Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 22
Síðasti undirbúningur fyrir utan-
landsferðina er að baki. Nú er
okkur ekkert að vanbúnaði. Á
mánudaginn leggjum við af stað
til Suður-Frakklands. Þar ætlum
við að vera með fleira fólki þar til
á laugardag en þá förum við til
Parísar að skemmta okkur og
komum ekki heim fyrr en mið-
vikudaginn 7. nóvember.
Í kvöld hafði ég lambalæri að
forníslenskum sið fyrir börnin því
að einhvern veginn hef ég á til-
finningunni að í fjarveru afa og
ömmu muni hlutfall langsoð-
inna rétta í fæðuvalinu lækka
en skyndipitsum, pylsum og
borgurum fjölga að sama
skapi.
Nú hefur frú Sólveig náð
þeim þroska í lífinu að hún
er orðin svo mikill
minimalisti að
okkur hjónum
nægir ein ferða-
taska í tíu daga
ferðalag. Þessi
ferðataska er að
vísu ívið stærri en
tvær litlar. Á skóla-
árum mínum starf-
aði ég stundum við
handlang hjá
afkastamiklum og
kröfuhörðum múrurum og lærði
þá list að aka níðþungum hjólbör-
um fullum af steypu svo að það
mun ekki vefjast fyrir mér að aka
þessari ferðatösku, sem er í raun
klæðaskápur á hjólum, suður til
Frakklands þangað sem ferðinni
er heitið á morgun.
Glampandi sólskin og 18 stiga
hiti.
Núna eru allir ferðafélagarnir
samankomnir í litlu húsi þar sem
heitir Beaurecueil í námunda við
Aix-en-Provence.
Ferðalagið var eins notalegt og
nútímaferðalag getur orðið. Flugið
frá Keflavík til Lundúna fór nefni-
lega á siðmenntuðum tíma um
hádegisbil og síðan höfðum við
góðan tíma til að ná tengifluginu
til Marignan-flugvallar í Mars-
eille.
Í sárabót fyrir þá ömurlegu
niðurlægingu sem fylgir flugferð-
um hef ég það fyrir reglu þegar ég
á leið um Gatwick að koma við á
sjávarréttabarnum og borða
ostrur sem eru fullar af fjörefn-
um. Þarna hittum við samferða-
fólkið, Ævar og Guðrúnu, sem
voru búin að vera í nokkra daga í
London þar sem Ævar var að sinna
samstarfi við kollega sína á
útvarpinu hjá BBC.
Hérna í Beaurecueil búum við
úti í sveit í dálitlu húsi sem við
leigjum af fornum kunningja
Hrafnhildar og Péturs. Pétur
bættist svo í hópinn í dag en
hann var á einhverju rithöf-
undaþingi í Trieste.
Morgunkaffið drukkum við
utanhúss. Hér er blæja-
logn og 18 stiga hiti.
Húsið er umlukt skógi
á alla vegu og trén
halda okkur haust-
litasýningu. Rétt
fyrir neðan húsið
niðar lítill og tær
lækur og fyrir ofan
húsið er dálítil
brekka, þaðan sem
sér á Sainte Victo-
ire-fjallið en þar mál-
aði Cézanne af sama
ákafa og Kjarval á Þingvöllum og
Ásgrímur í Borgarfirðinum og við
rætur Sainte Victoire í Vauven-
argues átti Picasso dálítið slot þar
sem hann bjó löngum stundum.
Leirkennd moldin í brekkunni
hérna fyrir ofan okkur er rauð
eins og jörðin í Afríku og loftið
angar af kryddjurtum. Hér vex
bæði nóg rósmarín og blóðberg til
að krydda allan íslenska fjárstofn-
inn.
