Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 6
Telur þú að verðsamráð við-
gangist milli matvöruverslana?
Var rétt af borgarráði að hafna
samruna Reykjavík Energy
Invest og Geysis Green Energy?
„Reglulega berast
okkur erindi frá forsvarsmönnum
húsfélaga vegna alvarlegra brota
eigenda og íbúa í fjölbýlishúsum.
Um er að ræða dópgreni þar sem
eiturlyf, brennivín og ofbeldis-
hneigð mynda háskalega blöndu
og skapa neyðarástand,“ segir
Sigurður Helgi Guðjónsson,
hæstaréttarlögmaður og formað-
ur Húseigendafélagsins. Sigurður
segir að umvöndunum nágranna
sé iðulega svarað með hótunum
og ofbeldi. „Dæmi er um að kveikt
hafi verið í sameign í hefndar-
skyni.“
Sigurður segir mál sem berast
Húseigendafélaginu vissulega
misalvarleg. „Málin byrja gjarn-
an sem fyrirspurnir um réttar-
stöðu, ýmist í síma eða í viðtölum
hjá okkur við starfsmenn og lög-
menn. Síðan er spurt um úrræði.
Okkar aðkoma er fyrst að svara
munnlegum fyrirspurnum, síðan
að aðstoða við bréfaskriftir og
húsfundi.“
Aðspurður hver réttarstaða
íbúa í fjölbýlishúsum sé segir Sig-
urður að í 55. grein laga um fjöl-
eignarhús séu mjög afgerandi
úrræði þegar um gróf eða ítrekuð
brot eigenda eða annarra íbúa er
að ræða. „Lögin segja að ef hinn
brotlegi lætur ekki segjast við
aðvörun geti húsfélagið bannað
búsetu og dvöl hans í húsinu.
Hægt er að gera viðkomandi að
flytja og jafnvel selja íbúðina.
Afleiðingar þessarar hegðunar
geta því verið mjög alvarlegar
fyrir viðkomandi.“
Sigurður segir jafnframt að
gæta þurfi að því að rétt sé að
málum staðið og lögfræðileg
aðstoð sé æskileg til að koma í veg
fyrir afdrifaríkar veilur í málatil-
búnaðinum á síðari stigum máls-
ins.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu telur ekki ofáætlað að
tuttugu hús og íbúðir á höfuðborg-
arsvæðinu séu undir stöðugu eft-
irliti vegna alvarlegra brota, flest
tengd mikilli fíkniefnaneyslu.
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn lýsti ástandinu svo að fólki
væri haldið í gíslingu þessa vanda
sem engum væri bjóðandi.
Sigurður segir erindi sem bor-
ist hafa félaginu beri þess vitni að
aðstæður fólks eru á stundum
martraðarkenndar. „Líf íbúanna
umturnast. Hávaði daga og nætur
og ráp af drukknu og dópuðu fólki.
Umgengni er herfileg og skemmd-
arverk daglegt brauð. Dæmi eru
um sífelldar uppákomur; slags-
mál, húsleitir lögreglu vegna
fíkniefna og þýfis. Notaðar spraut-
ur liggja líka í sameignum og á
leiksvæðum barna,“ segir Sigurð-
ur.
Kveikja í sameignum
húsa í hefndarskyni
Formaður Húseigendafélagsins segir erindi frá forsvarsmönnum húsfélaga tíð
vegna brota eigenda og íbúa. Hann segir íbúðir verða miðstöðvar ofbeldis-
manna og ógæfufólks sem svífst einskis. Íbúar oft of hræddir til að kvarta.
Um er að ræða dópgreni
þar sem eiturlyf, brennivín
og ofbeldishneigð mynda
háskalega blöndu og skapa neyð-
arástand.
Ákvörðun Seðlabankans um
að hækka stýrivexti um 0,45 pró-
sent er ekki heppileg, og getur gert
samningsaðilum erfiðara fyrir að
ná saman í komandi kjarasamning-
um. Þetta sagði Geir H. Haarde for-
sætisráðherra í umræðum á Alþingi
í gær.
