Fréttablaðið - 19.10.2007, Síða 80

Fréttablaðið - 19.10.2007, Síða 80
 Brian Barwick, yfir- maður enska knattspyrnusam- bandsins, ítrekaði í gær að Steve McClaren væri ennþá rétti maður- inn til þess að leiða enska landslið- ið þrátt fyrir svekkjandi tap gegn Rússum í undankeppni EM. Tapið verður hugsanlega til þess að enska landsliðið komist ekki í úrslitakeppni EM sem fram fer næsta sumar. „Steve hefur allan okkar stuðn- ing og við einbeitum okkur núna bara að leiknum gegn Króatíu, en auðvitað verðum við einnig með augun á leik Rússa gegn Ísrael og vonum að Ísrael vinni og veiti okkur hjálparhönd í baráttunni,“ sagði Barwick í viðtali við fjöl- miðla í gær. McClaren er búinn að stýra Englendingum síðan í ágúst í fyrra eftir að hafa áður verið aðstoðarmaður Sven-Göran Eriks- son hjá liðinu. McClaren áfram með enska landsliðiðið Hinn 44 ára gamli Kevin Reynolds, maðurinn sem lamdi stjóra Manchester United, Sir Alex Ferguson, í nárann fyrir utan lestarstöð í London á dögunum, hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir athæfi sitt. Ferguson var sjálfur gáttaður á atvikinu. „Ég átti ekki von á því að vera laminn og vissi ekki hvað maðurinn var að hugsa og ákvað að gera ekkert á móti því hann hefði getað verið vopnaður,“ sagði Ferguson í yfirlýsingu sinni á lögreglustöð eftir atvikið. Segja má að Reynolds sé góðkunningi lögreglunnar en hann á að baki alls 146 kærur fyrir líkamsmeið- ingar og smáglæpi. Átti ekki von á að vera laminn U-19 ára landslið karla í fótbolta komst á miðvikudag áfram í milliriðla í undankeppni Evrópumótsins árið 2008 þegar liðið vann sigur á Rúmeníu 2-0. Íslendingar voru í riðli með Englandi, Belgíu og Rúmeníu og fyrir leikinn á miðvikudag höfðu strákarnir tapað gegn geysi- sterkum Englendingum, en unnið Belga, og þurftu því sigur í síð- asta leiknum til að tryggja sér þátttökurétt í milliriðli. Íslendingar byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir eftir tæp- lega stundarfjórðung þegar Jósef Kristinn Jósefsson skoraði gott mark. Staðan var 1-0 í hálfleik, en seint í síðari hálfleik bættu íslensku strákarnir við öðru marki. Þar var að verki Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Reading, en hann bar fyrirliðaband Íslands í leiknum í fjarveru Arons Ein- ars Gunnarssonar sem tók út leikbann. Niðurstaðan var örugg- ur 2-0 sigur og Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari landsliðsins, var því hæstánægður með strák- ana sína. „Það var margt jákvætt við leikina hjá okkur og strákarnir stóðu sig vel. Þetta eru strákar sem hafa nú þegar þó nokkra reynslu af því að spila landsleiki með U-17 ára liðinu og þrír leik- menn liðsins eru komnir í atvinnumennsku, tveir hjá Reading og einn hjá AZ Alkmaar, þannig að það er bara jákvætt,“ sagði Kristinn, sem hlakkar til þess að takast á við næsta verk- efni með liðinu. „Milliriðlarnir verða leiknir á tímabilinu frá 1. mars til 31. maí á næsta ári og ég er samnings- bundinn KSÍ út næsta ár þannig að ég er bara spenntur fyrir þessu eins og strákarnir,“ sagði Kristinn Rúnar. Öruggur sigur hjá strákunum Aganefnd íþróttamála á Ítalíu hefur ákveðið að dæma Inter til þess að greiða 30.000 evra sekt fyrir móðgandi borða sem aðdáendur liðsins höfðu í frammi á leik Inter og Napoli á dögunum. Enn fremur hefur aganefndin ákveðið að loka þeim hluta vallarins tímabundið þar sem hörðustu aðdáendur Inter halda sig jafnan. Ráðamenn Inter hafa frest þangað til í dag til þess að áfrýja dómnum sem Massimo Moratti, forseti félagsins, hefur þegar gagnrýnt í fjölmiðlum. „Við höfðum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir ólæti á leikjum með því að vera með stranga gæslu og margar öryggismynda- vélar og því tökum við dóminn mjög nærri okkur. Nú þegar hafa margir ársmiðahafar sent okkur bréf til þess að kvarta yfir dómnum og til þess að fá endurgreitt ef dómurinn stendur,“ sagði Moratti svekktur. Inter dæmt til að greiða sekt Til varúðarráðstafana hefur verið gripið fyrir leik Roma og Napoli í Serie A deildinni á morgun, þar sem aðeins ársmiða- hafar Roma mega mæta og horfa á leikinn. Ástæða þess að borgar- og öryggisráð Rómarborgar ákvað að banna áhangendum Napoli að mæta á leikinn var hættan á því að aðdáendur liðanna myndu lenda í átökum eftir leik. Bannið er liður í átaki sem stendur yfir á Ítalíu gegn ofbeldi á fótboltaleikjum. Byrjað var á því í kjölfar þess að lögreglumaður lét lífið og 150 slösuðust í átökum eftir nágrann- aslag Catania og Palermo. Átak hafið gegn ofbeldi Didier Drogba, framherji Chelsea, segist óánægður og vill fara frá félaginu. „Andinn í liðinu er enginn eftir að José Mourinho yfirgaf Chelsea. Það er ekkert sem stöðvar mig núna í að fara eitthvert annað og ég ætla að fara,“ sagði Drogba í viðtali við tímaritið France Football, en Chelsea hefur þegar gefið frá sér yfirlýsingu um málið. „Drogba er nýbúinn að semja til fjögurra ára við Chelsea og þar sem hann er atvinnumaður mun hann án efa standa við gerða samn- inga,“ sagði í yfirlýsingunni. Drogba kom til Chelsea árið 2004 frá Marseille og hefur reglu- lega verið orðaður við önnur lið vegna frábærrar frammistöðu sinnar með Chelsea. Hann skrifaði undir nýjan samn- ing í nóvember en greindi frá því að hann hefði íhugað að yfirgefa félagið eftir að það vann tvo enska meistaratitla í röð. Drogba hefur áður sagst myndu hafa áhuga á að leika með liðum á borð við Barcelona, Real Madrid, AC Milan og Inter. „Síðan ég kom til Chelsea hefur mig oft langað að fara og alltaf á sumrin. Ég veit að Ronaldinho og Kaka eru orðaðir við Chelsea en koma þeirra myndi ekki breyta neinu,“ sagði Drogba. Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að framherjinn Didier Drogba fari frá Chelsea.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.