Aix-en-Provence er fallegur
bær, á stærð við Reykjavík en
töluvert eldri. Hér stofnaði Caius
Sextius Calvinus rómverska her-
stöð í Gallíu árið 122 f. Kr. því að
hér eru góð vatnsból, Nafnið Aix
er orðið til úr Aquae Sextiae, vötn
Sextíusar, og það eru mikil hlunn-
indi að hér um slóðir getur maður
þambað kranavatn sem gefur
Gvendarbrunnavatni ekkert eftir.
Í Aix búa um 150 þúsund manns
og þar er háskóli í tengslum við
háskólann í Marseille. Hér hafa
heilmargir Íslendingar stund-
að nám. Pétur og Hrafnhildur
voru hér hagvön þegar við
Sólveig komum og eyddum
hér vetrinum 1971-72. Nokkr-
um árum síðar komu svo Guð-
rún og Ævar og nutu hand-
leiðslu Péturs og Hrafnhildar
eins og við.
Ekki hef ég grænan grun um á
hverju fólkið í Aix lifir nema ef
vera kynni hvert á öðru og svo á
þjónustu tengdri háskólanum en
hér virðist drjúpa smjör af
hverju strái.
Við Sólveig höfum ekki
komið hingað í 35 ár. Hrafnhildur
og Pétur hafa haldið tengslum við
staðinn og koma hingað oft, bæði
til að vera í fríi og ekki síður til að
vinna, því að hér er mikil friðsæld.
Núna þarf Hrafnhildur að sinna
einhverju verkefni. Pétur er að
stússa fyrir rithöfunda. Ævar og
Guðrún þurfa líka eitthvað að
sýsla en við Sólveig erum áhyggju-
laus og komum eingöngu til að
skoða okkur um á fornum slóðum
og taka okkur frá daglegu amstri.
Það var gaman að reika um göt-
urnar í Aix. Smátt og smátt fara
minningar sem maður hélt að
væru löngu gleymdar að seytla
inn í hugann.
Pétur sem er stálminnugur
leiddi okkur á merkilegan sögu-
stað þar sem Sólveig vann eitt af
sínum frægustu afreksverkum.
Þetta var fyrir mína tíð í Aix en
Sólveig hafði orðið sér úti um
gamlan bílskrjóð til að geta betur
skoðað sig um og kíkt niður á
Rívíeruna. Á þessum tíma tíðkað-
ist bílaumferð um þröngar göturn-
ar í miðbænum.
Einhverju sinni ætlaði Sólveig
að stytta sér leið og ók inn í götu
sem er óvenjuþröng, jafnvel á
mælikvarða miðalda. Hún taldi
sig þó vera á réttri leið eins og
ævinlega en gáði ekki að því að
gatan þrengdist jafnt og þétt og ók
ótrauð áfram þar til hún festi bíl-
inn milli húsa.
Það varð Sólveigu til bjargar að
sólgluggi var á þakinu og ótal
hjálpfúsar hendur hífðu
hana upp úr bílnum og Pétur
heldur því fram að þetta
akstursafrek hinnar ljós-
hærðu norðanstúlku lifi enn
í sögu og ljóði hér suður í
Provence. Hann leiddi okkur
að götunni en nú hafa þær
framfarir orðið að rimlagrind úr
járni til koma í veg fyrir að öku-
menn villist inn í götuna. Þetta
hlið segir Pétur að hafi verið sett
upp sem minnisvarði um aksturs-
afrek frú Sólveigar árið
1970.
Við fórum öll saman út að
Júdasarheilkennið og
fullkomið aðgerðale
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá ferðalagi til Suður-Frakklands,
18 stiga heitu hausti, ostrum, kryddjurtum, listrænu fjalli og klæðaskáp á
hjólum; einnig er komið inn á Bakkynjur, Júdasarheilkennið og franskan
minnisvarða um akstursafrek frú Sólveigar á því Herrans ári 1970.
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
d:
Ál
fe
lg
ur
og
þo
ku
ljó
s
1.729.000
XR
PEUGEOT
Umboðsaðilar: