í London. Með Slow Club í kvöld troða einnig upp til dæmis Best Fwends, The Teenagers, Late of the Pier og íslensku ungstirnin í Retro Stef- son. „Við munum pottþétt standa upp úr,“ segir Rebecca, full af sjálfsöryggi. „Sjálfstraust er mik- ilvægt í tónlist, því þú verður að trúa á hlutina sem þú ert að gera. Reyndar er það oft erfitt, sérstak- lega í Bretlandi, þar sem svo margar sveitir berjast um hituna. En á endanum nær maður vonandi að gleðja sjálfan sig og vonandi aðra í leiðinni.“ Ætla að skara fram úr Þeir eru ófáir tónlistarað- dáendurnir sem hlakka til tónleika Deerhoof á Airwa- ves í ár enda þykir sveitin framúrskarandi. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við hinn takfasta trommu- leikara sveitarinnar, Greg Saunier. Deerhoof hefur verið starfandi frá byrjun síðasta áratugs og á þeim tíma sent frá sér hátt í tíu breiðskífur. Erfitt er að flokka tónlist sveitarinnar undir einn hatt enda sveiflast tónlist Deer- hoof frá argasta gítarhávaðarokki yfir í sykurhúðað tyggjópopp. Til- raunamennskan er þó yfirleitt í fyrirrúmi. Nýjasta plata sveitarinnar, Fri- end Opportunity, kom út fyrr á þessu ári en platan var sú fyrsta eftir brotthvarf Chris Cohen, sem hafði spilað á bassa og gítar með sveitinni til nokkurra ára. Sveitin hefur reyndar gengið í gegnum nokkrar mannabreytingar frá stofnun sveitarinnar en hvaða áhrif hafa þessar breytingar á hljóm Deerhoof á milli platna? „Spurðu mig aftur eftir tíu ár,“ svarar Greg og hlær. „Ef ég hlusta á einhverja plötu með Deerhoof- heyri ég aðeins gallana og allt það sem ég vildi að við hefðum gert betur. Síðan á sama tíma heyri hluti sem ég er undrandi yfir, því ég hélt að við gætum ekki gert lög sem hljómuðu svona. Á margan hátt hefur ekkert breyst síðan Chris hætti. Við vissum ekkert hvað við vorum að gera þegar hann var með okkur í sveitinni, höfðum enga formúlu. Núna höfum við enn enga stefnu og vitum ekkert hvernig við munum hljóma.“ Deerhoof hefur lengi verið þekkt fyrir þróttmikla tónleika og segir Greg að á margan hátt ein- faldi það hlutina að vera núna þrjú í stað þess að vera fjögur. „Við getum spilað sama lagið, og á hverjum tónleikum hljómar það öðruvísi. Einn daginn spilum við það hraðar og hinn daginn hægar. Fyrir mér er þetta bara eins og með Rolling Stones eða eitthvað. Einfaldlega klassísk rokk og ról formúla. Lögin eru svo einföld að það gefst mikið svigrúm til að leika sér aðeins með þau. Og á margan hátt er auðveldara að framkvæma slíkt þegar færri eru í sveitinni.“ Undanfarið hefur Deerhoof verið nokkuð dugleg að gefa aðdá- endum sínum fría tónlist á heima- síðu sinni, meðal annars alls kyns óútgefið efni, útvarpsupptökur, ábreiðulög og fleira. „Það var sá tími þegar Deerhoof hefði aldrei gefið tónlist sína. Það var áður en ég eignaðist sjálfur tölvu,“ svarar Greg og springur úr hlátri. „En ég meina, við erum ekkert frábrugðn- ari öðrum sveitum að þessu leyti.“ Greg hlakkar mikið til Íslands- heimsóknarinnar en segir að sveit- in muni ekki spila mikið af nýju efni hérlendis en eitthvað þó. „Við erum nú að fara að spila á Íslandi í fyrsta skiptið og þar býst ég við að flestallir áhorfendurnir séu að hlusta á Deerhoof í fyrsta skipt- ið.“ Ég segi Greg hins vegar að þar sé hann að vanmeta íslensku áhorfendurna. Deerhoof spilar á Gauknum á föstudagskvöldið á Airwaves í ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.