Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 16
greinar@frettabladid.is Næstkomandi mánudag og þriðjudag ganga fermingarbörn í hús og safna til hjálparstarfs á vegum kirkjunnar sinnar. Þau hafa fengið fræðslu um erf- iða lífsbaráttu í mörgum löndum og hvernig verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar hafa breytt lífi margra til hins betra og gefið þeim aukna möguleika til sjálfshjálpar. Nú vilja þau gefa þér tæki- færi til að leggja þitt af mörkum. Peningarnir sem safnast fara í fjölbreytt verkefni. Gerðir eru brunnar í Malaví og Úganda sem gefa fólki aðgang að hreinu vatni. Því fylgir nýtt líf, konur og stúlkur þurfa ekki lengur að nota marga klukkutíma á dag í að sækja óhreint vatn, mæðurn- ar geta sinnt öðrum störfum og stúlkurnar gengið í skóla. Allir verða frískari og sprækari því óhreint vatn hefur marga fylgifiska, niðurgang og heilsu- leysi. Vatnið er líka notað í áveitu, fyrir skepnur og til að búa til fiskiræktartjarnir. Allt gerir þetta afkomuna öruggari og fæðuna fjölbreyttari. Á Indlandi vinna samstarfsaðilar Hjálpar- starfs kirkjunnar að því að þrælabörn verði leyst úr skuldaánauð. Sakir fátæktar og kúgunar neyðast foreldrar til að veðsetja börn sín til að eiga fyrir nauðþurftum. Að leysa barn úr skuldaánauð felur í sér að greiða skuldina og veita foreldrum og börnum fræðslu um réttindi sín og styðja börnin til skólagöngu. Um 3000 fermingarbörn taka ábyrgð sína á náunganum alvarlega og banka á dyrnar hjá þér. Taktu vel á móti þeim og hvettu þau til dáða. Í söfnuninni í fyrra komu inn sjö milljónir króna sem nýttust í fjölbreytt verkefni. Ef allir peningarnir hefðu verið settir í eitt verkefni hefði til dæmis verið hægt að veita 47.000 manns aðgang að hreinu vatni til frambúðar. Gjöf þín skiptir máli og kemur miklu til leiðar, settu hana í baukinn þegar bankað er á hjá þér. Höfundur er fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálpar- starfs kirkjunnar. Bankað á dyrnar hjá þér Árið 1502, 10 árum eftir að Evrópumenn uppgötvuðu heimsálfuna hinum megin við Atlantshafið, hélt maður að nafni Bartolomé de Las Casas til nýja heimsins. Hann gekk síðar í þjónustu kirkjunnar og gerðist dóminikanamunkur. Jafnhliða starfi í þágu kirkjunnar skrifaði hann langar og merkar bækur um framferði Evrópumanna í nýja heiminum. Umfram allt er hann þó þekktur fyrir baráttu sína gegn þrælkun hinna innfæddu af hálfu landnema. Honum dugðu þó ekki orðin ein. Las Casas reyndi sjálfur að stofna nýlendu þar sem landnemar og innfæddir gætu búið í sátt og samlyndi án þess að ganga hver á rétt annars. Hann hrökklaðist að lokum aftur til Spánar en baráttu hans var ekki lokið. Las Casas gerðist lobbýisti við hirðir mektarmanna Evrópu og fékk um tíma stuðning Spánarkonungs og páfa við að banna þrælahald í Ameríku. Ritverk Las Casas nema 14 bindum í fræðilegri heildar- útgáfu. Meðal þeirra er merkis- ritið Historia de las Indias í þremur bindum. Las Casas er einnig helsti heimildarmaður okkar um ýmsa lífshætti og siði frumbyggja Ameríku sem annars hefðu orðið gleymskunni að bráð. Þessum ritum hefur ekki verið haldið sérstaklega að Íslending- um, en þó er nú komin út Örstutt frásögn af eyðingu Indíalanda í þýðingu Sigurðar Hjartarsonar. Það er styttri útgáfa af sagn- fræðiriti Las Casas og er í formi deilurits. Ólíkt umfangsmestu ritum Las Casas kom það út meðan hann lifði en var upphaf- lega samið 1542. Því miður voru alltof fáir menn sem hugsuðu eins og Las Casas. Næstu aldirnar var Ameríka miðstöð þjóðernishreinsana og þrælaverslunar. Íbúafjöldi þeirra þjóða sem bjuggu í Ameríku fyrir komu Evrópumanna dróst saman um 85-90% á nokkrum áratugum og sums staðar hurfu heilu þjóðirnar, t.d. í Vestur-Indíum. Í Mexíkó dróst íbúafjöldi frum- byggja saman um 96-97% á einni öld. Viðlíka hamfarir eiga sér engan líka í veraldarsögunni hvað varðar umfang og afleiðingar. Meginorsök þessa mikla mann- dauða var smitsjúkdómar sem landnemar báru óviljandi með sér en einnig hafði mikil áhrif að samfélag frumbyggjanna var markvisst brotið niður. Rit Las Casas ber það með sér að þessar hamfarir gengu fullkomlega fram af honum. Það sem hann beinir spjótum sínum gegn eru þó einkum hin sýnilegu hryðjuverk og var þar vissulega af nógu að taka. Enda þótt Las Casas sé heitt í hamsi vegna grimmdarverka einstakra manna reynir hann einnig að komast að rótum hins skefjalausa ofbeldis: „[Þ]eir sem stýrðu Indíum skildu ekki þann sannleik sem fólst svo skýrt og afdráttarlaust í lögun- um: Að sá sem ekki er fullgildur þegn einhvers valdhafa getur ekki verið uppreisnarmaður gegn þeim sama valdhafa“ (bls. 73-74). Las Casas bendir einnig á hversu tilefnislaus yfirgangur- inn var: „Frá þeim degi er Indíalönd voru uppgötvuð og allt til þessa dags hafa indíánar hvergi