Fréttablaðið - 08.11.2007, Page 33
Í Evrópu settu tvö stríð mark
sitt á tuttugustu öld þó að vissu-
lega hafi komið til ófriðar bæði
eftir fyrri og seinni heimsstyrj-
öldina. Tískan hefur ekki farið
varhluta af áhrifum þessara
styrjalda, nægir að nefna að
rykfrakkinn (trenche) sem var í
upphafi hannaður fyrir breska
hermenn í stríðinu 1914-18 varð
svo ómissandi í hverjum fata-
skáp. Eftir báðar heimsstyrjald-
irnar má sjá á tískunni anda
frelsis og sköpunargleði en þó
að undarlegt megi virðast er
tíska millistríðsáranna, á þriðja
áratug tuttugustu aldar, miklu
byltingarkenndari en eftir þá
seinni.
Í París þar sem tíska er einnig
listgrein stendur nú yfir sýning í
Galleria-tískusafninu á hönnun
frá árunum eftir fyrri heims-
styrjöldina milli 1919-1929, „Les
années folles“ eins og þau eru
kölluð sem mætti þýða sem „Óðu
árin“ og vísar í að þá varð allt
leyfilegt. Þar má sjá 170 flíkur,
aðallega kjóla, 200 fylgihluti og
50 snyrtivörur sem endurspegla
tíðaranda og líf Parísardömunn-
ar á þessum árum, bæði daga og
nætur.
Konur voru kallaðar til starfa
utan heimilis þegar eiginmenn,
feður og synir fóru í herinn. Þær
fóru að keyra bíla í fyrsta sinn.
Einnig byrjuðu þær að reykja og
klipptu hárið stutt. Eftir stríðið
komu karlmennirnir (flestir)
heim en konur héldu áfram að
keyra bíla, reyktu og drukku í
fyrsta skiptið opinberlega og
hálfsítt hár í anda Charleston
varð aðaltískan. Konur sýndu nú
á sér bæði ökkla og hné sem ekki
þekktist áður. Þetta tímabil ein-
kenndist af bjartsýni og enginn
trúði því að hörmungar stríðsins
myndu nokkru sinni endurtaka
sig. Lífið einkenndist af óbær-
legum léttleika tilverunnar, í það
minnsta hjá þeim sem höfðu eitt-
hvað milli handanna. Næturlífið
var villt og allt leyfilegt.
Callot, Chanel, Patou, Schiap-
arelli og Lanvin eru meðal þeirra
hönnuða sem eiga flíkur á sýn-
ingunni. Kjólarnir bera vitni um
ótrúlega vinnu þrátt fyrir að
vera framúrstefnulegir miðað
við tímann sem þeir endurspegla,
hrein listaverk oft og tíðum. Þeir
eru skreyttir með útsaumi, sumir
með ásaumuðum perlum eða
pallíettum, aðrir með steinum og
margir með þykku kögri sem
sveiflast í nýjum, fjörugum dans-
takti þessara ára. Stíllinn er
mjög kvenlegur á kvöldin og í
næturlífinu en dálítið kynlaus á
daginn, í takt við frelsi tíðarand-
ans eins og kjóll Lanvin að nafni
Lesbos gefur til kynna en nafnið
er að finna á skissum tískuhúss-
ins sem sömuleiðis má finna á
sýningunni.
Sýningin var opnuð þann 20.
október og stendur yfir fram í
enda febrúar 2008. Ættu áhuga-
menn um tísku sem eiga leið um
París endilega að drífa sig á sýn-
inguna.(Les Années folles, Musée
Galleria, 10 avenue Pierre Ier-de
Serbie, París 16. hverfi).
bergb75@free.fr