Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 4
Sænskur maður, sem ranglega bendlaði tengda- son sinn við al-Kaída í tölvu- póstskeyti til bandarískra yfirvalda, hefur verið ákærður fyrir mannorðsmorð. Frá þessu var greint í Sydsvenska Dag- bladet í gær. Skeytið varð til þess að þegar tengdasonurinn fór í viðskipta- ferð til Bandaríkjanna fékk hann ekki að koma inn í landið og var sendur beint aftur til Svíþjóðar. Tengdafaðirinn viðurkenndi að hafa sent skeytið eftir að það var rakið til heimatölvu hans. Hann er sagður hafa tjáð lögreglu að hann hafi sent skeytið í reiði- kasti eftir rifrildi við tengdason- inn, sem var að skilja við dóttur hans. Ákærður fyrir mannorðsmorð Einn helsti leiðtogi tamílsku Tígranna á Srí Lanka, S.P. Tamilselvan, féll í gærmorg- un í loftárás stjórnarhersins á fundarstað, þar sem leiðtogar Tígranna voru saman komnir. Tamilselvan var leiðtogi hins pólitíska vængs uppreisnarhóps- ins, en í árásinni féllu einnig fimm aðrir af leiðtogum skæruliðanna. Frá þessu var skýrt á vefsíðu Tamíltígranna í gær. Tamilselvan var helsti tengiliður Tígranna við umheim- inn, hitti meðal annars norska og íslenska friðargæsluliða og ræddi oft við blaðamenn. Einn leiðtoga Tamíla felldur„Það er geinilegt að sveitarstjórnin hefur sótt þetta mál af meira kappi en forsjá,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, um ákvörðun Vegagerðarinnar að hætta við útboð á lagningu Gjábakkaveg- ar, eða Lyngdalsheiðarvegar eins hann er nefndur hjá Vegagerðinni, en hann á að liggja milli Þingvalla og Laugarvatns. Veginum hefur mikið verið mót- mælt meðal annars vegna ótta að hann kunni að skaða lífríki Þing- vallavatns. Úrskurðir Skipulags- stofnunar voru kærðir til umhverf- isráðherra en í maí úrskurðaði Jónína Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra, að úrskurður Skipulagsstofnunar skyldi standa og ákváðu fulltrúar Vegagerðarinn- ar að útboð yrði auglýst í haust. Nú hefur það verið dregið til baka þar sem misfarist hafði hjá sveitar- stjórn Bláskógabyggðar að gera breytingar á aðalskipulagi, auglýsa þær og þar með gefa almenningi kost á að gera athugsemdir. Talið er að hálft ár muni líða þar til Vega- gerðin getur aftur auglýst útboð. Segist Árni vona að menn noti þann tíma til að endurskoða lagningu vegarins og finna aðra leið þar sem hún valdi minni skaða. Pétur Ingi Haraldsson, skipulags- fulltrúi Bláskógabyggðar, segir vegarkaflann sem láðist að setja inn á nýtt aðalskipulag þó vera nálægt Laugarvatni, eða frá þeim kafla sem liggur að þjóðgarðinum og deilt hefur verið um. Hann eigi ekki von á að gerðar verði breyting- ar á veginum við Þingvelli. Samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy var hafnað á stjórnar- fundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær. Bryndís Hlöðvers- dóttir, stjórnarformaður OR, segir að fallið hafi verið frá öllum samþykktum frá stjórnar- og eigendafundi frá 3. október. Nýr eigendafundur hefur verið boðaður. „Við teljum eftir að hafa skoð- að alla þætti að það leiki það mik- ill vafi á þessu að við séum ekki bundin af þessum ákvörðunum,“ segir Bryndís. „Við tökum þessa ákvörðun að mjög vel ígrunduðu máli, ekki síst lögfræðilega séð.“ Spurð um þann lagagrundvöll sem byggt er á þegar samning- unum er hafnað segir Bryndís að það sé almenn regla í samninga- rétti að ef annar aðilinn hafi ekki réttar forsendur fyrir því sem samið er um geti sú staða komið upp að samningurinn hafi ekki gildi. Fram undan er að finna útrás OR farveg á nýjum grunni, segir Bryndís. Stjórn OR fól henni að ræða við aðra hluthafa í Reykja- vík Energy Invest (REI) og for- svarsmenn Geysis Green Energy (GGE) um framhaldið. „Nú er komið að þeim punkti að fólk setjist niður og sjái hvort hagsmunir liggi saman einhvers staðar, og hvort menn hafi áhuga á að vinna á nýjum grunni að framgangi þeirra,“ segir Brynd- ís. „Þetta er eitthvað sem er of snemmt að spá fyrir um, við sjáum ekki fyrir alla leiki. Sam- runanum hefur verið hafnað. Það er sá punktur sem við erum á núna. Okkar hlutverk er að vinna okkur áfram frá þeim punkti.“ Hannes Smárason, stjórnar- formaður GGE, sagði í Frétta- blaðinu í gær að fyrirtækið líti svo á að samningar hafi náðst og þeir séu í gildi nema samið verði um annað eða þeim hnekkt fyrir dómi. „Um lögfræðileg atriði geta menn deilt. Samrunasamningur- inn er viljayfirlýsing um tiltek- inn samruna sem á sér stað í ákveðnu ferli og tekur tíma. Það eru formsatriði sem þarf að gæta að. Ég lít svo á að þessu ferli hafi ekki verið lokið,“ segir Bryndís. Þá segir hún mörg rök hníga að því að ákvarðanir hafi oft á tíðum verið teknar á hæpnum forsend- um. Bryndís segist ekki óttast að forsvarsmenn GGE eða aðrir hluthafar í REI krefjist skaða- bóta vegna þess að samruni fyr- irtækjanna nái ekki fram að ganga. Fyrst og fremst sé verið að tryggja hagsmuni OR. Spurð um samninga REI erlendis segir Bryndís að fyrir- tækið geti tekið ákvarðanir og staðið við samninga þrátt fyrir að samruninn gangi ekki eftir. Þó hafi stjórnin beint því til stjórn- ar REI að ekki verði teknar nýjar ákvarðanir á grundvelli ákvarð- ana sem teknar voru á umdeild- um eigendafundi 3. október nema með samþykki stjórnar OR. Ekki bundin af ákvörðunum Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fellst á ákvörðun borgarráðs og samþykkir ekki sameiningu REI og GGE. Ef annar aðilinn hefur rangar forsendur í samningagerð hafa samningar ekki gildi, segir stjórnarformaðurinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.