Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 48

Fréttablaðið - 08.11.2007, Side 48
fréttablaðið farið á fjöll 8. NÓVEMBER 2007 FIMMTUDAGUR12 fólk sé áhugasamt um að prófa og hafa gaman af þessu,“ segir Sveinbjörn en elsti meðlimur félagsins í dag er 31 árs og sá yngsti 22 ára. Sem dæmi um hve virkni félagsins eru farnar jeppaferðir aðra hverja helgi á veturna en einu sinni í mánuði á sumrin. „Það bætast stöðugt nýir félagar í hópinn og til dæmis ætla 28 manns sem aldrei hafa farið í jeppaferð að koma með okkur í nýliðaferð sem verður farin 16. nóvember í samstarfi við 4x4 klúbbinn,“ segir Sveinbjörn. Spurður hvort jeppamennskan sé skemmti- legt sport segir Sveinbjörn: „Þetta er það besta. Ísland er náttúrlega svo stórkostlegt land og æðislega gaman að ferðast um það og taka myndir. Maður kemst í burtu frá öllu og er jafnvel ekki í símasambandi þannig að þetta er alveg yndislegt. Síðan er félagsskapurinn alveg frábær. Við stoppum einhvers staðar og gistum ýmist í tjöldum eða skálum og höldum kvöld- vökur og borðum góðan mat. Þannig að þetta er algjört lúxuslíf.“ sigridurh@frettabladid.is Sveinbjörn Ingi Þorkelsson er mikill jeppaáhugamaður og meðlimur í Gemlingunum, sem er ferðaklúbbur ungs jeppaáhugafólks. Félagið er mjög virkt og fer í fjölda jeppa- ferða á hverju ári upp um fjöll og firnindi. „Félagið var stofnað í febrúar árið 2004 af þremur vinum sem vildu fara í jeppaferðir með fólki á sínum aldri,“ segir Sveinbjörn en sjálfur hefur hann verið meðlimur í Gemlingunum frá upphafi. „Þau ákváðu að finna fólk milli tvítugs og þrítugs sem hefði áhuga á slík- um félagsskap og fljótlega eftir stofnfundinn var farið í fyrstu ferðina. Stuttu seinna var haldið partí og upp frá því myndaðist mikill vinskapur sem hefur haldist síðan. Í dag er það þannig að með- limir félagsins tala saman jafn- vel oft á dag því einhverjir vinna saman, breyta bílum í samein- ingu, æfa saman og fleira þannig að í rauninni er þetta orðið miklu meira en ferðahópur,“ bætir hann við. Þrátt fyrir þennan mikla vin- skap meðlima segir Sveinbjörn að Gemlingarnir séu mjög opnir fyrir nýju fólki. „Við viljum endi- lega að krakkar á okkar aldri komi til okkar ef þeir vilja ferð- ast á fjöllum en þora ekki að fara einir. Við tökum nýliða með okkur í ferðir allt árið og engin skilyrði eru fyrir þátttöku önnur en þau að Galvaskir Gemlingar Það er margt brallað í ferðum Gemlinganna og segir Sveinbjörn félagsskapinn vera alveg einstakan. Stór hópur frá Gemlingunum og 4x4 klúbbnum fór í nýliðaferð saman í Landmannalaugar en næsta nýliðaferð þessara tveggja félaga verður hinn 16. nóvember næstkomandi. Hér er Sveinbjörn á leið yfir Tungnaá síðastliðið sumar. Skömmu eftir að myndin var tekin fékk Sveinbjörn vatn inn á vélina með þeim afleiðingum að hún sprakk. Sveinbjörn Ingi Þorkelsson jeppaáhugamaður er til hægri en með honum á myndinni er Jóhann Ingi, einn af stofnendum Gemlinganna. Merki félagsins er á milli þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.