Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 64
Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr kemur fram ásamt félögum á tón- leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 17 og flytur tékk- neska tónlist. Á efnisskránni er hin fræga serenaða eftir Antonín Dvorák fyrir tíu blásara, selló og kontra- bassa. Einnig verða fluttir slav- neskir dansar eftir Dvorák og Oktett-partíta eftir Franz Kromm- er. Serenaðan eftir Dvorák er eitt af fegurstu verkum tónbók- menntanna fyrir blásara og eitt af fáum rómantískum verkum fyrir slíkan hóp. Dvorák sótti innblást- ur í bæheimskan uppruna sinn við samningu tónverka og eru dans- arnir eftir hann óþrjótandi upp- spretta tónlistarflutnings. Tón- skáldið Franz Krommer var samtímamaður Mozarts og má lýsa honum sem eins konar tékk- neskri útgáfu af meistaranum. Krommer starfaði lengst af í Austurríki og samdi fjölda tón- verka, þar af yfir 20 blásaraokt- etta. Hnúkaþeyr hefur starfað frá árinu 2003 og ávallt fengið afar lofsamlega dóma fyrir tónlistar- flutning sinn. „Markmið okkar hefur verið að kynna blásaratón- listina og leika á tvennum til þrennum tónleikum á ári. Við höfum nokkrum sinnum spilað í Dómkirkjunni og einnig spilað dálítið úti á landi og höfum því náð til margra,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, en hún er með- limur í hópnum. Tónlistin sem flutt verður á tón- leikunum einkennist af þjóðlaga- blæ. „Þetta er allt saman tékknesk tónlist og þrátt fyrir að hún sé klassísk má heyra þjóðlagaáhrif í öllum verkunum. Þessi tónlist er einkar hressileg og skemmtileg, en það er nokkuð sem einkennir gjarnan blásaratónlist. Blásturs- hljóðfæri voru fyrst og fremst notuð til að skemmta fólki á fyrri öldum og því einkennist slík tón- list gjarnan af fjöri, þótt angur- værir kaflar leynist inni á milli,“ segir Kristín. Almennt miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. Tékkneskt fjör í Fríkirkjunni Í gærkvöldi var óperufrumsýning í Iðnó. Þar var frumflutt af nem- endum Tónlistarskólans í Reykja- vík óperan Die Verschworenen sem er gamanópera eftir Franz Schubert. Hafa reyndar aldrei verið sýndar óperur eftir hann hér á landi fyrir utan Meyjarskemm- una sem var samansafn af lögum og hefur verið flutt hér nokkrum sinnum, einmitt fyrst í Iðnó þar sem hún gekk misserunum saman. Þessi ópera fjallar um eiginkon- ur riddara sem eru orðnar þreytt- ar á fjarveru þeirra í stríði og neita þeim um samlíf þar til þeir sættast á að hætta stríðsbröltinu. Byggir óperan á sömu hugmynd og Lýsistrata eftir Aristofanes sem þekkt er hér á landi. Hún var síðasta verkið fyrir svið sem Shu- bert vann að og átti erfitt með að koma á svið sem leiddi til þess að hann sneri frá óperusmíðum og næstu árin á eftir 1922 samdi hann bæði lagabálkinn sem kenndur er við Malarastúlkuna og Vetrarferð- in. Hinar óperur hans tvær, Alfonso und Estrella, og Fierra- bras sem samdar voru á undan Die Verschworenen floppuðu báðar, og fjórða sviðsverkið, Rosa- munde hvarf af sviðinu eftir tvær sýningar. Margt í þessum verkum þykir í dag bitastætt og Schubert- aðdáendur ættu að kíkja á krakk- ana úr Tónlistarskólanum en sýn- ingar verða í kvöld og annað kvöld. Hljómsveitin er öll skipuð nem- endum og allir söngvararnir eru nemendur og eru flytjendurnir allt frá tólf ára til þrítugs. Ein af söngkonunum er nýbúin að fá hlut- verk þrátt fyrir ungan aldur, er aðeins 24 ára, hjá Íslensku óper- unni eftir áramót. Mjór er mikils vísir. Schubert í Iðnó KorpArt-hópurinn á Sjónlistamið- stöðinni á Korpúlfsstöðum í Graf- arvogi mun opna vinnustofur sínar í dag frá kl. 12 til kl. 16. Gestum og gangandi gefst þar með tækifæri til að spjalla við listamennina og hönnuðina sem þar starfa um verk þeirra. Mikil fjölbreytni ríkir í þeirri liststarfsemi sem fer fram á Korpúlfsstöðum og má sem dæmi nefna að þar er lögð stund á mál- aralist, leirlist, textíl, fatahönnun, hreyfimyndagerð, grafíska hönn- un og landslagsarkitektúr. Í vetur er opið hús á Korpúlfs- stöðum fyrsta laugardag í hverj- um mánuði og verða þar í boði breytilegar sýningar og ýmsar uppákomur. Nánari upplýsingar um þá listamenn og hönnuði sem þar starfa má sjá á vefsíðunni www.korpart.is Listfengur laugardagur á Korpúlfsstöðum - Ekkert hlé á góðum myndum Engin truflun3Minna af auglýsingum2Ekkert hlé1 THIS IS ENGLAND MYND EFTIR SHANE MEADOWS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.