Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.10.2007, Blaðsíða 48
 19. OKTÓBER 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið miðborgin Barnafatnaður Jakki, buxur peysa og húfa kr. 10.500. North Ice Winter: Úlpa, buxur „su- perdry“ nærföt, flís millilag, húfa, lúffur og trefill kr. 19.500. Skór Pro hunter kr. 9.500. Camo skór kr. 10.500. Premium skór kr. 12.500. Gönguskór kr. 9.500. Leðursandalar kr. 3.150. Veiðifatnaður Jakki, buxur, tvenn pör af nærfatnaði „super dry“ og flísmillilag, flónelskyrta, húfa, axlabönd, áhneppt hetta og flugnanet og sætisyfirbreiðsla. Camo pakki: Jakki, buxur peysa, nærföt áhneppt hetta og flugnanet, axlabönd. kr. 29.500. North Ice Outdoor:Jakki, buxur, flís- peysa, flísnærföt bolur, húfa og sokkar kr. 17.500. — ICEFIN— Nóatúni 17 sími 534 3177 og 820 7746 Fr u m Herrafatnaður frá heimsþekktum hönnuðum, klæðskeraþjónusta og sérvalinn kvenfatnaður er meðal þess sem fæst hjá Alvaro Calvi í nýrri fataverslun hans á Laugaveginum, Calvi. Nú á haustmánuðum var opnuð glæsi- leg fataverslun á Laugavegi 85 er nefn- ist Calvi. Eigandi hennar er Alvaro Calvi, sem hann hefur langa reynslu úr tískubransanum, en hann starfaði í tólf ár hjá Sævari Karli áður en hann opnaði sína eigin verslun 22. september síð- astliðinn. Verslunin minnir á flottustu tískuhúsin erlendis og hefur greinilega verið vandað til verksins. Þar er boðið upp á heimsþekkt fatamerki og klæð- skeraþjónustu. „Við erum einna helst með herraföt enn sem komið er en bjóðum þó líka upp á kvenfatnað sem er sérvalinn og er í raun eins og listaverk. Ég er með ítalska línu sem heitir Corneliani og er það aðallega herrafatnaður. Síðan erum við með fatnað frá Armand Basi sem er hönnuður frá Barcelona og er ég bæði með herra- og kvenfatnað frá honum. Svo erum við með fatnað frá Christian Lacroix, bæði jakkaföt og skyrtur sem er þá meiri hátískuvara. Ég er líka með Porsche design, eins og bíllinn, en línan frá þeim kallast „Driver‘s collection“ og er það mjög fallegur sportfatnaður,“ útskýrir Alvaro og ljóst er að hér er um toppnöfn í tískuheiminum að ræða. Vetrartískan einkennist líkt og oft áður af hlýjum litum og fræddi Alvaro okkur um helstu strauma og stefnur þetta árið. „Fyrir veturinn er mikið af jarðlitum og rauði liturinn er áberandi í aukahlut- um eins og bindum. Sniðin núna eru öll þétt að líkamanum en þó úr þægilegum efnum með teygju. Einnig er mikið af vestum. Jakkafötin eru í jarðlitum eins og gráum og brúnum en svo er alltaf klassískt að eiga dökk jakkaföt,“ segir Alvaro. Varðandi mynstur á jakkafötum þá gat Alvaro bent okkur á þau helstu: „Nú er mjög vinsælt mynstur sem kallast „Prince of Wales“ og annað sem kallast „pin stripes“ og „shadow stri- pes“ þar sem teinarnir eru ekki áber- andi.“ Viðtökur við opnun verslunarinnar voru mjög góðar enda er Alvaro þekkt- ur í sínu fagi hér á landi. Auk þess býður hann upp á klæðskeraþjónustu. „Við saumum alveg frá grunni. Við hönnum snið og þetta er allt meira og minna handunnið eins og gert var fyrir mörgum árum og enn er gert á Eng- landi,“ segir Alvaro en hjá honum er fagmennska í fyrirrúmi. Hjá Calvi starfar Mohammed Zah- awi sem er mjög reynslumikill klæð- skeri og þekktur hér á landi fyrir störf sín við Íslensku óperuna. Áður starfaði hann lengi í Þýskalandi. Calvi býður upp á fyrsta flokks fatn- að og er verslunin kjörinn staður fyrir fagurkera að eyða góðum stundum og fjármunum. hrefna@frettabladid.is Klassískur Calvi Alvaro Calvi býður upp á hágæða tískufatnað og klæðskeraþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.