Geir sagði ákvörðun Seðlabank-
ans frá því á fimmtudag hafa komið
á óvart, en bankinn hefði sjálfstæð-
ar heimildir til að beita þessari
aðferð þegar honum þætti ástæða
til.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra sagði að ekki yrði
betur séð en að forsvarsmenn Seðla-
bankans væru með augun á baksýn-
isspeglinum þegar þeir færðu rök
fyrir hækkuninni. Réttara hefði
verið að horfa fram á veginn.
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði rangt í rökstuðningi
Seðlabankans að framkvæmdir rík-
isins væru að aukast umfram það
sem fyrirsjáanlegt hefði verið.
Bankinn hefði átt að geta séð aukn-
ar framkvæmdir vegna mótvægis-
aðgerða og samgöngumála fyrir.
Stjórnarandstæðingum kom
hækkun stýrivaxta ekki á óvart.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, kallaði eftir afstöðu
stjórnvalda: „Má búast við því
áfram að við horfum á það ástand
að Seðlabankinn botnstígi brems-
urnar en ríkisstjórnin sé á bensín-
gjöfinni?“
Hækkun stýrivaxta óheppileg
Samtök iðnaðar-
ins gagnrýna bankastjórn
Seðlabanka Íslands harðlega fyrir
vaxtahækkunina sem tilkynnt var
fyrir helgi og telja hana mis-
ráðna.
„Hækkunin ýtir undir flótta
fyrirtækja frá háum vöxtum,
sterku og óstöðugu gengi.
Vaxtahækkunin mun enn auka
umsvif erlendra spákaupmanna
sem hafa fært mikið fé inn í
hagkerfið, þó ekki til að fjárfesta
í íslenskum atvinnurekstri heldur
til að hirða auðfenginn vaxtamun.
Þeir geta horfið án fyrirvara,“
segir í grein á vef Samtaka
iðnaðarins.
Hvetur til flótta
fyrirtækjanna
T Ó N L E I K A R Á
ALLRA HEILAGRA MESSU
4. NÓVEMBER 2007 KL. 17.00
Í HALLGRÍMSKIRKJU
Marta Guðrún Halldórsdóttir SÓPRAN
Benedikt Ingólfsson BARITÓN
Mótettukór Hallgrímskirkju
Elísabet Waage HARPA
Björn Steinar Sólbergsson ORGEL
STJÓRNANDI: Hörður Áskelsson
MIÐASALA Í HALLGRÍMSKIRKJU
VERÐ: 2.000/1.500 K R.
Ökumaður fólksbíls liggur mikið
slasaður á Landspítalanum eftir harðan árekstur á
Selfossi í gærmorgun. Slysið varð á Suðurlandsvegi
til móts við Hrísmýri. Ökumaður fólksbíls hugðist
beygja til vinstri af veginum þegar vörubíl var ekið
aftan á hann. Fólksbíllinn kastaðist yfir á öfugan
vegarhelming og lenti framan á sendiferðabíl.
Ökumaður fólksbílsins var fluttur með sjúkrabíl á
slysadeild Landspítalans. Ekki fengust nánari
upplýsingar um líðan hans áður en blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
Ökumenn sendiferðabílsins og vörubílsins voru
sendir til athugunar á sjúkrahúsið á Selfossi en sam-
kvæmt lögreglu voru meiðsl þeirra ekki talin alvar-
leg.
Fólksbíllinn gjöreyðilagðist við áreksturinn og
sendiferðabíllinn skemmdist einnig mikið.
Þá voru fjórir fluttir á slysadeild Landspítalans
eftir árekstur á mótum Miklubrautar og Grensás-
vegar um þrjúleytið í gærdag. Meiðsl fólksins
voru ekki talin alvarleg.
Nokkrar tafir urðu á umferð um gatnamótin en
kalla þurfti út kranabíla til að fjarlægja bílana.
Mikið slasaður eftir árekstur