Fréttablaðið - 19.10.2007, Page 66

Fréttablaðið - 19.10.2007, Page 66
Ég er einn af þeim sem hafa lengi látið blekkja sig með þeirri klisju að Reykjavík sé falleg borg því þar sé svo mikil fjölbreytni í byggingarstíl. Hægt sé að sjá dæmi um marga stíla og mörg tímabil og það hlið við hlið í íbúðarhverfum sem oft er erfiðara að rata um en völundarhús. Raunin er sú að í Reykjavík ægir öllu saman og það er alveg örugg- lega ekki vegna þess að einhver hafi viljað búa til fallega fjölbreytni. Ástæðan er sú að skipulagsmál hafa ekki verið í nógu góðum farvegi og oft virðist skorta á að horft sé til framtíðar. Gefin eru út byggingar- leyfi og mönnum nánast í sjálfsvald sett hvað þeir gera við reitinn. Gott dæmi um það má til dæmis sjá milli Hótel Borgar og gamla Apóteksins en þar er eitt af ljótustu húsum borgarinnar. Það er dæmi um hönnun sem er svo úr sambandi við umhverfi sitt að halda mætti að teikningin hefði verið valin af handahófi. Það hús myndi hins vegar eflaust vera fallegra ef það stæði hjá sínum líkum annars staðar í bænum. Í vikunni sótti ég áhugaverðan fyrirlestur í Háskólanum á Akur- eyri þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi frétta- haukur, fjallaði um rannsóknir sínar á skipulagi borga og byggða víða um Evrópu. Þar kom meðal annars fram að á sama tíma og byggðar eru óað- laðandi kassablokkir í nýjum hverfum höfuðborgarsvæðisins hafa Þjóðverjar verið að flýja í stór- um hópum úr slíkum hverfum og þau verið jöfnuð við jörðu til að byggja meira aðlaðandi byggð. Lengi hefur kassablokkarfyrirbæri sem Þjóðverjarnir nefna WBS70 verið það vinsælasta þar í landi og ég held að nafnið eitt segi mikið um hugsunina sem þar býr að baki. Nú hafa Þjóðverjar hins vegar snúið við blaðinu og það skilar sér á mörgum öðrum sviðum samfélagsins. Á sama tíma virðist kassaæðið vera að ná nýjum hæðum hér á Íslandi. Litlir kassar á lækjarbakka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.