gert nokkuð á hlut kristins manns að fyrra bragði án þess að hafa fyrst mátt þola hvers kyns rangindi, rán og svik“ (bls. 131). Örstutt frásögn af eyðingu Indíalanda ætti að vera skyldu- eign allra þeirra sem láta sig fortíð mannkyns einhverju varða. Vissulega er bókin skelfileg lesning, en þó má finna aðdáunarverða þætti í öllum þessum harmleik. Útgefandi og þýðandi íslensku útgáfunnar, Sigurður Hjartarson, kallar Las Casas öflugasta málsvara mannréttinda í sögunni (bls. 30). Það má vissulega dást að þrautseigju hans í því að halda á lofti málstað sigraðra þjóða í Ameríku og einnig því hvernig hann gekk á hólm við ríkjandi viðhorf í samfélaginu og náði um tíma að leggja stein í götu þeirra sem vildu tortíma samfélögum frumbyggja í Ameríku. Það er lífseigur misskilningur að kirkjan hafi á fyrrum öldum jafnan verið fulltrúi kúgunar og ofbeldis. Við eigum ýmis dæmi um hugrakka klerka sem börðust gegn slíku þvert á tíðarandann. Hamfarirnar í Ameríku mörkuðu svo upphaf valdakerfis nútímans. Í krafti yfirráða yfir Ameríku og auðsins sem verslun með þræla frá Afríku skapaði evrópskum nýlenduveldum náði Evrópa smám saman að jafna metin við ríkari og öflugri samfélög í Asíu. Sú þróun gekk hægt fyrir sig en upphaf hennar var í þeim atburðum sem Las Casas lýsir svo fjálglega. Þótt ekki væri nema þess vegna ættu Íslendingar að kynna sér skrif hans, nú á tímum útrásar og alþjóðavæðingar. Þegar Ameríka varð til Þ ær ákvarðanir sem borgarráð og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hafa tekið um að falla frá samruna REI og Geysis hafa eins og margt annað tvær hliðar. Önnur er viðskiptalegs eðlis. Hin er pólitísk. Varðandi viðskiptahliðina er þetta að segja: Stofnun REI á sínum tíma orkaði tvímælis fyrir þá sök að hún fól í sér ákvörðun um opinber umsvif í samkeppnisrekstri. Sameiningin við Geysi var að því leyti skynsamleg að hún fól í sér hlutfalls- lega minni opinbera þátttöku í þess háttar starfsemi og markmið um að borgin færi út úr henni. Það sem eyðilagði samrunann var óskynsamlegir kaupréttar- samningar, einkaþjónustusamningur til tuttugu ára og ákvörðun um að leggja hlut Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja inn í sameinað fyrirtæki. Af þessum ástæðum gat sameiningin ekki gengið fram óbreytt. Borgarráð ákvað hins vegar að falla frá öllum ákvörðunum um þetta efni. Sú niðurstaða felur í sér þá hættu að REI verði aftur í raun opinbert fyrirtæki með fjármuni skattborgaranna í áhættu- rekstri. Að sönnu er ekki víst að Reykjavíkurborg hafi átt þess kost að breyta samrunasamningnum á þann veg að hann yrði ásættanlegur. Borgarráð skuldar hins vegar skýringar á því hvers vegna það var ekki reynt. Það hefði verið betri kostur, að því gefnu að hann hafi verið mögulegur. Reykjavíkurborg hlaut að taka á óásættanlegum atriðum varðandi samrunaáformin óháð hugsanlegum skaðabótum. Það er skiljanlegt í stöðunni. Þessi niðurstaða gæti hins vegar haft í för með sér meiri opinberan samkeppnisrekstur á þessu sviði en ella hefði orðið. Fari svo er það síður skiljanlegt. Hin pólitíska hlið málsins er margþætt: Í fyrsta lagi var ljóst að niðurstaðan gat aldrei orðið á þann veg að bæði formaður sam- einaðs borgarstjórnarflokks meirihlutans og formaður borgar- ráðs gætu varðveitt málefnalegan trúnað. Nú liggur það fyrir að formaður borgarráðs hefur málefnalega sætt þeim örlögum að lúta í gras. Sú staðreynd veikir hann verulega út á við. Hann var áhrifa- ríkur í fyrri meirihluta en sýnist nú vera áhrifarýr. En sú þver- sögn stendur eigi að síður eftir að viðskilnaður hans við sjálf- stæðismenn í borgarstjórninni sýnist hafa eflt virðingu hans inn á við í Framsóknarflokknum. Að sama skapi sem niðurstaðan lýsir málefnalegri niðurlæg- ingu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins hefur forysta VG í borgarstjórninni styrkt stöðu sína. Engum getur blandast hugur um að hún hefur undirtökin í meirihlutasamstarfinu. VG kemur standandi niður úr þessum æfingum öllum hvort heldur litið er á þær í valdapólitísku ljósi eða hugmyndafræði- legu. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins verður í engu tilliti tekinn alvarlega að minnsta kosti fyrst um sinn. Borgarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks gætu hins vegar þurft að skýra hugmyndafræðilega afstöðu sína betur. Fari svo, þegar upp er staðið, að Reykjavíkurborg verði með einum eða öðrum hætti fyrirferðarmeiri í opinberum samkeppnisrekstri en orðið hefði með sameiningu fyrirtækjanna rímar það ekki sem best við þá hugmyndafræði sem ríkisstjórnar- flokkarnir segjast standa fyrir. Í því ljósi þurfa borgarfulltrúar þeirra að lýsa markmiðum sínum í þessum efnum með gleggri hætti en þeir hafa gert. Tvær hliðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.