Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 60

Fréttablaðið - 03.11.2007, Page 60
Mér brá heldur betur í brún um daginn þegar ég frétti að búið væri að hanna farsíma sem hægt er að tala í í miðju flugi án þess að notkunin hafi áhrif á stjórntæki flug- véla. Hugmyndin er svo langt á veg komin að ríki innan Evrópusam- bandsins vinna að því að koma tækn- inni fyrir í farsímakerfum sínum. Persónulega finnst mér þessi nýj- ung algjör skömm og synd þar sem ég slappa hvergi betur af en í flug- vél og þá einmitt ekki síst vegna þess að farsímanotkun er bönnuð um borð. Hingað til hefur þetta í raun verið eini hluti frísins þar sem maður fær algjört frí frá streitu- völdum á borð við farsíma. Yfirleitt er það nefnilega þannig að maður er ekki fyrr lentur en far- síminn er tekinn upp og hringt í nán- ustu ættingja til að láta vita að maður hafi komist heill á húfi á leið- arenda. Svo er kannski hringt í ein- hverja vini, kunningja eða jafnvel vinnufélaga til að ganga frá ein- hverjum lausum endum. Fyrr en varir er farinn svo mikill tími í mal í GSM-símann að maður hefði allt eins getað verið heima hjá sér. Nei, ég get hreint ekki hugsað þá hugsun til enda að taka eigi upp far- símanotkun í flugvélum. Að geta ekki lengur vænst þess að lesa, horfa á sjónvarpið, láta hugann reika, snæða ljúffengar omelettur eða leggja sig án þess að verða fyrir óþolandi hávaðamengun af völdum hundraða hringitóna. Hver nennir annars að eyða þriggja tíma löngu flugi með froskalagið glymjandi í eyrunum? Kannski munu flugfélögin sjá sér leik á borði einhvern tímann í framtíðinni þegar þessi hugmynd er fyrir löngu orðin að veruleika og hávaðinn svo mikill að hann ætlar alla að æra, og þá auglýsa sérstök farsímalaus flug. Til dæmis flug með farsímalausum sætum eða farsímalaus flug með sérstökum farsíma-herbergjum. Nú, eða bara farsímalaust flug og gistingu, þar sem maður kaupir sér ekki bara frí heldur almenni- legan frið. Ég myndi kaupa miða. Þeir eru komnir aftur með óbærilega stemmningu. DJ Siggi Hlö ogDJ Valli Sport samaná Boogie Nightsá Gauk á Stöng. Við lofum öllum bestudanslögum síðustu 30 ára.Fæturnir munu ekki stoppa fyrren fram undir morgun. Fyrstu 500 sem mætafá geisladiskinn í boði Gordons Space. Allir með yfirskegg fá frítt inn. Dýrasti upphitunar-plötusnúður sögunnar, Kiddi Bigfoot, hitar upp. Mættu á BoogieNights með Sigga Hlö og Valla Sportá Gauk á Stöng í kvöld. Í KVÖLD Á GAUK Á STÖNG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.