Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 18
fréttir og fróðleikur
Kynna verður
rétt höfunda
Sterk króna hefur hlíft Íslendingum undanfarið
Lögreglan í Georgíu réðst
í gær gegn hópi mótmæl-
enda sem hafði safnast
saman fyrir utan þinghúsið
í Tíblisi. Óróinn í landinu
hefur ekki verið meiri
síðan Eduard Shevardnadze
hrökklaðist frá völdum
fyrir fjórum árum.
Mikheil Saakashvili, forseti
Georgíu, naut mikilla vinsælda
þegar hann komst til valda fyrir
fjórum árum. Nú er orðin breyt-
ing þar á. Síðan á föstudag hafa á
hverjum degi verið haldin mót-
mæli fyrir utan þinghúsið í Tíblisi,
höfuðborg landsins. Þúsundir
manna hafa lagt þangað leið sína
til að krefjast þess að Saakashvili
segi af sér og boði til kosninga.
Í gær réðst síðan lögreglan
gegn mannfjöldanum og beitti
kylfum, táragasi, þrýstivatns-
byssum og gúmmíkúlum. Mót-
mælendurnir flýðu og nokkur
hundruð manns særðust í átökun-
um.
Þótt efnahagur landsins hafi batn-
að og spilling minnkað í stjórnar-
tíð Saakashvilis hefur hann verið
sakaður um aukna einræðistil-
burði. Fjölmiðlafrelsi er takmark-
að og fólk hefur verið handtekið
af pólitískum ástæðum, segja
gagnrýnendur hans.
Saakashvili hlaut snemma lýð-
hylli fyrir að berjast gegn spill-
ingu í Georgíu. Árið 2000 var
hann gerður að dómsmála-
ráðherra í ríkisstjórn þáverandi
forseta Georgíu, Eduards Shevard-
nadze, og varð fljótt vinsæll.
Hann hlustaði á borgarana, not-
aði almenningssamgöngur og
gekk um stræti höfuðborgarinnar
Tíblisi.
Vendipunktur varð svo í Georgíu
árið 2003. Hinn vinsæli Saaka-
shvili fór í fararbroddi friðsam-
legra mótmæla sem leiddu að
lokum til þess að Shevardnadze
sagði af sér en hann hafði í reynd
stýrt landinu í ein þrjátíu ár – að
undanskildum þeim sex árum
sem hann var utanríkisráðherra
Sovétríkjanna í stjórn Gorbat-
sjovs. Afsögnin kom í kjölfar þess
að flokkur hans hafði lýst því yfir
að hann hefði unnið þingkosning-
arnar í landinu. Yfirlýsingin
leiddi til friðsamlegra fjöldamót-
mæla á götum úti í þrjár vikur
undir forystu Saakashvilis og
enduðu mótmælin með því að
Saakashvili fór fyrir fjölda manns
inn í þinghúsið, Shevardnadze
flýði bygginguna og sagði af sér
skömmu síðar.
Saakashvili var kjörinn forseti
Georgíu í janúar 2004. Á vef for-
setaembættisins segir að hann
hafi beitt sér gegn spillingu innan-
lands. Saakashvili á enn víðtækan
stuðning almennings í Georgíu þó
að stjórnarhættir hans þyki að
sumu leyti minna á fyrri tíma þar
sem lýðræði var ekki í hávegum
haft. Forseti Georgíu hefur sterka
stöðu, hann er valdamikill leiðtogi
sem tekur óhikað ákvarðanir eftir
því sem honum þykir þörf á.
Georgíumenn eru vanir slíku frá
fyrri tíð.
Margir hafa þó orðið fyrir von-
brigðum með Saakashvili og halda
því fram að stjórnmálaástandið í
Georgíu nú sé svipað og var á
Sovéttímanum. Ekkert hafi
breyst. Forsetinn Mikheil Saaka-
shvili ráði því sem hann vilji ráða
og gefi fyrirskipanir eftir hentug-
leika. Lýðræðið sé ekki upp á
marga fiska því að kerfi kommún-
ismans hafi í raun haldið áfram
undir öðru nafni.
Eftir að Saakashvili sendi lög-
regluna á mótmælendurna í gær
virðist sem enn fleiri hafi misst
trúna á honum.
Mótmæli kveðin niður í Georgíu
Góður hundur
á gott skilið
Hunda nammi
(harðfisktöflur)
Hunda bitafiskur
Íslensk framleiðsla
úr úrvals hráefni.
Fæst í Bónus