Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 62

Fréttablaðið - 03.11.2007, Síða 62
Það er ekki á hverjum degi sem kvennakórinn Vox feminae frumflytur verk sem er sérstaklega samið fyrir kórinn. Það gerist þó í dag á tónleikum í Háteigs- kirkju sem hefjast kl. 17. Tónleikarnir, sem bera yf- irskriftina Mater Dei, verða endurteknir á sama tíma á morgun. Verkið sem um ræðir kallast Stabat Mater og er höfundur þess John A. Speight. Verkið er skrifað fyrir kvennakór, mezzósópran, engla- horn og strengjakvintett. Að auki verða flutt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, Brahms, Deutschmann, Schubert, Rheinberger og Duran- te. Margrét Pálmadóttir, stjórnandi kórsins og listrænn stjórnandi tón- leikanna, segir þá hugsaða út frá kirkjuárinu. „Draumur minn er að láta íslensk tónskáld semja fyrir kórinn verk sem ná yfir allt kirkju- árið. Þessir tónleikar fara fram á allraheilagramessu og því eru þeir hugsaðir og byggðir upp sem sálu- messa fyrir sjálfa Maríu guðsmóð- ur, þá merku konu, en við höfum mikið sungið verk sem henni eru helguð í gegn um tíðina.“ Tónskáldið John A. Speight stjórnar frumflutningi Stabat Mater á tónleikunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vox feminae syngur verk eftir hann. „John hefur reynst okkur mikill heillakálfur. Árið 2000 sungum við verk sem hann samdi fyrir okkur á árlegri kórakeppni sem haldin er í Vatíkan- inu og hlutum silfurverðlaun fyrir. Það var heilmikið afrek, enda voru þetta engir smávegiskórar sem við vorum að keppa við. En verk eftir John hafa passað kórnum með ein- dæmum vel og við erum afskaplega ánægðar með verkið sem við flytj- um nú um helgina.“ Vox feminae heldur um þessar mundir upp á fimmtán ára afmæli sitt. Kórinn var stofnaður þegar nokkrar konur úr Kvennakór Reykjavíkur stofnuðu hópinn í kring um áhuga sinn á gamalli kór- tónlist. Starf kórsins hefur verið öflugt allar götur síðan, þó Margrét segi hálfgerðan skort á kórverkum fyrir kvenraddir. „Ég tel það vera lífæð kvennakóra að þær láti semja verk sérstaklega fyrir sig. Það er ekki til nógu mikið af verkum sem eru samin sérstaklega með kvenna- raddir í huga og úr því þarf að bæta. Það höfum við í Vox feminae gert oftar en einu sinni og árangur- inn ávallt verið glæsilegur.“ Tónleikarnir í dag eru þeir fyrstu í röðinni af mörgum sem Vox fem- inae mun standa fyrir á afmælisár- inu. „Þessir tónleikar marka upp- hafið á afar metnaðarfullri afmælisdagskrá hjá okkur. Við ætlum að halda fleiri tónleika til þess að fagna þessum tímamótum og stefnum að því að ljúka hátíðar- haldinu á því að halda tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir Margrét að lokum. Sýningu Sigurðar Árna í Gallerí Turpentine í Ingólfsstræti lýkur nú um helgina. Þar er til sýnis nýtt safn verka eftir Sigurð af ýmsum toga: olíuverkin sem hann er kunnastur fyrir og notið hafa mikilla vinsælda, álverk á gólfi, verk unnin með gleri og vatnslita- myndir: „Þessi blanda,“ segir listamaðurinn, „er það sem ég hef verið að fást við síðasta árið. Það kom mér svolítið á óvart þegar ég fór að stilla þessu saman hér í rýminu.“ Sýningin hefur nú stað- ið á þriðju viku og eins og oftast margt verka selt eða í athugun og bíður sýningarloka þegar fólk fær verk lánuð hjá Gallerí Turp- entine og mátar við heimili sitt. Í verkunum á sýningunni held- ur Sigurður Árni áfram rann- sóknum sínum á efni, rými og skuggum. Hann gefur áhorfend- um kost á að líta inn í hugmynda- og efnisheim sinn á skemmtileg- an hátt með því að stilla saman ólíkum miðlum ; gleri, málverki, teikningum og skúlptúr. Verkin hafa skírskotun í hvert annað en saman mynda þau heildstæða sýn á hugarheim listamannsins. Sig- urður Árni er þekktastur fyrir málverk en hefur þó gjarnan sýnt með málverkunum skúlptúra/ módel, teikningar og ljósmyndir. Síðasta sýning Sigurðar Árna á Íslandi var framlag hans til Frönsku menningarhátíðarinnar „Pourquoi pas“. Þar sýndi hann ljósmyndaseríuna „Jardin Vilay- et“ í Safni við Laugaveg. Sigurður Árni hefur haldið hátt á fjórða tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hann var fulltrúi Íslands á tvíæringn- um í Feneyjum árið 1999. Verk eftir Sigurð Árna eru í öllum helstu listasöfnum landsins auk þess sem verk eftir hann er að finna bæði í opinberum sem og einkasöfnum víða í Evrópu. Síð- asta einkasýning Sigurðar Árna var í Gallerý Aline Vidal í París en í því galleríi hefur hann sýnt reglulega síðustu árin. Þess má geta að Þjóðaróperan í París fékk nýverið málverk eftir Sigurð Árna, sem er í eigu FRAC-lista- safnsins í Montpellier, til kynn- ingar á ballettuppfærslu Pinu Bausch á „Orfeus og Evridis“ eftir Gluck. Pina Bausch er einn áhrifamesti danshöfundur sam- tímans en óperuuppfærslan verð- ur sett upp í byrjun næsta næsta árs. Sýningu Sigurðar lýkur Myndlistarmaðurinn Karlotta Blöndal opnar sýninguna „Hrein- skrift“ í D-sal Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsinu í dag. Karlotta notar heimildir um miðilsfundi í Reykjavík við upp- haf 20. aldar til að velta upp spurn- ingum um túlkun og táknmyndir. Verkið er umskrift heimilda og texta úr fundargerðarbókum, sem voru hluti af vísindalegri rann- sókn á transástandi og handan- sambandi miðils. Miðillinn stendur á hárfínni línu sem skilur að tvo heima og notar eigin líkama sem farveg upplýs- inga. Í ómeðvituðu og upphöfnu transástandi miðilsins verður hann að táknmynd hulins sann- leika sem skilur að tvo heima. „Sýningin er í raun innsetning. Hún samanstendur af vídeóverki, veggteikningu, ljósmynd og skúlptúr, en þessi verk eiga það sameiginlegt að vera mínar túlk- anir á þessum heimildum og fund- argerðum um miðilsfundi. Í vídeó- verkinu sýni ég til að mynda sviðsetningu upp úr einni fundar- gerðinni sem ég framkvæmdi í Hafnarhúsinu. Þannig tengist sviðsetningin rýminu sem hún er svo sýnd í. Það sem vekur áhuga minn við þessar heimildir og fund- argerðir er sú hugmynd að miðill- inn færi öðrum einhvers konar sannleika og ég vil skoða hvernig heimildir um þessa miðlun breyt- ast í meðförum annarra,“ segir Karlotta. Karlotta útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands árið 1997. Hún stundaði framhaldsnám í Hollandi og í Svíþjóð og lauk meistaranámi við Listaakademí- una í Malmö árið 2002. Sýning Karlottu stendur yfir til 6. janúar 2008. Fundargerðir túlkaðar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.