Fréttablaðið - 19.10.2007, Side 74
Það hafa verið sviptingar í
borgarpólitíkinni undanfar-
ið og sitt sýnist hverjum um
hvernig málin hafa þróast.
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
kíkti í heimsókn til starfs-
manna Gúmmívinnustof-
unnar SP dekk í Skipholti
og tók stöðuna í pólitíkinni.
Guðmann: Ég
kaus Sam-
fylkinguna í
borgarstjórn en
ég held að Dagur
sé ekki endilega
þarfasti
þjónninn þar.
Hann hefur ekki
reynsluna. Markaðssetur sig sem
plebba en er að gera ágætis hluti.
Halldór: Ég veit ekki hver þetta er.
Hann lítur út fyrir að spá mikið í
útlitið.
Sturla: Þetta er flottur maður en
ég hugsa að hann sé betri læknir
en borgarstjóri. Hann skortir
reynslu til að stjórna borginni.
Ívar: Er ekki skortur á læknum?
Einar: Ég hef ekki myndað mér
skoðun á honum. En veit að hann
er góður læknir, ég fór einu sinni
til hans.
Guðmann: Mér
finnst þetta
fáránlegur
maður!
Vilhjálmur er
rekinn en hann
sleppur með
skrekkinn og er
allt í einu kom-
inn í borgarstjórn. Þetta er
glæpamaður.
Sturla: Hann er með valdagræðgi
og ætti að víkja. Maður þekkti
hann ekkert áður en hann fór í
framboð. Hann rétt sleppur inn og
getur svo snúið allri borginni við á
einu bretti.
Guðmann: Hann kemur bara inn
með flott bros og falleg loforð.
Kemur sér inn á því.
Ívar: Hann hefur ekki komið hing-
að, þessi.
Sturla: Jú, jú, hann átti svartan
Ford-jeppa. Kom hérna einu sinni.
Guðmann: Þessi
er búin að vera
lítið áberandi.
Ég tengi hana
ekki einu sinni
við flokk í fljótu
bragði.
Halldór: Ég veit
ekkert hver þetta er! Virðist vera
fín kerling.
Einar: Ég kem af fjöllum. Veit ekki
hver þetta er en veit að hún er í
Sjálfstæðisflokknum. Hef séð
henni bregða fyrir í fréttum.
Sturla: Er þetta ekki klár kona
sem þarf bara að fá að njóta sín
betur?
Guðmann: Ég
hef ekki fylgst
mikið með henn-
ar verkum en
gef henni einn
þumal upp.
Halldór: Ég veit
allavega hver
þetta er, þetta
er fín kerling. Ég veit samt ekkert
hvað hún er að gera.
Einar: Margrét var sem mest í
sviðsljósinu þegar ég fylgdist sem
minnst með fréttum. En hún fór úr
Frjálslynda flokknum, ég man
það.
Sturla: Æ, er hún ekki útbrunnin?
Hún veit ekki einu sinni í hvaða
flokki hún á að vera.
Sturla: Hefur
hún ekki verið
að reyna að
draga allt þetta
REI-mál fram í
sviðsljósið? Það
er flott ef hún
getur það. Þetta
er mjög dular-
fullt allt saman. Maður veit varla
hver er að svíkja hvern.
Halldór: Ég veit ekkert hver þetta
er heldur. Ég dæmi fólk bara af
útlitinu. Er þetta ekki fín kerling?
Með góðleg augu og lítur ágætlega
út. Á greinilega næga peninga.
Einar: Ég hef lítið lesið blöðin upp
á síðkastið og þekki ekkert til
hennar. Rétt svo í sjón.
Halldór: Ég
kannast við
andlitið en veit
ekkert hver
þetta er!
Guðmann:
Fram að REI-
málinu var
hann að gera
góða hluti og stóð við töluvert
af því sem hann lofaði, t.d.
hvað varðar málefni aldr-
aðra. Það segir kannski
eitthvað að hann er sjálf-
ur að fara á elliheimili
eftir 10-15 ár.
Einar: Hann var að gera
fína hluti þangað til Björn
Ingi stakk hann. Þetta var auð-
vitað leiðinlegt fyrir hann og mér
fannst hann ekki eiga þetta skilið.
Halldór: Ég
þekki þennan!
Guðmann: Gísli
Marteinn Bald-
ursson, besti
vinur gamla
fólksins! Mér
finnst hann hafa
komist of langt í
pólitík miðað við aldur og reynslu.
Annars brosir hann sig bara út úr
öllu og kemur ágætlega út.
Halldór: Þetta er fínn náungi en
hann hefur ekkert að gera í pólit-
ík.
Einar: Hann hefði átt að halda sig
í Sjónvarpinu. Hann fór svo
snemma út í þetta og varð bara
klikkaður í hausnum af pólitík.
Guðmann: Flott forsetahjón! Ég
hef fulla trú á Ólafi. Þegar hann
beitti neitunarvaldi á fjölmiðl-
afrumvarpið sýndi hann og sann-
aði að forsetaembættið er ekki
bara til skrauts. Alvöru pólitíkus
með raunhæf markmið.
Sturla: Ólafur hefur sýnt að það er
hægt að nota hann til meira en
„heimabrúks“ eins og Spaugstof-
an gerði grín að.
Halldór: Maður sér hann sjaldan
gera annað en að standa og veifa.
Ég myndi vilja sjá Ladda sem for-
seta. Annars hefur Dorrit ágætan
fatasmekk en er aðeins of snobb-
uð.
Einar: Ólafur hefur verið að gera
frábæra hluti fyrir náttúruvernd.
Flott að setja náttúruna í forgang.
Ég vil sjá hann áfram.