Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 42

Fréttablaðið - 03.11.2007, Side 42
hús&heimili 5 6 Smiðjuvegur 74 – 200 Kópavogur – 5 400 600 Reykjalundur – 270 Mosfellsbær – 530 1700 Lónsbakki 2 – 601 Akureyri – 460 1760 „Elsti hluturinn í mínum fórum, sem mér þykir mjög vænt um, er mynd sem var alltaf uppi á vegg hjá ömmu minni á Holtsgötu,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jóns- son sem ferðast um landið þessa dagana til að kynna nýju plötuna sína, Fuður. „Ég var mikið hjá ömmu minni á Holtsgötunni á sumrin og alveg þangað til hún dó fyrir nokkrum árum. Mynd- in hefur mjög tilfinningalegt gildi fyrir mig þar sem þetta var það eina sem ég fékk í arf frá henni,“ segir Guðmund- ur en myndin var máluð árið 1921 af Reinh. Christiansen. „Á myndinni er þjóðssöngurinn teiknaður upp auk höfunda hans, Matthíasi Jochumssyni og Sveinbirni Sveinbjörns- syni.“ Guðmundur segir myndina augljóslega málaða af miklu þjóðernisstolti sem mikið var af á tíma millistríðsáranna og skipar hún heiðursess í stofunni hjá tónlistarmanninum. - sig Mynd úr safni ömmu 1. Falleg gestabók eftir Guðgeir Ásgeirs- son með kápu úr íslenskri ull. Tilvalið að hafa hana á skenknum eða þar sem gestir og gangandi eiga leið um. 7.590 krónur. 2. Lopakarlarnir eftir Auði Gísladótt- ur eru sívinsælir og gaman er að raða þeim í gluggakistuna. 7.995 krónur. 3. Þjóðlegir inniskór sóma sér vel á hvaða ís- lensku heimili sem er. Hönnun Garún Garún. Kosta 2.380 krónur. 4. Ómissandi á hvert heimili. Það gerir spilamennskuna skemmtilegri ef á spilunum eru áhugaverðar myndir. Trölla-, jólasveina- og goðafræðispil minna okkur á arfleiðina. 910 krónur. 5. Íslenskar rúnir eru sveipaðar dulúð. Rúnaspil á 2.650 krónur. 6. Handgert lamb eftir Guðgeir Ás- geirsson. 2.500 krónur. Þjóðlegt á íslensk heimili Þó að helstu viðskiptavinir minjagripaversl- ana séu erlendir ferðamenn þá slæðast Ís- lendingar stundum þangað inn til að kaupa sér eitthvað til að hafa á eigin heimili. Rammagerð- in er rótgróin minjagripaverslun í Hafnarstrætinu og þar kennir ýmissa grasa. 1 4 2 Guðmundur Jónsson tónlistarmaður heldur á mynd með þjóðsöng Íslands sem hann fékk í arf frá ömmu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR 3 gamlar gersemar 3. NÓVEMBER 2007 LAUGARDAGUR6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.