Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 03.11.2007, Qupperneq 71
Fulltrúar Random House Children hafa tilkynnt að handrit sé tilbúið að þriðju sögunni um drekariddar- ann Eragon og ævintýri hans með drekanum Safíru. Höfundurinn Christopher Paolini hefur jafn- framt látið hafa eftir sér að hann sé þegar farinn að undirbúa fjórðu söguna. Bækurnar um strákinn hugumprýða sem berst við óvætti í Alagaësia hafa selst eins og heitar lummur og kvikmynd byggð á bókinni naut vinsælda. Þriðja bókin um Eragon Endurkomutónleikum Led Zeppelin í London hefur verið frestað um tvær vikur vegna fingurbrots gítarleikarans Jimmy Page. Þeir verða nú haldnir 10. desember. Page sagðist vera vonsvikinn yfir þessu en bætti því við að með frestuninni fengi hann tíma til að jafna sig almennilega. „Led Zeppelin hefur alltaf haldið gæðakröfum sínum háum. Með seinkuninni getur hljómsveitin spilað á þann hátt sem bæði hún og aðdáendur hennar eru vanir,“ sagði hann. Alls reyndu um tvær milljónir aðdáenda að fá miða á tónleikana á netinu en aðeins tuttugu þúsund voru á endanum dregnir út. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1988 sem Page, Robert Plant og John Paul Jones spila saman. Mun Jason Bon- ham, sonur trommarans John, hlaupa í skarðið fyrir föður sinn sem lést árið 1980. Jimmy Page fingurbrotinn Reykjavíkurborg og Lands- banki Íslands hafa skrif- að undir samning um að styrkja Tónlistarþróunar- miðstöðina um 12,4 milljón- ir á ári næstu þrjú árin. „Þetta er búin að vera fimm ára barátta að komast að þessu stigi málsins,“ segir Danny Pollock, sem rekur miðstöðina. „Þarna er aðstaða fyrir þrjú hundruð manns sem starfa þarna núna á móti þús- und félagsmönnum. Með þessum peningum getum við víkkað starf- semina, bætt inn upptökuveri, aukið almenna þjónustu og þekk- ingu og náð betri tengingu við aðra í tónlistargeiranum,“ segir hann. Að sögn Dannys vantar um tvær milljónir króna á ári til þess að rekstur miðstöðvarinnar gangi fullkomlega upp en aðalhöfuð- verkurinn hefur verið leigan á húsnæðinu, sem er við Hólmaslóð 2. „Við erum að vinna í því og ætlum að halda áfram að reyna að vekja athygli á þessari starf- semi.“ Fjölmargar hljómsveitir og listamenn hafa haft aðsetur í mið- stöðinni og notið góðs af því. Ótt- ast var um tíma að leggja þyrfti starfsemina niður vegna fjár- hagsörðugleikanna, sem hefði þýtt að listamennirnir hefðu ekki átt í önnur hús að venda. Tónleikar voru haldnir fyrir nokkrum mánuðum til að vekja athygli á erfiðleikunum og var Reykjavíkurborg þá hvött til að leggja sitt af mörkum í málinu, sem hún hefur nú loksins gert. SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.