Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 38

Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 38
hús&heimili Sigríður Dröfn Tómasdóttir háskólanemi heldur mikið upp á dagatal sem hún keypti á safninu Tate Modern í London fyrir nokkrum árum. „Þetta er svona plastvasi með sjö hólfum sem ég raða alls kyns póstkortum og ljósmyndum í. Ég nota þetta aðal- lega sem skraut en aftan á nokkrum póstkortum sem fylgdu eru mánuðirnir og tölustafir og snýr maður kortunum eftir því sem við á. Mér finnst gaman að stinga póstkortum frá ættingjum og vinum í hólfin og eins kaupi ég yfirleitt einhver falleg póstkort á ferða- lögum,“ segir Sigríður en hún hefur töluvert ferðast á undanförnum árum og starfaði meðal annars sem hjálparstarfsmaður á Indlandi um nokkurra mánaða skeið. „Núna er ég til dæmis með kort frá Chicago og Grikklandi en þar var ég í sumar. Svo er ég með eitt frá mömmu minni sem var í París og eins nokkrar ljósmyndir.“ Sigríður segir ýmislegt fleira vera í uppáhaldi en megnið af því er eitthvað sem hún hefur erft eða fengið að gjöf frá ættingjum. Hún nefnir í því sam- bandi rúllupylsulistaverk sem hún fékk frá bróður sínum þegar hann var þriggja ára. „Hann hafði verið að myndast við að rúlla saman leir á Barónsborg og uppástóð að þarna væri komin rúllupylsa. Skömmu síðar vorum við saman í Landsbankanum að bíða eftir gjaldkera þegar hann rekur augun í listaverka- sýningu frá Barónsborg í miðjum bankanum og hljóð- ar upp yfir sig: „Sigga, sjáðu, rúllupylsan mín tókst!“ Viðskiptavinir bankans hópuðust í kringum hann og hrósuðu honum í hástert. Honum fannst mikið til sín koma enda var búið að setja verkið á platta sem á stóð: Án titils eftir Guðjón Orra. Hann gaf mér svo rúllupylsuna í jólagjöf og er hún helsta stofustáss- ið hjá mér. Hann er núna átta ára og verður alltaf jafn ánægður þegar hann kemur í heimsókn og sér pylsuna.“ vera@frettabladid.is Safnar minningum Sigríður Dröfn Tómasdóttir heldur mikið upp á dagatal með póstkortum og listaverk eftir bróður sinn. Rúllupylsulistaverk eftir litla bróður Sigríðar. Sigríður skiptir reglulega um myndir í dagatalinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA hönnun LAGSKIPT OG LITRÍKT Glerhönnuður- inn Tora Urup er með sýn- iningu í Epal í Skeifunni 6 í tengslum við opnun versl- unarinnar eftir stækkun og endurbætur. Þar eru glös, vasar og skálar í vel völdum línum, meðal annars sería af lagskiptum skálum sem eru einstakar í sinni röð og hafa víða vakið eftirtekt. Tora býr í Danmörku en er hálf íslensk. Hún ólst upp við list og hönnun því for- eldrar hennar, Guðrún Sig- urðardóttir og Jens Urup eru vel þekkt fyrir glerskreyting- ar í dönskum kirkjum. Tora lærði sína list bæði í Dan- mörku og Japan og hefur frá árinu 2001 þróað vörur undir eigin nafni. Hún sérhæfir sig í borðbúnaði og til að ná þeim vörugæðum sem hún vill vinnur hún með fagmönnum bæði í Evrópu og Japan. Glermunir Toru hafa verið á sýningum víða í Skandinavíu, í London, New York, París og Japan og nú gefst Íslendingum kostur á að kynnast þeim í Epal. Sjón er sögu ríkari. Forsíðumynd: Pjetur Sigurðsson tók þessa mynd af danska hönnuðinum Kasper Salto. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sól- veig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdótt- ir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. FALLEG GJAFAASKJA Hvað á að gefa þeim sem eiga allt og vantar ekkert? Besta hug- myndin er þá oft að gefa eitthvað sem eyðist. Gott dæmi um það er þessi fallega gjafaaskja úr jólalínu Habitat. Í henni eru þrjú falleg rauð kerti og reykelsi sem gefa frá sér góðan jólailm. 1.490 kr. TINDRANDI KERTALJÓS Nú þegar rökkva tekur er notalegt að kveikja á kertum og slaka á. Það er alltaf gaman að velja sér kerti þar sem úrvalið er mikið og þau skapa fallega stemningu. Gaman er að krydda tilveruna og breyta heimilinu með smáhlutum á borð við kerti sem sóma sér alltaf vel á vetrarkvöldum. lýsing Danfoss X-tra línan TM Ný lína af ofnhitastillum sem eru hannaðir fyrir handklæða- og sérhannaða ofna Einstök hönnun samstæðar lausnir Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 3. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.