Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2007, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 19.10.2007, Qupperneq 74
Það hafa verið sviptingar í borgarpólitíkinni undanfar- ið og sitt sýnist hverjum um hvernig málin hafa þróast. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir kíkti í heimsókn til starfs- manna Gúmmívinnustof- unnar SP dekk í Skipholti og tók stöðuna í pólitíkinni. Guðmann: Ég kaus Sam- fylkinguna í borgarstjórn en ég held að Dagur sé ekki endilega þarfasti þjónninn þar. Hann hefur ekki reynsluna. Markaðssetur sig sem plebba en er að gera ágætis hluti. Halldór: Ég veit ekki hver þetta er. Hann lítur út fyrir að spá mikið í útlitið. Sturla: Þetta er flottur maður en ég hugsa að hann sé betri læknir en borgarstjóri. Hann skortir reynslu til að stjórna borginni. Ívar: Er ekki skortur á læknum? Einar: Ég hef ekki myndað mér skoðun á honum. En veit að hann er góður læknir, ég fór einu sinni til hans. Guðmann: Mér finnst þetta fáránlegur maður! Vilhjálmur er rekinn en hann sleppur með skrekkinn og er allt í einu kom- inn í borgarstjórn. Þetta er glæpamaður. Sturla: Hann er með valdagræðgi og ætti að víkja. Maður þekkti hann ekkert áður en hann fór í framboð. Hann rétt sleppur inn og getur svo snúið allri borginni við á einu bretti. Guðmann: Hann kemur bara inn með flott bros og falleg loforð. Kemur sér inn á því. Ívar: Hann hefur ekki komið hing- að, þessi. Sturla: Jú, jú, hann átti svartan Ford-jeppa. Kom hérna einu sinni. Guðmann: Þessi er búin að vera lítið áberandi. Ég tengi hana ekki einu sinni við flokk í fljótu bragði. Halldór: Ég veit ekkert hver þetta er! Virðist vera fín kerling. Einar: Ég kem af fjöllum. Veit ekki hver þetta er en veit að hún er í Sjálfstæðisflokknum. Hef séð henni bregða fyrir í fréttum. Sturla: Er þetta ekki klár kona sem þarf bara að fá að njóta sín betur? Guðmann: Ég hef ekki fylgst mikið með henn- ar verkum en gef henni einn þumal upp. Halldór: Ég veit allavega hver þetta er, þetta er fín kerling. Ég veit samt ekkert hvað hún er að gera. Einar: Margrét var sem mest í sviðsljósinu þegar ég fylgdist sem minnst með fréttum. En hún fór úr Frjálslynda flokknum, ég man það. Sturla: Æ, er hún ekki útbrunnin? Hún veit ekki einu sinni í hvaða flokki hún á að vera. Sturla: Hefur hún ekki verið að reyna að draga allt þetta REI-mál fram í sviðsljósið? Það er flott ef hún getur það. Þetta er mjög dular- fullt allt saman. Maður veit varla hver er að svíkja hvern. Halldór: Ég veit ekkert hver þetta er heldur. Ég dæmi fólk bara af útlitinu. Er þetta ekki fín kerling? Með góðleg augu og lítur ágætlega út. Á greinilega næga peninga. Einar: Ég hef lítið lesið blöðin upp á síðkastið og þekki ekkert til hennar. Rétt svo í sjón. Halldór: Ég kannast við andlitið en veit ekkert hver þetta er! Guðmann: Fram að REI- málinu var hann að gera góða hluti og stóð við töluvert af því sem hann lofaði, t.d. hvað varðar málefni aldr- aðra. Það segir kannski eitthvað að hann er sjálf- ur að fara á elliheimili eftir 10-15 ár. Einar: Hann var að gera fína hluti þangað til Björn Ingi stakk hann. Þetta var auð- vitað leiðinlegt fyrir hann og mér fannst hann ekki eiga þetta skilið. Halldór: Ég þekki þennan! Guðmann: Gísli Marteinn Bald- ursson, besti vinur gamla fólksins! Mér finnst hann hafa komist of langt í pólitík miðað við aldur og reynslu. Annars brosir hann sig bara út úr öllu og kemur ágætlega út. Halldór: Þetta er fínn náungi en hann hefur ekkert að gera í pólit- ík. Einar: Hann hefði átt að halda sig í Sjónvarpinu. Hann fór svo snemma út í þetta og varð bara klikkaður í hausnum af pólitík. Guðmann: Flott forsetahjón! Ég hef fulla trú á Ólafi. Þegar hann beitti neitunarvaldi á fjölmiðl- afrumvarpið sýndi hann og sann- aði að forsetaembættið er ekki bara til skrauts. Alvöru pólitíkus með raunhæf markmið. Sturla: Ólafur hefur sýnt að það er hægt að nota hann til meira en „heimabrúks“ eins og Spaugstof- an gerði grín að. Halldór: Maður sér hann sjaldan gera annað en að standa og veifa. Ég myndi vilja sjá Ladda sem for- seta. Annars hefur Dorrit ágætan fatasmekk en er aðeins of snobb- uð. Einar: Ólafur hefur verið að gera frábæra hluti fyrir náttúruvernd. Flott að setja náttúruna í forgang. Ég vil sjá hann áfram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.