Fréttablaðið - 03.11.2007, Blaðsíða 24
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Jóhanna Sigurðardótt-
ir félagsmálaráðherra
lagði fram frumvarp um
jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla á Alþingi á
fimmtudag. Fulltrúar allra
flokka unnu að gerð þess,
en þingmenn stjórnarflokk-
anna deila um einstök atriði
sín á milli.
„Ég get ekki tekið undir það að hér
sé allt í ólagi í jafnréttismálum,“
sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks. Í
ræðu sinni sagðist hún styðja
frumvarpið, en vera ósammála
einstaka efnisatriðum þess.
Í frumvarpinu kveður á um að
fyrirtæki og stofnanir með fleiri
en 25 starfsmenn setji sér jafn-
réttisáætlun. „Ég óttast að þetta
verði mjög íþyngjandi fyrir minni
fyrirtæki og muni þannig skapa
neikvætt viðhorf til jafnréttis-
mála,“ sagði Ragnheiður.
„Ég er ekki sannfærð um að það
að skikka fyrirtæki til að gera
jafnréttisáætlun sé leiðin að jafn-
rétti,“ sagði Ragnheiður. Hún vill
jafnframt kanna hvort frumvarp-
ið sé of kvennamiðað.
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, sagði mikilvægara
að fyrirtæki fengju hvatningu til
góðra verka, til dæmis sérstaka
jafnréttisvottun, í stað þess að þau
settu sér jafnréttisáætlanir.
Róbert Marshall, þingmaður
Samfylkingar, var á öndverðum
meiði. „Á að verðlauna fyrirtæki
fyrir jafn sjálfsagðan hlut og að
brjóta ekki mannréttindi og virða
stjórnarskrána?“ spurði Róbert.
Vinstri græn telja frumvarpið
ganga of skammt. „Af hverju eru
Jafnréttisstofu ekki veittar jafn
góðar heimildir og Samkeppnis-
stofnun?“ spurði Atli Gíslason,
þingmaður VG. „Kynbundinn
launamunur er brot á jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar, sam-
keppnisbrot eru það ekki.“
Nefnd skipuð fulltrúum allra
þingflokka og framkvæmdastjóra
Jafnréttisstofu skilaði drögum að
frumvarpinu í mars síðastliðnum.
Fyrir nefndinni fór Guðrún
Erlendsdóttir, fyrrverandi hæsta-
réttardómari. Félagsmálaráð-
herra gerir ráð fyrir að frum-
varpið leiði til 33 til 37 milljón
króna útgjaldaauka fyrir ríkis-
sjóð á ári.
Stjórnarliðar deila um
jafnréttisfrumvarpið
Mannréttindaleysi? Litlir Landsímamenn
Keisarinn nakinn í pontunni
Varaþingmenn hafa látið ljós sitt skína á Alþingi í
vikunni, enda tóku óvenjumargir sæti þessa vik-
una. Sumir mæltu fyrir eigin frumvörpum, enda
gjarnan reynt að koma málum þeirra á dagskrá
þingsins áður en þeir hverfa þaðan brott á nýjan
leik.
Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar, flutti frumvarp um breytingar á
umdeildum lögum um eftirlaun forseta Íslands,
ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.
„Frumvarpið er nokkuð sem ég hef verið að tala
um í mörg ár. Ég var staðráðin í að bera það upp ef
ég færi inn, svo að því leyti til var ég undirbúin,“
segir Valgerður.
Dögg Pálsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, segist hafa ákveðið að leggja fram frum-
varp um breytingar á barnalögum um leið og hún
varð varaþingmaður. Hún mælti fyrir frumvarpi
sínu í gær, og sagðist ánægð með viðtökurnar. Málið
fór í hefðbundinn farveg til nefndar, sem fær svo
það hlutverk að vinna málinu brautargengi í fjar-
veru flutningsmanns þess.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, segist hafa ákveðið að leggja fram
frumvarp um afnám lágmarksútsvars þegar hún
var beðin um að setjast á þing. Málið hafi verið eitt
þeirra sem ungliðahreyfing flokksins hafi barist
fyrir, og því eðlilegt að hún sem einn forystumanna
ungliða berðist fyrir málinu á Alþingi þegar tæki-
færi gafst til þess.
Stundum langur fyrirvari
Þrjú sveitarfélög með útsvar í lágmarki
SMS
LEIKUR
Vi
nn
in
ga
rv
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.